Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:

        

Sjávarskepna gráðug grá.
 Grær á túni og engi.
 Á vorin gömlu ánum á.
 Ýmsir teygja hann lengi.

.

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er náttúrulega einfaldlega hárrétt.

Rétt svar barst við gátu dagsins kl.09,42

Rétt svar er:  Lopi

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og hér kemur ein í eldri kanntinum, en ætti þó ekki að vefjast mikið fyrir fólki.

Herðalotinn hnakkabrattur,

hnappalítill tíðum,

liggur stundum lima fattur,

lymskur úti í hríðum.

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, góður, næstum því rétt svar.

Allavega veit ég að þú vildir að hann þetta mundi gleypa hann.

Mér finnst þessi gáta verulega skemmtileg, - Herðalotinn hnakkabrattur,

Og eins - liggur stundum lima fattur,

Og eins og í gátum oft er sett hér gildra.

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 12:51

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bogi?

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 12:55

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta var náttúrulega afar auðvelt hjá ykkur eins og sjá má.

Hrönn, þú ert einni mínútu of sein, Gunnar Þór vinur okar fær orðuna, ja svona í þetta sinn.

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.09,42

Rétt svar er:  Dýrabogi.

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 13:06

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þessi er nú sígild.:

Á gömlum skóm er greinilegt
og gjarnan meðal vorsins fugla.
Við fundahöld hjá fínni slegt
í flottum kassa víst má rugla.

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 13:07

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

gap?

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 13:57

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Hrönn, ekki er það rétta orðið.

Vísbendingar:

Á gömlum skóm er greinilegt
og gjarnan meðal vorsins fugla

Einhver aðgerð við skófatnatnað og verður til hjá fuglum í tilhugalífinu.

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 14:46

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Varp?

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 15:04

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Og það er alveg hárrétt Hrönn.

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.15,04

Rétt svar er:  Varp

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 15:18

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og hér er ein nokkuð skemmtileg:

Nemur bæði lit og ljós
leikur fyrir alla
finnst þá er ég fer til sjós
fögur sjón til fjalla

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 15:20

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nú var ég næstum orðin nasty! En af því að ég kann mig svo vel þá stilli ég mig

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 16:37

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, bíddu nú við Hrönn, hvað áttu við?

Annaðhvort er ég ekki að fatta eitthvað, eða gert vitlaust eitthvað, nú eða þú eitthvað að misskilja ----- leyfðu okkur að heyra.

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 16:48

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha  góður, og þú manst eftir þessari færslu? ég er svo aldeilis hissa.

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.17,58

Rétt svar er:  Keila

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 18:31

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Skveti hér einni inn í viðbót til ykkar.

Sá eg eina falda fit,

fær hún sjaldan kvefið,

lá á grúfu, en lítilvit

í loft upprétti nefið.

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 18:43

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahahahaha, alveg ert heimsmet.  

Rétt svar barst við auka gátu dagsins kl.19,55

Rétt svar er:  Ausa

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 20:01

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hvaaaa, varstu að fá einhverjar skammir frá einhverjum?

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 21:35

18 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nú kemur bara enn meira af hahahaha, og ég ætla ekker að útskýra síðari setninguna hjá þér neitt frekar.

En hér er ein sem ég ætla að sé snúin.:

Sá eg einn með svuntu fína,

strekkta undir mitti,

eltir konur, ei að pína

ef í barminn glitti.

Sigfús Sigurþórsson., 29.5.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband