Mikið er ég sammála þessari yfirlýsingu.

Fréttamynd 417637Það er hreint og neint óhugnalegt að allur heimurinn sé að fylgjast með einkalífi fólks, eða eins kemur hér fram: “Það er sorglegt að allur heimurinn skuli þurfa að horfa upp á hana gera mistök sem við höfum öll gert,” sagði hún. "Britney Jean Spears er ljúfust og viðkvæmust allra barna minna. Hún þarf bara að finna út úr hlutunum.

Fréttin á Mbl.: Söngkonan Britney Spears er nú sögð íhuga að fara fram á nálgunarbann gegn móður sinni Lynne. Er Spears sögð hafa átt fund með lögfræðingi sínum um leiðir til að halda Lynne frá börnum sínum Sean Preston, 21 mánaða, og Jayden James, níu mánaða.

Söngkonan mun enn vera móður sinni ævareið fyrir að stuðla að því að hún legðist inn á meðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga fyrr á þessu ári. Hefur Spears marglýst þvi yfir að hún hafi hvorki átt við áfengisvandamál né þunglyndi að stríða. Þá mun söngkonunni þykja móðir sín hafa dregið taum fyrrum eiginmanns síns Kevin Federline í forræðisdeilu þeirra vegna barnanna.

Lynne lýsti því nýlega yfir opinberlega að samband þeirra mæðgna væri að batna en að Britney ætti þó enn langt í land með að ná stjórn á lífi sínu. “Það er sorglegt að allur heimurinn skuli þurfa að horfa upp á hana gera mistök sem við höfum öll gert,” sagði hún. "Britney Jean Spears er ljúfust og viðkvæmust allra barna minna. Hún þarf bara að finna út úr hlutunum.


mbl.is Spears sögð íhuga nálgunarbann á móður sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Svona er það bara að vera frægur því miður Sigfús minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.6.2007 kl. 14:37

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Kristín, það er nú ekki vafi að það hefur margt gaman og gott í för með sér, en það hlýtur að vera ömurlegt að eiga ekkert einkalíf, ekki einu sinni með sín allra persónulegustu mál.

Sigfús Sigurþórsson., 22.6.2007 kl. 14:59

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Frægðin hefur sínar dökku hliðar.

Svava frá Strandbergi , 22.6.2007 kl. 19:09

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ooooo, henni hefur sossum ekki leiðst umfjöllun, hingað til........

Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2007 kl. 02:11

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

maður hefði nú haldið að móðurkærleikurinn væri Ríkidæminu fremri ,en svona er þetta """svo tregaðast krosstré sem önnur tré"""Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 23.6.2007 kl. 18:27

6 Smámynd: halkatla

ég held að við vitum voða lítið um það sem raunverulega hefur verið í gangi hjá Spears familíunni - þrátt fyrir alla umfjöllunina. Britney greyið er hrak og er athlægi heimsins, þetta er náttúrulega til skammar að hún fái ekki einu sinni tækifæri til að verða heil á ný. Þó að ég þoli hana engan vegin þá finnst mér þetta grátlegt. 

halkatla, 24.6.2007 kl. 00:51

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já, svona er þetta bara, kannski væri ástandið á grey manneskjunni betra og hún öðruvísi ef hún fengi að eiga eitthvað einkalíf, ég trúi ekki öðru en að þrátt fyrir að fólk sækist eftir frægð, er bráðnausinleg að fá að eiga eitthvað persónulegt einkalíf í friði, en það er jú erfiðara eftir því sem frægðin er meiri og síðan eru sumir bara búnir að spila rassinn úr buxunum, og verða kannski enn frægari fyrir það.

Sigfús Sigurþórsson., 25.6.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 158873

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband