Vísnagátan 17 okt.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur.

 

Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum.

Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners 

Niðdimmt núna talið hægt

nú eru falin augu

þá skal finna hljótt og þægt

Þráinn, Sigga og Laugu.

.

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)             

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Allt er þetta bara til gamans gert, og veltum við okkur ekki alltof mikið uppúr bragfræði reglunum.

 

Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is 

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og fyrst ég kemst ekki í að svara fyrr en seinnipartinn læt ég tvær aukagátur inn.

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 07:49

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Einn hefir strákur illan sið,

úti á gluggum situr,

í endann tekur óhræsið

og út um kjaftinn flytur.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 07:50

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Án mín verður enginn vænn

varast aldur séðan

stundum gerist nokkuð grænn

geymum ekki téðan

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 07:50

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég hef nú ekki tekið þátt lengi en hér koma þrjár ágiskanir: Nætursjónauki, snigill og mygla.

Haukur Nikulásson, 17.10.2007 kl. 08:25

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll og blessaður Haukur, gaman að sjá ig aftur, var að fara út úr dyrunum er ég sá Athugasemd þína koma inn.

Nei, ekki er neitt af þessu rétt, betur má ef duga skal, bíð aðeins með að gefa vísbendingar.

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 08:30

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Svör þín við ATHS 2 og 3 eru hárrétt Gunnar Þór, en rangt við aðalgátunni.

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 19:23

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 2 er: Reykháfur/Slorsteinn.        

Rétt svar barst kl.: 08.31

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur hér.

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 19:38

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 3 er: Matur.        

Rétt svar barst kl.: 08.33

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 19:40

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Margur mundu segja að aðalgátan sé eitthvað sem tilheyri börnum, en fullorðnir koma þó oft við sögu þar.

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 19:45

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hhaha góóóður Gunnar Þór.

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 22:00

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við aðalgátunni er: Feluleikur.

Rétt svar barst kl.: 21.05

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 22:01

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hér er ein, jú dálítið sérá báti, varð til áðan er verið var spyrja mig hvað ég væri að horfa á í sjónvarpinu.

TeningurGatur

Hring eftir hring, um hlykjótta braut

hlátur og brosið frosið

himinn og jörð, fer gjörvöll í graut

glittir í frosið brosið.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)  

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 22:35

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Bæti hér við tveimur gátum, ef einhverjir vilja brjóta heilann til morguns.

TeningurGatur

Með eiganda hneigir sig misjafn einn

einatt hann flýr með Kára

gráleitur stundum, hjá mörgum seinn

sækist þá skítur í fjára.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)  

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 23:52

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Ómargt hefst að, hægur, þræll

hefur eitt viðut_nefni

þessi er oftast þreyttur og sæll

þótt hann ekkert stefni.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)  

Sigfús Sigurþórsson., 17.10.2007 kl. 23:53

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha Villi, já viðutan, nei ekki er það Villi.

#16> Er nokkuð sem fólk varð að fara erlendis til að berja augum hér áður fyrr, í dag er komin vísir af þessu hér á íslandi.

#18> Þetta er nokkuð sem einginn vill verða, allavega ekki þeir sem ekki eru það nú þegar, fólk verður þrælar þessa andsk%&//&.

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 07:56

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kem ekki til með að svara Ahugasemdum fyrr en seinnipartinn, þó er möguleiki á að ég verði í tölvusambandi í hádeginu, og mun þá að sjálfsögðu svara gátu svörum.

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 08:12

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

#16 Hárrétt kappi

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 16 er: Rússíbani.        

Rétt svar barst kl.: 11.11 18/10

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 12:20

18 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

#18> ekki rétt svar Gunnar, og kannski á ég þátt í því.

Stefsetningarvilla er í vísnagátu #18 = hefur eitt viðut_nefni > Þetta á að sjálfsögðu að vera hefur eitt viður_nefni.

Hér er um að ræða níðyrði, eða svo má segja, kemur af hegðun einstaklina.

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 12:26

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

#17 er svo líka nokkuð sem tilheyrir einstaklingum, þó minnihluta fólks.

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 12:28

20 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Ég meina meina. Nei ekki fitubolla, en fitubollunafn dregur nafn sitt af "neikvæðum" hlut hjá einstaklingi, eins og þetta í ATHS 18, en ég mundi segja miklu neikvæðara.

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 12:35

21 Smámynd: Elsa Rut Jóhönnudóttir

nr. 17, þunglyndi ? 

Elsa Rut Jóhönnudóttir, 18.10.2007 kl. 14:46

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Elsa Rut, nei ekki er það rétta orðið við #17, þetta er eitthvað sem fólk viljandi safnar, sumir allavega, og reindar minnihluti fólks.

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 16:13

23 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hárrétt hjá þér Gunnar Þór, flottur.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 18 er: Letingi.        

Rétt svar barst kl.: 15.55 18/10

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 16:14

24 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þá er sennilega ATHS 17 eina gátan sem enn er óleyst.

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 16:15

25 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Segðu okkur Gunnar Þór, hefurðu talið orðurnar þínar? eða gætir þú geiskað á fjallið?

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 16:16

26 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta vissi ég svo sem fyrir Gunnar, þú hefur sýnt það svo um munar að áhugi þinn er mikill í að láta reina á hugann, jú jú, til þess er líka þessi leikur gerður, að hafa gaman af.

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 19:21

27 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

En hver er eginlega með Kalla Tomm leikinn núna? er búinn að flakka um allt og finn hann ekki.

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 19:24

28 identicon

 # 17 er þetta hattur?

Sá Kalla Tomm leikinn í gærkvöldi hjá Helgu á lost.blog.is  Sveinn Elías Hansson tók keflið og hann talaði um að byrja kl. 21:00 í kvöld. (fylgist stundum með og hef mikið gaman af )  

Sigríður Karlsdóttir 18.10.2007 kl. 20:53

29 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Sigríður, ég vara einmitt búinn að finna það út.

#17: Nei ekki er svaið hattur, það þarf að hafa ögn meira fyrir þesu en að smella hatti á sig, þetta gæti líkst einhverju sem tengist grílunafni sem væri á hvolfi  Smá bull, en passar alveg við.

Sigfús Sigurþórsson., 18.10.2007 kl. 21:09

30 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Viðbót: þetta gengur upp og niður td. eftir orðaforða fólks í tali.

Sigfús Sigurþórsson., 19.10.2007 kl. 00:36

31 identicon

Hökutoppur?

Sigríður Karlsdóttir 19.10.2007 kl. 15:24

32 identicon

Skegg?

Sigríður Karlsdóttir 19.10.2007 kl. 15:25

33 identicon

Þessi gáta er alveg að fara með mig er að bræða úr kollinum á mér. En ekki þýðir að gefast upp þá heldur þetta bara vöku fyrir manni   Hvar er Gunnar - ég þarfnast hjálpar

Sigríður Karlsdóttir 19.10.2007 kl. 15:46

34 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Sigríður, það er alveg ljóst að þú þarfnast eingrar aðstoðar, GLÆSILEGT.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 17 er: Hökutoppur.        

Rétt svar barst kl.: 15.24 19/10

Rétt svar gaf: Sigríður Karlsdóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 19.10.2007 kl. 21:03

35 identicon

æ hvað ég ég er glöð. Mér fannst samt að ég væri ekki alveg á réttum slóðum. Manni hlýnar líka við hjartarætur við að fá svona medalíur - hef ekki nælt í þær síðan einhvern tímann á síðustu öld........ Takk fyrir mig

Sigríður Karlsdóttir 20.10.2007 kl. 00:29

36 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, mér finnst þúy nú bara fara létt með að næla þér í medalíurnar, og átt þær skilið.

Takk fyrir góða þáttöku Sigríður, og vonandi er hún ekki á enda.

Sigfús Sigurþórsson., 20.10.2007 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband