Ha, er verið að fara að kjósa á íslandi!

Ég er alveg sammála bæði ungum og öldnum í þessu viðtali, enginn hasar, sáralítið þref og skotin á milli flokka ákaflega máttvana.

Hvar eru ræðu kallarnir og konurnar, sem jafnvel létu sér ekki muna um að halda þrumu ræðu uppá kassa hér og þar og alstaðar?

Hvar er áróðurinn og slagurinn á milli flokka sem telst vera á mörkum þess að vera saknæmur?

Núna bjóða flokkar bara upp á pulsur, kók og blöðrur, einnig í Húsdýragarðinn og ýmsar aðrar skemmtanir sem koma stjórnmálum hreinlega ekkert við. Er það þetta það sem ræður úrslitunum hvaða flokk fólk kýs? það allavega gerir það hjá mörgum, því annars væru flokkarnir ekki í þessu skemmtana brölti.

Flokkar keppast við að troða og stífla alla póstkassa hjá fólki af myndum af þeim sem í kjöri eru og fagurgala lesefni þar sem ekkert er til sparað, hvorki í pappír né pening.

Flokkarnir halda fundina en lítið ber á að einstaklingar flokkanna séu að þenja sig á almanna færi, stjórnmálamenn fara 3 og 4 saman á vinnustaði ef þeir þá standa nokkuð í svoleiðis veseni, eitthvað hefur verið samt um það.

Ég er svo sem ekki alstaðar og hef aldrei verið, og ætla því ekki að alhæfa allt þetta á allt og alla.

Þessi dauflegheit yfir kosningunum gerir það að verkum að ég er steinhissa á hve fáir sem ég tala við eru óákveðnir, flestir virðast vera búnir að ákveða sig, sem ekki er í takt við þessar sveiflur sem skoðanakannanir eru að sýna.

 >Hlusta á frétt<

En sem sagt, ekki kæmi það mér neitt á óvart að einhver segði - Ha, er verið að fara að kjósa? hvenær?


mbl.is Dauf kosningabarátta að mati kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

maður varla tekur eftir því að kosningar eru i vændum

Ólafur fannberg, 8.5.2007 kl. 07:59

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ha er verið að fara að kjósa ?

Kristberg Snjólfsson, 8.5.2007 kl. 08:59

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já, og það finnast greinilega mörgum fyrst það kemur í fréttum.

Sigfús Sigurþórsson., 8.5.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband