Svona byrjuðu boðin og bönnin í Kína.

 

 Allt byrjaði þetta í Kína með léttum umræðum sem svo  skiluðu engu, og á endanum tóku kínversk stjórnvöld   neteftirlitið í sínar hendur, og ekki leið á löngu þar til  þúsundir manns voru komnir í að fylgjast með vefsíðum  landsmanna, nú er svo komið að stjórnvöld eru afar umdeild  í þessum "árásum" sínum á einka hagi fólks, því stjórnvöld  loka og læsa vefum eins og þeim sýnist, og eru nú afar  miklar gagnrýnis raddir í gangi, fólk ræður akkvurat engu.

Kannski er það þetta sem fólk vill, hef ég nú samt meyri trú á að almenningur á íslandi vilji taka þetta í sínar hendur, eeeen hvernig skal það framkvæmt? hver á að fylgjast með að þetta og hitt heimilið sinni sínum skildum?

En ósóminn er til staðar á netiu og eitthvað verður að gera, spurningin er bara HVAÐ Á AÐ GERA?

 

Frétta myndskeið


mbl.is Netið er eins og stórborg án lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Já ósóminn er á netinu og hefur verið á því.

Þróun netsins á klámfyrritækjum mikið að þakka. Næstum öll framþróun á net tækni hefur komið fram af tilstöðlan klámframleiðenda og dreifenda á netinu. En það bæti ekki að inn á milli þess sem getur talist "löglegt" klám. Þ.e.a.s. klám milli sjálfráðra einstaklinga á þvingunar, er viðbjóðurinn sem við viljum öll losna við.

En getur verið að netið sé einfaldlega spegilmynd af raunverulegum vanda?  Er barnaklám slæmt útaf því að því er dreift á netinu? Nei það er slæmt og ógeðslegt í sjálfum sér. Við þurfum að leita orsakanna og koma í veg fyrir þær en ekki berjast ávalt við afleiðingarnar. Það er eins og slást við eigin skugga.

Boð og bönn á netinu myndu engu skila. Þeir sem eru að brjóta af sér hirða ekkert um þau. Þeir sem eru með ólögleg efni hlaða þau oft niður á varnarlausar tölvur út í bæ. Þar er efnið geimt og eigandi hefur ekki hugmynd um það.

Fannar frá Rifi, 30.5.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg gæti ekki sagt þetta betur/Fannar frá Rifi/Eru ekki sammála þessu Sigfus/kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 30.5.2007 kl. 20:26

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Jú Fannar, það er á hreinu að netvæðingin hefur stóraukið og dreift út kláminu, því getur enginn neitað. En er þetta ekki alltaf þannig, að með deyfingu á einhverju góðu sem vinsælt verður, verða til allskonar ólöglegt efni?

Ég er algerlega sammála því að eitthvert allsherjar bann  mundi engu skila, þetta er glæpalið sem ekki mundi vera í neinum vandræðum með að hunsa og fara framhjá slíkum bönnum.

En hvað er þá til bragðs? er það svo einfalt að segja að heimilin eigi að sinna eftirlitinu?  gaman væri að fá úttekt einhverskonar á því hve mörg heimili mundu sinna þeirri skildu sinni af einhug.

Jú Halli minn, að sjálfsögðu erum við sammála Fannari vestan frá Rifshöfn, það er líka eins gott, ef ég man rétt er hann að læra lögfræði eða eitthvað álíka.

 Þetta er hárrétt hjá þér Skúli, fara skal að öllu með gát, já þú átt þá væntanlega myndagrínið í Köben. Og eins og þú réttileg a segir, er þetta afbrota fólk í klámiðnaðinum mjög svo hugmyndaríkt, og annað, að í þeirra röðum eru mikið til af algjörum tölvu gúrúum svo þeir verða aldrei í vandræðum með að koma efni sínu á netið í dreifingu.

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 21:19

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Kannski er það af hinu besta að við höfum ekki neina eina alhliða lausn á öllum vandamálum.

Svona stórt vandamál eins og grasserar víða á netinu þarf samstill átak foreldra, fyrirtækja, stjórnvalda og alþjóðastofnanna.  

Það væri hægt að leysa vandan sem felst í aðgangi ungmenna undir lögaldri að klám efni á netinu með eftir farandihætti: að öll lén sem hýsa klám yrðu að vera á slóð eins og td. .sex eða .xxx . Það væri samt ekki nóg. Það þyrfti tölvu búnað sem gæti gert foreldrum kleyft að loka á síður með þessu léni. ég hef heyrt að foreldrarbúnaður i vista sé búinn einhverju slíku en ég þekki það ekki nóga vel.

En þá komum við að vandanum sem fylgir per to per niðurhali. Þar er enginn milli liður og einstaklingar senda sín á milli efni og spyrja ekki um aldur. Napster var upphafið á þessu og núna er torrent það sem allir nota.

Í raun og veru er ekki hægt að koma í veg fyrir ósóman á netinu. Póst þjónar á netinu af reynsluna á því. Þegar þeir útiloka öll skeyti sem innihalda orð eins t.d. Viagra þá er er því einfaldlega breytt í Vi@gra og svo framvegis. eina leiðinn til að stoppa það væri að útiloka að hægt sé að koma efninu á netið. 

Þannig að enginn heilstæð lausn er fyrir hendi og við verðum að reyna að vinna með það sem við getum og einfaldlega fylgjast með börnum okkar. 

Ég get nú ekki gert tilkall til þess að stunda lögfræði nám en ég er í Heimspeki, Hagfræði og Stjórmálafræðinámi á Bifröst.  

Fannar frá Rifi, 30.5.2007 kl. 22:33

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já, þegar stórt er spurt verður fátt um svör.

Ég tel það útilokað að komast fyrir þennan vanda á einn eða neinn hátt, eina leiðin er að stjórnvöld, heimili og þjónustuaðilar standi saman í að hefta þetta á allan þann hátt sem mögulegt er, og sífeldar áminningar um aðgæslu barna að netinu.

Dóttir mín 7 ára er með 4 nettengdar tölvur hér á heimilinu (ég bara þrjár) en sem betur fer hefur hún einvörðungu áhuga á þremur vefsíðum, ENNÞÁ.

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 23:29

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já með lögfræðinginn.

Fyrirgefðu að ég skildi klína þessum ófögnuði á þig Fannar ég mundi bara að þú varst í einhvers konar fræði námi.

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 23:32

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er nú í lagi að hreinsa aðeins til, sumir hafa báborið siðgæði við getum ekki samþykkt hvað sem er á netinu.  Kínverjar eru auðvitað alltof öfgvafullir og ekki í neinum takti við nútímann.

Ester Sveinbjarnardóttir, 31.5.2007 kl. 01:56

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ Ester, allt í lagi að hreinsa aðeins til segir þú, og dettur mér þá í hug að meinir að einhver stöðvi eitthvað efni, og erum við, eða allavega ég alveg sammála því, og það gæti til dæmis verið netþjónninn þinn sem framhvæmdi þá aðgerð, kannski eftir ábendingum fólks eða eitthvað álíka.

Annars held ég að sú aðgerð verði mjög svo erfið, þar sem þessir þrjótar hafa þetta alltsaman í hendi sér.

Vonandi eigum við eftir að finna þolanlega leið þegar fram líða stundir, það hef ég allavega trú á, þó ekki mikla.

Sigfús Sigurþórsson., 31.5.2007 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband