Vísnagáta dagsins 5 okt.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur.

 

Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum.

Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Undir beið þar bjáni einn

bragða vildi kiðin

tregur var hann, heldur seinn

hvarf með tóman kviðin.

.

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)             

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Allt er þetta bara til gamans gert, og veltum við okkur ekki alltof mikið uppúr bragfræði reglunum.

 

Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is 

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Líður þungur, langur oft

lán að þreytist síðar

stundum stígur upp á loft

skaða veldur víðar.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 5.10.2007 kl. 06:22

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og ekki stóð á því kappi, hvorutveggja er rétt.

Rétt svar er: Tröllið og kiðlingarnir þrír.

Rétt svar barst kl.: 07.11

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 5.10.2007 kl. 07:16

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 1 er: Reykur.        

Rétt svar barst kl.: 07.11

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 5.10.2007 kl. 07:17

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Hvað er það, sem ekki er

öðruvísi en eg og þú?

en svo mikið af oss ber,

eins og ljón, að sögn, af kú.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)    

Sigfús Sigurþórsson., 5.10.2007 kl. 07:27

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Þegi fæddur enn eg er,

ekki í móðurkviði þó;

inni fallegt á eg mér,

uni eg þar með góðri ró.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)   

Sigfús Sigurþórsson., 5.10.2007 kl. 07:31

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Þegjandi mælir þerna hér

þrætum eyðir ljótum,

sigurnagla sú þó ber

sér í tungurótum.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)  

Sigfús Sigurþórsson., 5.10.2007 kl. 07:34

7 Smámynd: Gunnar Kr.

#6 kveiki ég ekki á, gott væri að fá vísbendingu.

#7 giska ég á ungi sem er að klekjast út úr eggi.

#8 held að það sé einhverskonar mælir, e.t.v. þrýstimælir eða hitamælir með vísi. 

Gunnar Kr., 8.10.2007 kl. 11:51

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góður Gunnar Kr.

ATHS 6> Þetta er ákveðin mennsk staða, ekki til hér á landi.

Hitt er rétt.

Sigfús Sigurþórsson., 8.10.2007 kl. 12:26

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 7 er: Ungi í eggi.        

Rétt svar barst kl.: 11.51  (8/10)

Rétt svar gaf: Gunnar Kr. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur.

Sigfús Sigurþórsson., 8.10.2007 kl. 12:28

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 8 er: Vog.        

Rétt svar barst kl.: 11.51  (8/10)

Rétt svar gaf: Gunnar Kr. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur.

Sigfús Sigurþórsson., 8.10.2007 kl. 12:29

11 Smámynd: Gunnar Kr.

#6 Þá dettur mér í hug Páfi... Er það í áttina?

Gunnar Kr., 8.10.2007 kl. 13:13

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Gunnar meistari Kr. ekki er það neitt í áttina, en maður gæti haldið stundum að páfinn sé valdameiri, en svo er samt ekki, þessi er líka algengur í ákveðnum leik.

Sigfús Sigurþórsson., 8.10.2007 kl. 18:51

13 Smámynd: Gunnar Kr.

Einhver sem er eins og ég og þú, en ber af eins og ljón af kú... hmmm...

Þá dettur mér í hug fegurðardrottning, eða vaxtarræktarmaður? Jón Páll kannski?

Gunnar Kr., 8.10.2007 kl. 19:37

14 Smámynd: Gunnar Kr.

Ah... ég las „leik“ en hugsaði „keppni“. En það er líka hægt að keppa í skák... svo þetta gætu verið kóngur og drottning?

Gunnar Kr., 8.10.2007 kl. 19:39

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, þú ert bara talandi skáld Gunnar, og eins og ég vissi, stóð ekki lengi á réttu svari.

Sigfús Sigurþórsson., 8.10.2007 kl. 19:44

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 6 er: Kóngur.        

Rétt svar barst kl.: 19.39  (8/10)

Rétt svar gaf: Gunnar Kr. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnur.

Sigfús Sigurþórsson., 8.10.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

 • ...s8000652
 • ...s7000479
 • ...s7000525
 • ...s7000530
 • ...s7000558
 • ...s7000463
 • ...s6000810
 • ...s7000409
 • ...s7000389
 • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Des. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.12.): 0
 • Sl. sólarhring: 1
 • Sl. viku: 8
 • Frá upphafi: 155715

Annað

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 6
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

6 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband