Vísnagáta dagsins 8 okt.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurţórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomiđ ađ spreyta sig á vísnagátum ţeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma međ svör og svar tillögur.

 

Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum.

Ef ráđning gátu gengur illa, er tilvaliđ hjá fólki ađ óska eftir vísbendingu.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurţórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurţórssonar / Partners 

Saman strengdir seggir tveir

viđ saur oft búa,

nćtur sveingeir ţola ţeir

og ţrćldóms lúa.

.

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt ţótt höfundarnafn vanti.)             

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurţórssonar / Partners / hugsuđurinn

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á ţessari bloggsíđu eru eftir hina og ţessa höfunda, og mig sjálfan, óskađ er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt ţótt höfundarnafn vanti, enda mun ţađ klárlega koma fyrir hjá mér ađ ég viti ekki höfundarnafniđ á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum viđ athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á ađ aukagátur verđi settar inn í Athugasemdir, eftir ađ rétt svar hefur borist í síđustu gátu hverju sinni.

 

Allt er ţetta bara til gamans gert, og veltum viđ okkur ekki alltof mikiđ uppúr bragfrćđi reglunum.

 

Vísnagátur eru vel ţegnar, hver sem höfundur ţeirra er og sendist ţá á iceland@internet.is 

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurţórssonar / Partners


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurţórsson.

Hárrétt meistari.

Rétt svar viđ ađalgátunni er: Skór.

Rétt svar barst kl.: 13.44

Rétt svar gaf: Gunnar Ţór Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurţórssonar / Medalía

Höfundur gátu: G.J.

Sigfús Sigurţórsson., 8.10.2007 kl. 17:58

2 Smámynd: Sigfús Sigurţórsson.

Ég var nú ađ vona ađ einhver af ţeim sem eru ađ fylgjast međ og reyna viđ gátur hér hafi skellt inn aukagátu, svona vegna ţess hve seint ég komst í ađ svara og setja inn aukagátu, líkt og Gunnar Kr. gerđi um daginn.

Jćja, hér kemur ein.:

TeningurGatur

Vér erum brćđur taldir tíu,

titil fullkominn hafa níu,

en sá tíundi engan ber,

gangi hann samt á undan okkur,

agtast hann minna en hinna nokkur;

geti nú menn hver ćttin er.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt ţótt höfundarnafn vanti.)   

Sigfús Sigurţórsson., 8.10.2007 kl. 18:08

3 Smámynd: Sigfús Sigurţórsson.

Hárrétt meiatari, afsakiđ hve seint svariđ kemur frá mér, á erfitt međ ađ sinna tölvumálum ţessa dagana.

Sigfús Sigurţórsson., 9.10.2007 kl. 20:52

4 Smámynd: Sigfús Sigurţórsson.

  • Rétt svar viđ ađalgátunni er: Tölustafir.

    Rétt svar barst kl.: 00.19

    Rétt svar gaf: Gunnar Ţór Jónsson

    Höfundur gátu: Ókunnur.

Sigfús Sigurţórsson., 9.10.2007 kl. 21:25

5 Smámynd: Gunnar Kr.

Ég hef líka veriđ svo upptekinn, en hér er ein í gamni, handa öllum ađ spreyta sig á:

Unglingarnir allir fá,
ekki kemur nokkur.
Hátta og sofa mannfólk má,
málmhlíf sýnist okkur.

Gunnar Kr., 12.10.2007 kl. 19:44

6 Smámynd: Gunnar Kr.

Og svo
ein í
viđbót:

Bakhluti á okkur er,
einnig mistök telja.
Sammála um hluti hér,
hérna vil ei dvelja.

Gunnar Kr., 12.10.2007 kl. 19:49

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Vísa í athugasemd 7:

bóla ?

(unglingar fá allir bólur, ţađ bólar ekki á nokkrum, mannfólkiđ fer í bóliđ, teiknibóla... hmmm.. ) ...langsótt   ... ţađ má reyna !

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.10.2007 kl. 21:37

8 Smámynd: Gunnar Kr.

Ţađ er hárrétt,

Jóhanna Magnúsar-

og Völudóttir!

Unglingabóla, graftarbóla.

Ţađ bólar ekki á neinum.

Til er orđatiltćkiđ ađ bóla sig, í merkingunni ađ fara ađ hátta og sofa.

Teiknibóla, hnakkbóla, hvelfd úr málmi.

Ég held ađ ég láti Sigfúsi eftir ađ deila út medalíum, enda er hann međ medalíukassann á borđinu sínu.

Gunnar Kr., 13.10.2007 kl. 16:18

9 Smámynd: Sigfús Sigurţórsson.

Haha, já já, hér er fullur kassi af medalíum, en fljólegt er líka bara hjá ţér Gunnar Kr. ađ taka Coby af  ţeim sem ţegar eru inn komnar.

Rétt svar viđ vísnagátu í ATHS 7 er: Bóla.        

Rétt svar barst kl.: 21.37 12/10

Rétt svar gaf: Jóhanna Magnúsar og Völudóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurţórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Gunnar Kr.

Sigfús Sigurţórsson., 13.10.2007 kl. 21:39

10 Smámynd: Gunnar Kr.

Til ađ gefa smá vísbendingu vegna gátunnar í #8, ţá á síđasta línan viđ einhverskonar útnára ţar sem enginn vill vera... jafnvel vegna ţess ađ ţar er of vindasamt.

Gunnar Kr., 14.10.2007 kl. 00:45

11 Smámynd: Sigfús Sigurţórsson.

Tengist ţetta ekki örugglega Raufarhöfn?

Sigfús Sigurţórsson., 14.10.2007 kl. 12:15

12 Smámynd: Gunnar Kr.

Ţú ert ótrúlega nálćgt lykilorđinu Málfríđur Hafdís. Ţú ert meira ađ segja búin ađ nefna orđiđ, en bćttir óţarflega miklu viđ ţađ...

Ţađ getur vel veriđ ađ stundum sé svona á Raufarhöfn, en ţađ eru margir ađrir stađir líka. 

Gunnar Kr., 14.10.2007 kl. 16:39

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Bakhluti á okkur er,   = rass
einnig mistök telja.   =
fullseint í rassinn gripiđ
Sammála um hluti hér,  = ?
hérna vil ei dvelja. = lengst útí rassi

Lykilorđiđ ćtti ađ vera: rass ????..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.10.2007 kl. 17:43

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Bćti viđ:

Sammála um hluti hér = sumir segja: ég er ekki rass sammála ..  ....

Hintiđ kom ađ vísu ţegar ţú sagđir frá ţví ađ Málfríđur Hafdís vćri svona nálćgt lykilorđinu svo viđ skiptum ţessu á milli okkar...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.10.2007 kl. 17:47

15 Smámynd: Sigfús Sigurţórsson.

Ţarna voru afar lumskar línur, flott hjá ţér Jóhanna. Sjáum hvađ Gunnar Kr. segir um ţetta.

Sigfús Sigurţórsson., 14.10.2007 kl. 20:35

16 Smámynd: Sigfús Sigurţórsson.

Sćl Málfríđur, ekkert mál, en ţú ţarft ađ kanna hvort vísurnar séu ekki hreinlega verk ömmu ţinnar.

RASSGAT!  hvađ ef ţú skiptir orđinu í tvennt? RASS GAT?

Sigfús Sigurţórsson., 15.10.2007 kl. 07:39

17 Smámynd: Gunnar Kr.

Jú, Jóhanna, Sigfús má slengja á ţig medalíu!

Bakhluti á okkur er, = Rass, sitjandi, botn, sittu kyrr á rassinum.
einnig mistök telja. = Renna á rassinn međ eitthvađ, mistakast viđ eitthvađ.
Sammála um hluti hér, = Ţađ er sami rassinn undir ţeim báđum, eru sammála.
hérna vil ei dvelja. = Afskekktur stađur, vondur stađur. Hundsrass, illviđrarass.

Vel ađ verki stađiđ Jóhanna, en gatinu var ofaukiđ Málfríđur. („Gat skeđ,“ hugsar hún núna...)

Gunnar Kr., 15.10.2007 kl. 09:24

18 Smámynd: Sigfús Sigurţórsson.

Rétt svar viđ vísnagátu í ATHS 8 er: Rass.        

Rétt svar barst kl.: 17.47 15/10

Rétt svar gaf: Jóhanna Magnúsar og Völudóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurţórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Gunnar Kr.

Sigfús Sigurţórsson., 15.10.2007 kl. 12:19

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir mig ! ..  eitt sinn nörd ávallt nörd ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.10.2007 kl. 14:48

20 Smámynd: Sigfús Sigurţórsson.

Ţetta voru nokkuđ góđar gátur hjá meistara Gunnari.

Einmitt, eitt sinn nörd, svo bara ALGJÖR NÖRD.

Um ađ gera Málfríđur.

Sigfús Sigurţórsson., 15.10.2007 kl. 18:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 158919

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

250 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband