Vísnagáta 26/10.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur.

 

Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum.

Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners 

Vont er að hlýða, viljum ei sjá

viljum þó hafa sumar

ferlega sumir sýna og tjá

sumar samt gamlar og hrumar.

.

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)             

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Allt er þetta bara til gamans gert, og veltum við okkur ekki alltof mikið uppúr bragfræði reglunum.

 

Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is 

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Röndóttur lék sér eitt lítið skinn

leikur um tíma fór illa

skildi í djúpi, við alandann sinn

synir og dætur hann hylla.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Við matinn oft staðið, og setið á

sjáum oft eftir þessum

prjónið var fagurt og sterklegt að sjá

síðan við hveðjum og blessum.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 25.10.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Reyður og ranglátur, stundum er falinn

rumur með staf sinn í hendi

styrknum hann stýrir, sem mikill er talinn

skringilegt farið nú sendi.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 26.10.2007 kl. 00:01

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góóður meistari, og þetta svar hefur komið áður við annarri gátu, eins og þú pottþétt manst.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 1 er: Nemo.

Rétt svar barst kl.: 08.38

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 26.10.2007 kl. 08:57

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, það er alveg á hreinu, að sá sem á 9 barnabörn, kemmst ekki hjá þ´vi að kynnast Nemo, góður.

Reglur er einmitt svarið við aðalgátunni Gunnar, helv%$#%&#$ ertu góður.

Sigfús Sigurþórsson., 26.10.2007 kl. 12:10

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við aðalgátunni er: Reglur.

Rétt svar barst kl.: 09.04

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 26.10.2007 kl. 12:11

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

#2 kollur?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 21:21

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Hrönn, ekki er svarið KOLLUR við #2

 Ef við aðeins ruglum setningunum er þetta máské örlítið skírara.:

prjónið var fagurt og sterklegt að sjá

síðan við hveðjum og blessum.

sjáum oft eftir þessum

Við matinn oft staðið, og setið á

 

 

 

Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 10:40

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei málfríður, ekki er #2 bekkur.

Við matinn oft staðið, EN setið VAR á

 

sjáum oft eftir þessum> Hér er greinilegt að þetta hefur átt sér líf, sumir blessa HANN þegar líf HANS er tekið

 

prjónið var fagurt og sterklegt að sjá> prjónið VAR fagurt,,, í lifandi lífi.

 

síðan við hveðjum og blessum.> Nokkuð sem við oft blessum, bæði í lifanda lífi, og eins við fyrstu hendinguna.

Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 23:55

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

#3 er ekki heldur rétt Málfríður, ekki Star trek.

Reyður og ranglátur,

rumur með staf sinn í hendi> Einhver sem einhverju ræður, hefur einhverskonar staf í hendi sem sýnir vald hanns, getur jafnvel notað hann til framhvæma næstu hendingu.

 

styrknum hann stýrir, sem mikill er talinn

skringilegt ????farið nú sendi.

Sigfús Sigurþórsson., 29.10.2007 kl. 00:00

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Svona hefði vísnagátan #2 verið betri.:

Við matinn nú staðið, en setið var á

sjáum oft eftir þessum

prjónið var fagurt og sterklegt að sjá

síðan við hveðjum og blessum.

Sigfús Sigurþórsson., 29.10.2007 kl. 00:08

12 Smámynd: Kolgrima

Er svarið við #2 hestur?

Kolgrima, 29.10.2007 kl. 04:31

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki var skáldið Kolgrima í vandræðum með þessa.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 2 er: Hestur.

Rétt svar barst kl.: 04.31

Rétt svar gaf: Kolgrima. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 29.10.2007 kl. 07:52

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá er bara ATHS3 eftir hér, og svo tvær þann 28/10

Sigfús Sigurþórsson., 29.10.2007 kl. 07:58

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Málfríðu, það er miklu meira gaman af gátum þurfi maður aðeins að hafa fyrir því að finna útúr þeim,,,,, svoooo, þú ert bara að segja að gátan sé eitthvað slík.

Ekki er svarið Hringadrottningasaga,,, en klárlega er þetta ekki raunverulegt,,, sumir halda því fram.

 

Reyður og ranglátur, stundum er falinn

rumur með staf sinn í hendi> Hér er einhver á ferð sem mikið vald hefur, og notar jafnvel einhverskonar staf, sem hann beinir???

 

styrknum hann stýrir, sem mikill er talinn> Getur beint miklum krafti til okkar?

 

skringilegt farið nú sendi.> Eitthvað er búið að vera öðruvísi en vera ber hér á landi, að undanförnu, er það ekki?

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 12:29

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, akkvurat Málfríður.

Þetta var flott hjá þér, er búinn að heira í mörgum sem voru að springa á þessari.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 3 er: Veðurguðinn.

Rétt svar barst kl.: 13.20  31/10

Rétt svar gaf: Málfríður Hafdís Ægisdóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 13:31

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Set inn nýjar gátur seinnipartinn, ellegar snemma í kvöld.

Sigfús Sigurþórsson., 31.10.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband