Vísnagáta 28/10.

 Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Teningurinn

 

Öllum eru velkomið að spreyta sig á vísnagátum þeim sem hér birtast á partners.blog.is, og koma með svör og svar tillögur.

 

Svartillögur og rétt svör birtast í Athugasemdum.

Ef ráðning gátu gengur illa, er tilvalið hjá fólki að óska eftir vísbendingu.

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners 

Bundin saman, böndum tveim

barðist við líf og dauða

smölum saman öllum heim

settur í ganginn auða.

.

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.)             

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners / hugsuðurinn

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, og mig sjálfan, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

 

Allt er þetta bara til gamans gert, og veltum við okkur ekki alltof mikið uppúr bragfræði reglunum.

 

Vísnagátur eru vel þegnar, hver sem höfundur þeirra er og sendist þá á iceland@internet.is 

 

Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Partners


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og gerum þetta strax svolítið fjölbreittara, set strax inn 2 til 3 aukagátur.

Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 12:19

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Birta mér fréttir, margir í senn

meðan ég opna og loka

á lifandi minnast, og dána menn

mest þó um illsku og hroka.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 12:20

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Karl á fætur fór um nótt,

flanaði út með geð órótt,

vit sitt lagði á vegginn hljótt;

vil eg þetta ráði drótt.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 12:20

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

TeningurGatur

Kemur í vondu, kannski í góðu

karlinn upprís úr honum

stuggað er til, með tækjunum óðu

troðinn af mönnum og konum.

------------------------------

Svar óskast, og helst höfundarnafn.

(Rétt svar er fullgilt þótt höfundarnafn vanti.) 

Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 12:20

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Minni á að ekki er búið að leysa úr öllum frá 26/10

Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 12:21

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það passar nú bara alsekki svo illa við, en er samt ekki það svar sem ég leita eftir.

Ég sé flest af þessu í morgunsárið.

Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 18:54

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

#2 Dagblöð?

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 21:31

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta kallar maður að vera sammála, og það á sömu nínútunni, eða svo.

Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 21:48

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 2 er: Dagblöðin.        

Rétt svar barst kl.: 21.31

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 28.10.2007 kl. 21:50

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég hlýt að vera rosalega þunn. Ég hef aldrei getað fundið neitt út úr vísnagátunum þínum. Er lika svona slöpp í krossgátum.

Svava frá Strandbergi , 29.10.2007 kl. 00:01

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, nei Guðný mín,, það er á hreinu að þetta kemur vitsmunum ekki mikið við,,,, margur er afar klár í gátur, já og krossgátum þótt hann/hún kunni ekki einusinni að reima skóna sína.

Glæsileg myndin þín.

Sigfús Sigurþórsson., 29.10.2007 kl. 00:05

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég ætla að bara að senda þér kveðju og takk fyrir mig.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 18:27

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

sömuleiðis Kristín, og kærar þakkir.

Sigfús Sigurþórsson., 29.10.2007 kl. 18:52

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 4 er: Snjór.        

Rétt svar barst kl.: 20.10  29/10

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson (medalíumeistari). Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 29.10.2007 kl. 20:23

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þessi vafðist ekki lítið fyrir mér,,,, og náði ég einganveginn að ráða hana, varð að kíkja á svarið fyrir rest.

Hér er ym trúmál að ræða

Sigfús Sigurþórsson., 29.10.2007 kl. 20:41

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

Alveg HÁRRÉTT meistari.

Rétt svar við vísnagátu í ATHS 3 er: Biblía.        

Rétt svar barst kl.: 21.13  29/10

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: Ókunnugur.

Sigfús Sigurþórsson., 29.10.2007 kl. 22:36

17 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Bara svona að minna á að aðalgátan er eftir,,,, og svo ein þann 26/10

Sigfús Sigurþórsson., 29.10.2007 kl. 22:50

18 identicon

Aðalgátan er frekar djúp - Er þetta Stig(i) ?

Stefán 30.10.2007 kl. 22:56

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Stefán, hvorugt er það.

Tilv.: Þetta tengist búskap, hverskonar, það er að segja þar sem skepnur eru.

Sigfús Sigurþórsson., 30.10.2007 kl. 23:02

20 identicon

Baggi

1. Heybaggi

2. Baggi í LOTR

3. Heyskapurinn

4. Gangurinn auði er þá garðinn í fjárhúsunum

Stefán 30.10.2007 kl. 23:12

21 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er bara ljómandi gott meistari Stefán.

Sigfús Sigurþórsson., 30.10.2007 kl. 23:24

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

Rétt svar er: Heybaggi.

Rétt svar barst kl.: 23.12  30/10

Rétt svar gaf: Stefán             Vísna gátur Sigfúsar Sigurþórssonar / Medalía

Höfundur gátu: SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 30.10.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

 • ...s8000652
 • ...s7000479
 • ...s7000525
 • ...s7000530
 • ...s7000558
 • ...s7000463
 • ...s6000810
 • ...s7000409
 • ...s7000389
 • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Des. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.12.): 0
 • Sl. sólarhring: 1
 • Sl. viku: 8
 • Frá upphafi: 155715

Annað

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 6
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

6 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband