Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Bjarni var bara barn.

Ég man þegar Bjarni tók við þessi fjármála braski eins margir kölluðu þetta á sínum tíma, mér fannst Bjarni vera bara krakki á þessum tíma, fyrir ekki meyr aen tíu árum eða svo. Ekki leið á löngu þangað til almenningu sá að þarna var jú barn á ferð, en þetta var hreinlega undrabarn, og það hefur Bjarni sýnt allar götur síðan, prúður með endemum og kurteis.

Ég hef trú á að Lárus Welding sé mjög verðugur að þessu starfi og á ekki von á öðru en að þessu batteríi verði áfram vel stýrt.

Frétta mynndbandið


mbl.is Lárus tekur við af Bjarna sem forstjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúir einhver því að fátæktinni verði eytt á næsta kjörtímabili?

Við þessa frétt á Mbl. er nákvæmlega eingu að bæta, bara ein spurning. Trúir því einhver að henni (fátæktinni) verði eytt á næsta kjörtímabili?

Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi

„Það er krafa dagsins að fátækt verði útrýmt í einu ríkasta landi veraldar," segir í ávarpi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, Bandalags háskólamanna, Kennarasambands Íslands og Iðnnemasambands Íslands í tilefni af baráttudegi verkamanna, 1. maí.

Í ávarpinu segir, að á tímum aukins misréttis og vaxandi ójafnaðar í tekjuskiptingu þjóðarinnar sé mikilvægt að launafólk snúi bökum saman til að bæta kjör launafólks og vinna að því að útrýma fátækt í landinu. Yfir 5000 börn á Íslandi lifi undir fátæktarmörkum og bilið milli ofurlaunamanna og þeirra sem lifa á almennum launakjörum breikkar stöðugt. Þeir sem hafi lifibrauð sitt af fjármagnstekjum búa við allt aðra skattlagningu en almennt launafólk. Þetta misrétti í launa- og skattamálum verði að uppræta.

Þá þurfi að gera stórátak í að bæta kjör aldraðra og öryrkja og mikilvægt sé, að draga úr tekjutengingu bóta.

Baráttufundir í tilefni dagsins verða um allt land. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi kl. 13 en gangan leggur af stað kl. 13:30 niður Laugaveg á Ingólfstorg þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Þar mun Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, m.a. flytja ávarp.

 

Ávarp í tilefni af 1. maí

Dagskrá Einingar-Iðju á Akureyri 

 

 

 


mbl.is Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu gráta börnin.

Einkennileg trú þetta.

.

Að sjálfsögðu gráta börnin, gráta af hræðslu hjá þessum ferlíkjum.

.

En á hvorri myndinni heldur þú að barnið gráti hærra og sé óttaslegnara?

 

Þessari mynd?

Fréttamynd 427128

 

 

Eða þessari?

Submit your best caption for this picture!

 


mbl.is Keppt í grátstöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælis og sumarhátíð Einstakra Barna sem haldin var í Íþróttahúsi Gerplu í gær.

Í gær fórum við Guðbjörg Sól á afmælis og sumarhátíð Einstakra Barna sem haldin var í Íþróttahúsi Gerplu.

Þetta var alveg mögnuð skemmtun, ábyggilega hafa verið þarna hátt í eða yfir 300 manns.

Þarna var margt fyrir börnin, svo sem hoppukastalar, andlitsmálanir skemmtikraftar, hljómlistar fólk, happadrætti, grillaðar pylsur og risa afmælisterta vegna 10 ára afmælisins.

Sif Friðleifsdóttir flutti stutt ávarp, lofaði þetta þarfa félag sem Einstök Börn er.

Börn og fullorðnir nutu sín alveg með eindæmum og börnin hreinlega misstu sig í að leika sér í hoppuköstulunum og svo dýnum og dóti íþrótta hússins Gerplu.

Ekki er að ástæðalausu sem félagið ber nafn sitt, það er á hreinu.

 

> Sjámyndir <


Ekki á íslendinga logið.

Fréttamynd 427063Það er sama hvar komið er við útí hinum stóra heimi, alstaðar skulu íslendingar vera í fremstu röð.

Afar ánægjulegt að Garðar Thor skuli ná að vera í fyrsta sætinu á breska listanum, og flotta að komast í ITV, sem er frábær auglýsing og kynning.

 

Sjá og hlusta á myndabandið á ITV


mbl.is Plata Garðars Thors enn í efsta sæti á klassíska listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr heyr og meir meir.

Hér tek ég undir hvert atriði, og vona ég að hvað flokkur sem kemst að verði með þessi atrið á sinni stefnuskrá.

Ég hef nú ekki mikinn skilning á flokki sem ekki ætlar að taka á þessum málum, og vill ég trúa því að sá flokkur sem kemst að taki á þessum málum sem Samfylkingin er að gefa út að hún muni gera, td.:

 

Að gripa til aðgerða til að eyða biðlistum á BUGL og Greiningastöð ríkisins og að veitt verði bráðaþjónusta allan sólarhringinn fyrir börn með geðraskanir og aldraða.

 

Að eyða biðlista þeirra sem eru í brýnni þörf.

 

ÞAð er náttúrulega alveg forkastanlegt að 276 börn séu á biðlista Greiningarstöðvar ríkisins. Þau bíða greiningar á þroskafrávikum þannig að leikskólar, skólar eða aðrir stuðningsaðilar geti hafið viðeigandi meðferð. Sum barnanna hafa beðið allt að þrjú ár eftir greiningu. Það sér hver maður að þetta er óviðunandi, mikilvægustu þroskaárin líða án þess að börnin fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda eða rétta meðferð. Samfylkingin mun sjá til þess að þegar í stað verði gerðir samningar við Greiningastöð ríkisins um að ljúka þessum biðlista og um leið koma á framtíðarfyrirkomulagi til að fyrirbyggja að þeir hlaðist upp aftur.

 

Hvaða flokkur býður sig fram núna sem ekki ætlar að taka á þessum málu? Mér er spurn?


mbl.is Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

 

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:.

 

Allir vilja eiga mig

og að mér henda gaman,

niður við mig setja sig,

og sýna mig þá að framan.

-

Rétt svar barst við gátu dagsinn kl.12.50

Rétt svar er: Spil

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


Er þetta nú ekki kvikindis skapur?

Karl greyinu er puðrað bara eitthvað út í geim, og Drottin hefur ekki nokkur tök á að hafa hald á sálu hans né samferða félagögum hans.

Og eins og hann sé nú ekki búin að þvælast nóg um geyminn, löngu orðið tímabært að hann fái að hvílast bara í kyrrð og ró, niður á 7 fetunum.

Svo er þetta bara orðið eins og einhverskonar úrgangs losunar aðferð, þessu er bara skotið burtu í kippum, núna losuðu þeir sig við 20 úrganga, hvernig er það eiginlega, ef ekki er pláss fyrir þá dauðu, og hvað svo, verður þá pláss fyrir mig?  lifandi

Nei ég bara svona að velta þessu fyrir mér, er ekkert mikið veikari í dag en í gær, enda var ég svona líka í gær.

Vel tókst til þegar ösku leikarans James Doohan, sem er betur þekktur sem Scotty í Star Trek, var skotið út í geim frá skotpalli í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum í dag. Aðdáendur leikarans fjölmenntu og fögnuðu ákaft þegar ljóst var að „Scotty“ var kominn út í geim. Ekkja leikarans, Wende, fylgdist með því þegar Doohan lagði í sína síðustu langferð.

Aska um 200 annarra manna, þar á meðal geimfarans Gordons Coopers, var einnig send út í geim með eldflauginni en fyrirtækið Space Services Inc. skipulagði þessa óvenjulegu útför. Geimfluginu hafði verið frestað ítrekað af ýmsum ástæðum en SpaceLoft XL eldflaugin lagði loks af stað í dag frá skotpalli nálægt bænum Hatch.

Fréttamynd 427039

Þegar eldflaugin var komin í um 110 km hæð yfir jörðu losnaði hylki, sem innihélt öskuna, frá eldflauginni og lenti í um 50 km fjarlægð frá skotstaðnum. Ættingjar og vinir hinna látnu gátu síðan sótt öskuna þangað.

Doohan lést árið 2005, 85 ára að aldri en hann hafði þjáðst af Alzheimersjúkdómi. Hann hóf leik í feril sinn í útvarpi og sjónvarpsþáttum áður en hann sló í gegn sem vélstjórinn Scotty í Star Trek-sjónvarpsþáttunum. Persóna Doohans var þekktust fyrir að bregðast við fyrirskipunum frá áhöfn geimskipsins Enterprice: Beam me up, Scotty.

Doohan fæddist í Kanada og hafði mikla reynslu af leik í útvarpi og á sviði þegar hann fór árið 1966 í áheyrnarpróf fyrir nýja geimþætti, sem NBC sjónvarpsstöðin ætlaði að hefja framleiðslu á. Doohan fór með línurnar sínar með mismunandi hreimi. Framleiðendurnir spurði hann hvaða hreimur honum þætti heppilegastur. „Ég taldi að röddin með skoska hreiminum væri valdsmannslegust," rifjaði Doohan upp síðar. „Svo ég sagði þeim að ef þessi persóna ætti að vera vélstjóri þyrfti hún að vera Skoti."

Þeir sem vilja njóta þjónustu Space Services þurfa að greiða jafnvirði 35 þúsund krónur fyrir að láta senda gramm af ösku út í geim með þessum hætti. Frá og með árinu 2009 ætlar fyrirtækið að bjóða upp á að senda ösku út fyrir gufuhvolfið og sú þjónusta verður öllu dýrari.


mbl.is Scotty skotið út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísna gáta dagsins

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

 

-

Gáta dagsins er svohljóðandi:.

 

Einn er dreingur endalaus,

er í hörðum skóla;

hvorki fótur finnst né haus

á fögrum þessum dóla.

-

Rétt svar barst við dagsinn kl.09.59

Rétt svar er: Hringur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


Jón Ásgeir fékk sér íbúðar kytru fyrir 1.550 milljónir króna.

650 fermetra auka íbúð til að sofa í, svona í fríum + 120 fm. svalir. Jón Ásgeir og Ingibjörg fengu þetta líka á slikk, eða á 1.55 milljarð ísl.

Á Mbl. er sagt frá að Bandaríska stórblaðið fjallar í dag um fasteignakaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur á Manhattan í New York en blaðið New York Post hefur einnig fjallað um málið. NYT segir að íbúðin sem þau Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi keypt við Gramercy Park sé ein sú dýrasta, sem seld hafi verið á Manhattan fyrir neðan 42. stræti en kaupverðið var yfir 24 milljónir dala, jafnvirði nærri 1,55 milljarða króna.

Blaðið segir að opinber skjöl sýni að Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi í janúar greitt rúmlega 10 milljónir dala fyrir íbúð á 16. hæð í húsinu 50 Gramercy Park North, nýju fjölbýlishúsi. Þau Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi verið svo ánægð með íbúðina og þjónustuna sem veitt er í byggingunni, að þau keyptu einnig þakhæðina fyrir ofan fyrir 14 milljónir dala. Þar af þurftu þau að greiða öðrum íbúðareiganda 4 milljónir dala fyrir forkaupsrétt sem hann átti að íbúðinni.

Samtals er um að ræða 650 fermetra á þremur hæðum auk verandar og tveggja stórra svala sem hvorar eru um 120 fermetrar að stærð.

NYT segir, að þótt álíka margir búi á Manhattan neðan Gramercy Park og á Íslandi muni Jón Ásgeir væntanlega kunna að meta kyrrðina í hverfinu, einkum í ljósi þeirra umbrota sem verið hafi í kringum hann á Íslandi undanfarin misseri.

Mér finnst þetta hið besta mál fyrst þau gátu skrapað fyrir þessu greyin, einhversstaðar verða þau líka að sofa þegar þau skreppa til New York.

 

EKKI allt búið.

 


mbl.is Fjallað um fasteignakaup Jóns Ásgeirs í New York Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 158873

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband