Hógværir og kurteisir hjá Alcan.

Fréttamynd 419139

 

Það sannast enn betur fyrir mér það sem ég hef áður lýst yfir í fyrri færslum.

 

Ég fékk upphringingu frá Alcan starfsmanni um sjöleitið í gærkvöldi og ætla ég að fara orðrétt með það hér:

 

Síminn hringir:

Ég: Sigfús hér.

Alcan starfsmaður: Já góðan daginn, ég er starfsmaður hjá Alcan og er að hringja vegna kosninganna á laugardaginn, og er bara að kann hvort þú vitir hvar kjörstaðirnir eru.?

Ég: já ég er með það á hreinu.

Alcan starfsmaður: Ljómandi gott, eigðu gott kvöld.

Ég: Bíddu bíddu bíddu, ætlar þú ekkert að pretika yfir mér? viltu ekki vita hvað ég muni kjósa?

Alcan Starfsmaður: Nei nei, ég er bara að hringja út í íbúa Hafnarfjarðar til að minna á að kjósa.

Og þar með kvaddi hann.

 

Ég átti bara ekki til eitt einasta orð, maðurinn reyndi ekki einusinni að leiðbeina mér um að kjósa með stækkun.

 

Það sannast enn betur fyrir mér það sem ég hef áður lýst yfir í fyrri færslum að þeir sem standa með stækkun eru kurteisin uppmáluð en atferli þeirra (flestra) sem eru á móti er harkaleg, oft með fyrirlitnagar svip og allt að því svívirðingar í gangi.

Nú eru á sjöunda hundrað utankjörstaða atkvæði komin en hátt í 17000 Hafnfirðingar eru á kjörskrá.

Eins og flestir vita stend ég með stækkun, en það er hinsvegar sama á hvorn veginn þetta fer mun ég verða sáttur Hafnfirðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hann hefur verið búinn að lesa bloggið þitt ...

Berglind Steinsdóttir, 29.3.2007 kl. 08:14

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, já heldur þú það? Nei, því miður er bloggið mitt ekki svo þekkt, hann var bara að hringja uppúr gagnagrunninum umtalaða.

Sigfús Sigurþórsson., 29.3.2007 kl. 08:19

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég vill stækkun.

Georg Eiður Arnarson, 29.3.2007 kl. 08:54

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sæll

Þetta verður meira og meira spennandi með hverjum degi sem líður.  Sem utanaðkomandi þá er spennan ekki síðri og manni svíður fyrir að fá ekki að kjósa.  Í þessu tilfelli er ég með stækkun enda engin ástæða til annars.  Hvet fólk til þess að kynna sér málin ígrundað og taka sjálfstæða afstöðu. 

Ég lenti i karpi við manneskju um daginn sem var á móti Álversstækkun. Þar var rætt vel og lengi um kosti og galla.  Við vorum sammála um að vera ósammála en allt fór fram í góðu og rólegheitum.  Þessi manneskja tók eigi að síður undir með mér að ýmis samtök sem væru á móti stækkuninni færu offari í öfgum og ómálefnanlegum málflutningi.  Það eru slíkir hópar sem setja svartan blett á alla svona umræðu. Eins og ég sagði hér í fyrri athugasemd þá virðist það vera í tísku hjá mörgum að mótmæla öllu og oftar en ekki án raka.  Þetta er hvimleitt tískufyrirbrigði og væri nú ekki til staðar ef atvinnuástand væri bágborið. 

En óska Hafnfirðingum velgengni og velmegunar í framtíðinni.  Ekki síst góðrar skemmtunar á laugardagskvöld enda alltaf líf og fjör á kosningarnótt

Örvar Þór Kristjánsson, 29.3.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 158959

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband