Hver má kjósa og hvar er hægt að kjósa?

Hverjir hafa kosningarétt?

Um atkvæðagreiðsluna gilda í meginatriðum sömu reglur og við sveitarstjórnarkosningar, en kosningabærir teljast þeir Hafnfirðingar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum sbr. 2. gr. og 5. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lýkur föstudaginn 30. mars kl. 16.00.

-----------------------------------------------------------------------------------

 1195 manns greiddu atkvæði utan kjörfundar í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins í Straumsvík en utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag.

-----------------------------------------------------------------------------------

 

Rafræn kjörskrá :  Í kosningunum 31. mars verður í fyrsta sinn í Hafnarfirði notast við rafræna kjörskrá. Það þýðir að kjósendur eru ekki lengur bundnir af kjördeildum heldur geta nú farið á hvaða kjörstað sem er til að kjósa.

Á kjörskrá eru 16.648 manns.

 

Kjörstaðir : Áslandsskóli, Íþróttahúsið við Strandgötu og Viðistaðaskóli.

Kjörfundur hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 19.00.

 

---------------------------------------------------------------------

 

( Frétt úr Fjarðarpóstinum)

Kosningasjónvarp á Vefveitunni og á FM 96,2 - Smelltu á mynd>>
Nemendur á lokaönn í fjölmiðlatækni í Flensborgarskóla standa að kosningadagskrá í Útvarpi Hafnarfjarðar og Vefveitunni á hafnarfjordur.is á laugardaginn frá kl 16 og til kl. 20 eða þar til úrslit kosninganna liggja fyrir. Nemendurnir sem eru 11 hafa á undan förnum vikum tekið fjölda mörg viðtöl við hagsmunaaðila og fólkið í bænum og unnið innslög fyrir sjónvarp vegna kosninganna. Gestir munu mæta í myndver og einnig mun þetta dagskrárgerðar- og tæknifólk framtíðarinnar vera við kjörstaðina og taka viðtöl við kjósendur.

Hægt er að fylgjast meðútsendingunni í mynd og hljóði á www.hafnarfjordur.is og í útvarpi á Útvarpi Hafnafjarðar á FM 96,2. Vonast er til að upp setningu á nýjum öflugri sendi Útvarps Hafnarfjarðar á Vatnsenda verði lokið þá, en tíðni nýja sendisins er FM 97, 2.

ATH: einnig verður RUV eða RUV.is með beina útsendingu heyrði ég í útvarpinu áðan.

Ég hvet hvern einasta kosningabæran Hafnfirðing til að kjósa hvort sem þú kýst með eða á móti.

SigfúsSig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Á að kjósa á morgun?.....Og ég sem er ekki búin að ákveða mig.  Hjálp....ég er í Kópavogi.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.3.2007 kl. 10:59

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Bara muna, þeir sem hafa kostningarétt muna að kjósa með álverinu

Kristberg Snjólfsson, 30.3.2007 kl. 13:14

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekkert mál Sóldís, ef þú hefur ekki "möguleika" til að kjósa núna segi ég bara vertu velkomin 12 mai.

Já Kristberg, alltaf kátur   það er um að gera að minna á, annars var nú aðalástæðan fyrir þessari innsetningu staðsetningin, ég er að rekast á ansi marga sem ekki eru með það á hreinu. Vonandi verður góð þáttaka, þetta allavega er afar spennadi hjá mörgum, allir gangi vonandi glaðir að kosningaborðinu og eins frá því aftur hvernig sem talningin endar.

Sigfús Sigurþórsson., 30.3.2007 kl. 14:38

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég fylgist spenntur með. Kíki á kosningasjónvarpið á vefveitunni, takk fyrir ábendinguna á það.

Ragnar Bjarnason, 30.3.2007 kl. 15:40

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Flottur Ragnar.

Sigfús Sigurþórsson., 30.3.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 158959

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband