Segjum já í dag 31 mars.

Segjum já við stækkun, við viljum tryggja framtíðaratvinnu fólks í Hafnarfirði sem og annarra.

Að hafa atvinnu er ekki svo gefið mál, það ættu Hafnfirðingar að vita, að halda að allir geti unnið við tölvufyrirtæki, verslanir og þjónustustörf er mikill misskilningur og þar að auki verða td. þjónustufyrirtæki sem og önnur en fleyri í bænum með tilkomu stærra álvers.

Rökum gegn stækkun hafa margsinnis verið svarað.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hverjir hafa kosningarétt?

Um atkvæðagreiðsluna gilda í meginatriðum sömu reglur og við sveitarstjórnarkosningar, en kosningabærir teljast þeir Hafnfirðingar sem hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum sbr. 2. gr. og 5. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lýkur föstudaginn 30. mars kl. 16.00.

-----------------------------------------------------------------------------------

 1195 manns greiddu atkvæði utan kjörfundar í atkvæðagreiðslunni um stækkun álversins í Straumsvík en utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag.

-----------------------------------------------------------------------------------

 

Rafræn kjörskrá :  Í kosningunum 31. mars verður í fyrsta sinn í Hafnarfirði notast við rafræna kjörskrá. Það þýðir að kjósendur eru ekki lengur bundnir af kjördeildum heldur geta nú farið á hvaða kjörstað sem er til að kjósa.

Á kjörskrá eru 16.648 manns.

 

Kjörstaðir : Áslandsskóli, Íþróttahúsið við Strandgötu og Viðistaðaskóli.

Kjörfundur hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 19.00.

 

---------------------------------------------------------------------

 

( Frétt úr Fjarðarpóstinum)

Kosningasjónvarp á Vefveitunni og á FM 96,2 - Smelltu á mynd>>
Nemendur á lokaönn í fjölmiðlatækni í Flensborgarskóla standa að kosningadagskrá í Útvarpi Hafnarfjarðar og Vefveitunni á hafnarfjordur.is á laugardaginn frá kl 16 og til kl. 20 eða þar til úrslit kosninganna liggja fyrir. Nemendurnir sem eru 11 hafa á undan förnum vikum tekið fjölda mörg viðtöl við hagsmunaaðila og fólkið í bænum og unnið innslög fyrir sjónvarp vegna kosninganna. Gestir munu mæta í myndver og einnig mun þetta dagskrárgerðar- og tæknifólk framtíðarinnar vera við kjörstaðina og taka viðtöl við kjósendur.

Hægt er að fylgjast meðútsendingunni í mynd og hljóði á www.hafnarfjordur.is og í útvarpi á Útvarpi Hafnafjarðar á FM 96,2. Vonast er til að upp setningu á nýjum öflugri sendi Útvarps Hafnarfjarðar á Vatnsenda verði lokið þá, en tíðni nýja sendisins er FM 97, 2.

ATH: einnig verður RUV eða RUV.is með beina útsendingu heyrði ég í útvarpinu áðan.

Ég hvet hvern einasta kosningabæran Hafnfirðing til að kjósa hvort sem þú kýst með eða á móti.

SigfúsSig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvaða stöðu gegnir þú í þessu blessaða Álveri ?

Tryggvi S. 31.3.2007 kl. 11:00

2 identicon

Góðan daginn Hafnfirðingar og til hamingju með stækkun álversins

Eyþór Jónsson 31.3.2007 kl. 11:13

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kærar þakkir meistari Eyþór.

Sigfús Sigurþórsson., 31.3.2007 kl. 11:32

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Óskráður (Tryggvi S.). Þassari athugasemd þinni er auðsvarað, eingri, ég starfa ekki hjá Alverinu né neinu fyrirtæki sem því tengist, og nóg með það, ég á engan ættingja né þekki neinn sem þar vinnur, ekki svo ég viti til allavega. Ég einusinni fyrir allmörgum árum sótti um vinnu þarna, en mér var kurteislega sagt að því miður vantaði enga starfsmenn, það er nú það næsta sem ég hefi komist með vinnu þarna.

Ég er hinsvegar eldri en tvævetur og hef séð misjafnt atvinnuleysið í landinu og geri mér alveg grein fyrir að því er ekki lokið, eins og fólksfjölgun er á íslandi veitir okkur ekki af að hafa stór og öflug fyrirtæki og sem allra mestu breidd líka.

Sjáðu hvernig er komið fyrir sjávarbyggðum landsins, kvótanum er STOLIÐ úr þessum plássum og eftir situr fólk atvinnulaust og með verðlausar eignir, það mundi muna mikið um ef þar væru meiri breidd, fyrirtæki eru bara yfirleitt ekki til í reka sín fyrirtæki í sjávarplássum sem eru á blússandi niðurleið vegna þess hvernig búið er að girða niður um fólkið þar með allri kvótavitlaysunni.

Hvaða fyrirtæki greiða landsmönnum sem td. hafa litla sem enga mentum sómasamleg laun?  einmitt, afar fá, Alcan borgar þokkaleg laun, já og bara nokkuð góð, og fólk getur unnið þar eins mikla vinnu og það vill nánast.

nú kemur þú með rökræður um meingun (les það útúr spurningu þinni að þú sért á móti stækkun) slepptu því, það er margbúið að jarðsyngja þær.

Jaja ég er að far að kjósa og kýs já við stækkun, en það get ég sagt þér eins og ég hef sagt áður, að hvernig sem þetta fer verð ég glaður Hafnfirðingur og finnst gott að búa þar og mun finnast það.

Sigfús Sigurþórsson., 31.3.2007 kl. 11:35

5 identicon

Réttara væri nú að segja TIL HAMINGJU ÍSLAND eins og Silvía nótt mundi segja

Eyþór Jónsson 31.3.2007 kl. 12:09

6 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Áfram álverið, vonandi eru Hafnfirðingarnir ekki eins og í Hafnafjarðabrönduruum svo vitlausir að þeir hafni álverinu

Kristberg Snjólfsson, 31.3.2007 kl. 12:45

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þeir sem hrópa hæðst gegn álveruna og kæra sig kollótta um að á annað
þúsund manns hefur lífsviðurværi sitt af því hlýtur að vera haldið ákveðinni
mannvonsku. Og skrítið en þó ekki virðast róttækir vinstrisinnar þar femstir
sem þýkjast svo bera hag hins vinnandi manns fyrir brjósti.......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.3.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 158959

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband