Vísnagáta dagsins.

Eins og komið hefur fram hjá mér mun ein gáta birtast á dag í einhvern tíma. Vísnagáturnar eru eftir ýmsa höfunda.

 

SSvisnagaturVísnagáta dagsins er eftirfarandi.

 

Kennt við hrogn til háðungar.

Haft um báðar mjaltirnar.

Klæðskerinn það tekur títt.

Töluvert er um það kýtt.

Svar: Mál.

 

Svar og höfundarnafn óskast.

Rétt svar gaf: Óskráður Veigar Freyr Jökulsson.

 

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hlýtur að vera orðið mál.

- Hrognamál - dönsku til háðungar.

- Missa máls - missa úr mjaltir

- Klæðskerinn  tekur mál.

- Og sem betur fer kýtum við ennþá um málið :)

--

Veigar 

Veigar Freyr Jökulsson 4.4.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er að sjálfsögðu rétt svar Óskráður Veigar Freyr Jökulsson.

Mál er svarið, en hefur þú höfundarnafnið?

Sigfús Sigurþórsson., 4.4.2007 kl. 11:34

3 identicon

Nei, ég þekki það ekki, rak bara augun í þetta hjá þér og datt niður á svarið.., en þetta er mjög skemmtilegt framtak, ef þú hefur gaman af þessu þá vil ég benda þér á vikublaðið Dagskráin sem er gefið út á Selfossi þar hefur vísnagáta verið fastur liður, blaðið má nálgast á slóðinni:
http://www.sudurland.net
Ég vona að ég sé ekki að brjóta nein höfundarréttarlög með því að gauka að þér vísunni í nýjasta blaðinu:

Fínust þetta flíkin ber.
Fara strákar í hann hér.
Gamlir þetta gjarnan fá.
Girnilegt á eldhúsrá.

--
Veigar

Veigar Freyr Jökulsson 4.4.2007 kl. 12:45

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Veigar, hahaha nei þú ert ekki að því, já ég hef gaman af þessu og ég kíki alltaf reglulega á Dagskrána.

Og nú gáum við bara hvort einhver sem les Athugasemdirnar hefur svarið fyrir kvldið við þessari nýju gátu  Annars birtum við það í kvöldm hvernig lýst þér á það?

Sigfús Sigurþórsson., 4.4.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 103
  • Frá upphafi: 159089

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

221 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband