Gáta dagsins

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..

 

-

SSvisnagaturFyrri gáta dagsins er svohljóðandi:.

,

Einhver finnst þar öðrum betri
álitinn sá hólpinn er
Skráð er oftast skýru letri
skýringu ég fram á fer

 

Svarið er: Grein 

 

Einhver finnst þar öðrum betri = Td. í keppnis grein
álitinn sá hólpinn er
= að vera á grænni grein
Skráð er oftast skýru letri
= Td. skrifuð grein, blaða grein, laga grein
skýringu ég fram á fer
. = Td. vill láta gera sér grein fyrir.

 

Rétt svar barst við fyrri gátu dagsinn kl.10.42

Rétt svar er: Grein

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góðan daginn Gunnar Þór, ekki er svarið rétt.

Ég er ekki alveg viss hvort ég eigi að segja að þú sért ekki á réttri leið, þó finnst mér svo sem hægt væri að snúa einhverju af ummælum þínu á þetta, eða tengja.

Þegar þú segir::Finnst eins og spurt sé um stað þar sem sá hólpni og öðrum betri finnst og sé vel merktur! - Hér væri hægt að tengja seinni hluta línunnar við orðið, en orðið er reyndar hægt að tengja við æði margt.

Hægt væri auðveldlega að tengja dauða við svarið, en það er reyndar alveg eins hægt að tengja lífið við það.

 

Ég veit ekki hvort ætti að kalla það góða eða vonda vísbendingu er segi að orðið er þó nokkuð notað hér á blogginu.

 

Sigfús Sigurþórsson., 19.4.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Ekki veit ég Gunnar Þór hvernig ég á að taka þessu, ertu að leita að hvort orðið merki sé skilt þessu?

Orðið er kvennkyns, og er oft notað hér á Blogginu, nú líka á þingi til dæmis.

Sigfús Sigurþórsson., 19.4.2007 kl. 09:47

3 Smámynd: Davíð Geirsson

Skoðanakönnun

Davíð Geirsson, 19.4.2007 kl. 09:57

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góðan daginn Davíð, en mikið askoti finnst mér þetta flott svar, því það gæti passað við flestar línurnar, en nei það er ekki rðið sem ég leita að.

Það sem þetta orð stendur fyrir er gert mikið á td. þingi eins og áður er komið fram, í fjölmiðlum og eins hér á Blogginu, en þetta orð á við margt annað, td. hluti í náttúrunni, útskíra fyrir einhverjum svo fátt eitt sé nefnt.

Sigfús Sigurþórsson., 19.4.2007 kl. 10:14

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Oooooog þar kom það.

Orðið er Grein.

Góóóóður Gunnar Þór.

Sigfús Sigurþórsson., 19.4.2007 kl. 10:46

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Svarið er Grein

en þú ert náttúrulega greindur.

Sigfús Sigurþórsson., 19.4.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 159091

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

220 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband