Vísna gáta dagsins.

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is

 Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is
TeningurGatur

 

Ferlega fimur maðurinn var

færðist á bandi einu

bar hann sig vel, í hæðinni þar

hélt sig á línunni beinu.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

 

-

Rétt svar er: Línudansari

Rétt svar barst kl.: 23:09

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson.

 

 

Höfundur gátu: Sigfús Sigurþórsson.

 

.

 

 

 

 

 

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is

Hugsuðurin

   

Þrautin reynir á huga minn

hrakandi er góður siður

lifa við látum enn um sinn

lifir ef bloggarinn biður.

 

 

 

 
 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir mig og hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega hjá mér að vísnagátur sem ég hef sett inn en hef ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svöum við athugasemdum.

 

 

Öllum eru velkomið að þreyta Vísnagáturnar, og koma með svör og svar tillögur í gátur þær sem birtast hér á partners.blog.is

Aðal vísnagátan mun birtast að kvöldi dags, fyrir hvern dag hér á partners.blog.is en undanfarna mánuði hafa þær verið settar inn á ýmsum tímum sólahringsins, undantekning getur þó komið fyrir.

 

Einnig eru aukagátur settar inn í Athugasemdir eins fljótt og auðið er, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Stigamaður er ekki rétt svar Gunnar Þór, hitt er rétt.

Sigfús Sigurþórsson., 28.6.2007 kl. 22:19

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, sorry, ég sá hvað þú skrifaðir, og skildi,,,, svaraði bara svona vitlaust,,,biðst velvirðingar Gunna Þór, en orðið er ekki Sigmaður sem ég leita eftir, þótt þetta passi svo sem ágætlega við.

Sigfús Sigurþórsson., 28.6.2007 kl. 22:35

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er flott svar, takk fyrir Gunnar Þór.

Sigfús Sigurþórsson., 28.6.2007 kl. 23:14

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá byrjum við á aukagátunum.

-

Skríður úr sænum klónum á

skríður um lipur en skjótur

fer svo í löðrið aftur sá

sem er svona ansi ljótur.

Sigfús Sigurþórsson., 28.6.2007 kl. 23:38

5 identicon

Krabbi - kolkrabbi??

Edda 29.6.2007 kl. 00:46

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og Edda var ekki lengi að þessu.

-

-

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 8

Rétt svar er:  Krabbi.

Rétt svar gaf: Edda Andradóttir. 

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

Sigfús Sigurþórsson., 29.6.2007 kl. 01:03

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gleypir matinn gráðugur

gerir maga út _blásinn

skefur restar bráðugur

sama þótt eigi sé krásin.

Sigfús Sigurþórsson., 29.6.2007 kl. 01:05

8 identicon

Hann Gulli minn...?? .... nei djok.....!  Raudmagi??

Edda 29.6.2007 kl. 01:26

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Edda, ekki er það Rauðmagi.

Þetta orð er ekkert nýyrði, hefur löngum verið notað við vissar "athafnir", sér í lagi mannanna.

Sigfús Sigurþórsson., 29.6.2007 kl. 09:23

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Viðbót: Við þessar athafnir hefur viðkomandi maður eða dýr verið uppnefnt þessu orði.

Nú hlýtur þetta að liggja ljóst fyrir.

Sigfús Sigurþórsson., 29.6.2007 kl. 09:24

11 identicon

Neeei... ekki alveg, en er thetta (mat)hakur?

Edda 29.6.2007 kl. 10:37

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

He ha he.. þetta er  fínt svar og mun ég taka það gilt ef það orð sem ég leit aeftir kemur ekki fljótlega,,, Átvagl er sem sagt emmi orðið sem ég leita eftir.

Sigfús Sigurþórsson., 29.6.2007 kl. 22:36

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Átvagl er sem sagt ekki orðið sem ég leita eftir.

Sigfús Sigurþórsson., 29.6.2007 kl. 22:37

14 Smámynd: Róbert Tómasson

Svín

Róbert Tómasson, 30.6.2007 kl. 01:33

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góðan daginn Róbert, nei ekki er það rétt orð.

Orðið sem ég leita eftir er alsekki neitt óvanalegt í orðaforða okkar og byrjar orðið á Mat----------

Sigfús Sigurþórsson., 30.6.2007 kl. 08:24

16 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki rétt, en allt er þetta að koma.

Sigfús Sigurþórsson., 30.6.2007 kl. 09:26

17 identicon

Matargat??

Edda 30.6.2007 kl. 13:30

18 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, þetta er svlítið vandræðalegt,,, það er ekki mjög mikill munur á orðum ykkar Gunars Þórs, en nó samt finnst mér, svo ég dæmi Eddu sem sigurvegara hér.

-

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 11

Rétt svar er:  Mathákur.

Rétt svar gaf: Edda Andradóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 30.6.2007 kl. 13:47

19 identicon

Takk fyrir thad Sigfus, en reyndar sagdi eg thad i aths. 15

Edda 30.6.2007 kl. 16:00

20 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyrðu kempa, ég hef lesið þetta eitthvað vitlaust,,, ruglingslegt, jæja, reddast þú hafðir rétta svarið.

Sigfús Sigurþórsson., 30.6.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 158962

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband