Róbert Marshall úthúðað af bloggurum!

Á mogga blogginu hér hafa verið miklar umræður um Kastljósþáttinn í fyrradag, margvíslegar upphrópanir eru í garð þeirra manna sem þar komu fram, sem eins og allir vita voru þeir Bjarni Harðar og Róbert Marshall.

í kommentum hjá þeim sem hafa verið að tjá sig um Kastljósþáttinn má finna afar ómerkilegar aðfinnslur og yfirlýsingar, í það minnsta hefði alveg verið í lagi hjá fólki að sleppa ýmsu sem það leifði sér að setja í kommentin.

Nú er ég ekki að segja að annar hafi verið betri en hinn, þvert á móti, heldur frekar að mér finnst þetta frekar ómerkilegt mál, og umræður ýmsar hér á blogginu um þetta enn ómerkilegri.

Og klárlega hafði Róbert Marshall betur slept dónalega orðalagi sínu í garð Bjarna Harðar, og persónulega finnst mér báðir aðilar hafa staðið sig illa í þessum þætt, + það að betra hefði verið að hann hafi aldrei verið fluttur.

Hér koma nokkur dæmi um komment og eða skrif sem ég rakst á á þessum stutta tíma sem ég flakkaði um bloggið.:

 >> Annan eins dónakap og yfirgang hef ég sjaldan séð í íslensku sjónvarpi, mér finnst það bara segja soldið mikið um þetta mál hversu lítið hann Róbert leyfði Bjarna að komast að. Róbert er bara hræddur strákur fastur í leik fullorðinna manna. Það

>> Róbert Marshall drullar rækilega á sig. Róbert kom út úr þessu sem hreinræktaður drullusokkur og skíthæll þrátt fyrir að hafa reynt að halda ró sinni og kúlinu.

 >> Ég verð að segja að ég missti allt álit á Róbert Marshall í þessum Kastljós þætti. Hann var hrokafullur, leiðinlegur, ókurteis og ómálefnalegur.

Þeei er góður, hvað flokkur sem hefði verið nefndur >> Þetta er með ólíkindum klaufaskapur Samfylkingarinnar! 

En svo eru skemmtilega orðuð komment að mínu mati í þessari umræðu líka,,,, eins og::: Endurtek það sem ég hef sagt um framsóknarmenn að þeir eiga að vera í lopapeysu, ganga ævinlega á gúmmískóm og bjóða manni í nefið.

 

>>Kastljós þátturinn umræddi<<

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki búnir að moka flórinn , ekki hef ég nú kannað frá hvaða mótherja svívirðingarnar eru, þetta sem ég setti hér fyrir ofan er ábyggilega lítið brot af því sem sagt hefur verið í þessu máli, þetta var bara það sem ég datt um á korteri.

Það er þá eins gott að renna ekki í flórnum Gunnar Þór.

Sigfús Sigurþórsson., 16.9.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bjarni Harðar var og er sjálfum sér og Framsóknarflokknum til mikils sóma.

Ef eitthvað gerir mig að Framsóknarmanni er það orginal eins BH.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.9.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki ætla ég að efast neitt um manngildi þessara manna, ég droppa alltaf inn hjá Bjarna Harðar öðru hverju, og finnst hann oft rita hinar ágætustu færslur, þótt ekki sé ég ávallt sammála þeim, sama reindar gildir um Róbert Marshall.

En allir hafa sinn djöful að draga, það er deginum ljósara.

Sigfús Sigurþórsson., 16.9.2007 kl. 11:33

4 identicon

Þessi RM-er hann ekki úr Eyjum?Þar þykja stór orð ekkert tiltökumál og þar heilsa menn að sjómannasið-ekki satt?

Róbert Trausti Árnason 16.9.2007 kl. 11:40

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mér finnst þú nú fríja Bjarna Harðar ansi mikið Gunnar Þór, er ekki maðurinn búinn að vera í odda stöðu flokksins þarna fyrir austan, að einhverjum málumhlýtur hann að eiga "sök" á að hafa komið í gegnum þingið, ekki það að ég viti um neitt hryðjuverk sem hann hafi framið eða staðið fyrir, en verk Framsóknarflokksins, sem og annarra flokka eru verk fólksins, er annars ekki svo?

Jú Róbert Trausti, mér skilst að Róbert Marshall sé frá sjávarbænum og eyjunni Vestmannaeyjum, en það varla fyrirgefur honum svívirðingar, eða hvað?

Sigfús Sigurþórsson., 16.9.2007 kl. 11:51

6 identicon

Ekki veit ég hver maðurinn er sem heldur úti þessari bloggsíðu, en skrif hans hér efst eru orð í tíma töluð hvað varðar ummæli bloggara um fólk sem það jafnvel þekkir ekki neitt óháð því hvort Bjarni vann eða Róbert.

En hvað skeði, hér komu kommentin inn og fellu í sama pittinn þ.e. að nota orð um fólk eða hópa sem er ekki sæmandi að nota um fólk. En mörg blogginn eiga það sammerkt að um suma má ekki tala illa um, en um Framsóknamenn (takið eftir eg er ekki að tala um flokkinn) má segja hvað sem er og er bara fyndið.

Jóhanna G 16.9.2007 kl. 13:06

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 Sæl Jóhanna, það er margt á bloggara lagt.

Þú segir:: En hvað skeði, hér komu kommentin inn og fellu í sama pittinn þ.e. að nota orð um fólk eða hópa sem er ekki sæmandi að nota um fólk.

Ekki er ég alveg að ná þessu, kannski ertu að vísa í kommentið hjá honum Gunnari Þór, en það get ég fullyrt að þar er húmoristi, og dettur margt smellið fá honum, en það eiginlega getur ekki verið að þú sért að meina hann, því hann segir líka::::Bjarni Harðar er sómamaður og ber enga ábyrgð á verkum Framsóknarflokksins á liðnum árum!

En hvað um það, jú það er klárt mál að hér á blogginu má ýmislegt kyrrt liggja, eins og sjálfsagt ansi víðar.

Sigfús Sigurþórsson., 16.9.2007 kl. 16:59

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Veit það meistari, en ekki er það nýtt að hann starfi með Framsóknarflokknum.

Sigfús Sigurþórsson., 16.9.2007 kl. 20:58

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ok, vissi ekki þetta um gagnrýnina, ég er nú eiginlega sammála því, þessu með fornaldarlegur, ég er nú ekki frá því að það sé eitthvað að breytast.

 Hahaha, nei ég vissi þetta ekki heldur, þetta með erfðagallann

Sigfús Sigurþórsson., 16.9.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 158952

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

237 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband