Prinsessunni minni þykir þetta fallegasta skepnan í skóginum.

Fréttamynd 428610Ég er ekkert hissa á þessum móttökum, og ekki verð ég hissa þótt þessi nýja mynd eigi eftir að slá fyrri myndinni við.

Það er alveg sama hvað þessi ljóta (fallega að hennar mati) gerir af sé, fer dóttir mín beint í að afsaka grænu skepnuna og kenna asnanum eða einhverjum öðrum um, ef hún væri orðin eldri yrði ég ekki hissa á að hún kenndi leikstjóranum um, um það sem græni Skrekkur gerir illt af sér.

Fréttin á Mbl:  Græni risinn Skrekkur og vinir hans tóku flugið á ný um helgina en þriðja teiknimyndin um Skrekk aflaði 122 milljóna dala tekna í norður-amerískum kvikmyndahúsum, sem er teiknimyndamet. Raunar er þetta þriðju bestu móttökur, sem kvikmynd hefur fengið á frumsýningarhelgi á eftir þriðju myndinni um Köngulóarmanninn og annarri myndinni um sjóræningjana á Karíbahafi.

Eins og í hinum myndunum talar Mike Myers fyrir Skrekk, Cameron Diaz talar fyrir Fíónu prinsessu, Eddie Murphy er asninn og Antonio Banderas stígvélaði kötturinn. Justin Timberlake bætist við í leikarahópinn en hann leikur Artúr konung, ungan að árum.

Svo gæti farið að Skrekkur dvelji ekki langan tíma í 1. sætinu því í vikunni verður frumsýnd þriðja sjóræningjamyndin þar sem Johnny Depp leikur sjóræningjann Jack Sparrow.

Listi yfir vinsælustu myndirnar er eftirfarandi:

  1. Shrek the Third
  2. Spider-Man 3
  3. 28 Weeks Later
  4. Disturbia
  5. Georgia Rule
  6. Fracture
  7. Delta Farce
  8. The Invisible
  9. Hot Fuzz
  10. Waitress.

mbl.is Skrekkur tekur flugið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Shrek myndirnar eru svo stórkostlegar

halkatla, 20.5.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hef ekki séð eina einustu.....

Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hins vegar er Johnny Depp alltaf flottur - allsstaðar. Minn uppáhalds....

Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 23:01

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Shrek er flottur, alveg sammála, og Johnny dep líka.

Höldum áfram að hafa gaman af þessum ævintýrum, það heldur okkur ungum - yngri.

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 00:34

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Halló halló halló.

Eiithvað er að comment kerfinu, meistararnir hjá Mbl. eru að kíkja á þetta.

Ég hefi ekki lokað á neinn til að skrifa comment, svona svo það sé á hreinu, vonum að þetta komist í lag í snatri.

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 13:27

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Búið er að finna útúr Comment bilununum svo nú ætti að vera í lagi að skrifa í Athugasemdir.

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

227 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband