30 milljón gígabæta gagnageymsla fyrirhuguð á Rockville

Að verkefninu koma fleiri aðilar, Hitaveita Suðurnesja hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um útvegun á orku við Sandgerðisbæ, VSÓ Ráðgjöf og Kanon Arkitektar vinna að hönnun og skipulagi svæðisins og ParX Viðskiptaráðgjöf IBM hefur unnið með aðilum að framgangi verkefnisins. Verkefnið er unnið í samvinnu við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar.
Gert er ráð fyrir að bygging húsnæðis Data Íslandia hefjist síðar á þessu ári en í tilkynningu frá aðilum segir að við uppbyggingu og starfsemi gagnageymslunnar verði lögð áhersla á umhverfissjónarmið. Endurnýjanleg orka mun knýja starfsemina, náttúruleg vindkæling dregur úr orkuþörf og arkitektúr verður í sátt við umhverfið auk þess sem starfsemin mun styrkja byggð í Sandgerðisbæ og nágrenni.


Húsnæðið verður byggt upp í áföngum og er fyrsti áfangi áætlaður um 800 m2 en fullbyggt verður húsnæðið um 4.000 m2 og er vonast til að það verði orðið að veruleika á næsta ári. Eftir að fyrsti áfangi hefur verið tekinn í notkun, væntanlega síðar á þesu ári, munu um 20 störf skapast við gagnageymsluna og verði uppbygging í takt við áætlanir Data Íslandia munu enn fleiri störf skapast á næstu árum.


Starfsemi Data Íslandia í Sandgerðisbæ mun þurfa um 2 MW af raforku eftir uppbyggingu fyrsta áfanga og 10 MW miðað við full afköst. Til samanburðar má nefna að núverandi orkunotkun Sandgerðisbæjar er um 20 MW. Ekki þarf að virkja sérstaklega til að útvega raforku fyrir starfsemina en Data Íslandia mun að mestu þjónusta stóra erlenda viðskiptavini sem vilja vista mikið magn gagna á eins umhverfisvænan hátt og kostur er.


Atvinnumálaráð Sandgerðisbæjar hefur á síðustu mánuðum unnið að ýmsum hugmyndum til atvinnuátaks í bæjarfélaginu en verkefnisstjóri hefur verið Jón Norðfjörð. Meðal hugmynda hefur verið að nýta fyrrum varnarsvæði í landi bæjarins til uppbyggingar fyrirtækja í sambærilegri starfsemi og Data Íslandia, en með auglýsingu frá forsætisráðuneytinu nr. 38, frá 16. janúar 2007 var hluta af varnarsvæðinu skilað til borgaralegra nota.


Bæjarstjórn fékk ParX viðskiptaráðgjöf IBM til samstarfs um framgang verkefnisins og hefur ParX unnið með fulltrúum Sandgerðisbæjar að útfærslu og framkvæmd hugmynda til uppbyggingar atvinnulífs á þessu sviði í bæjarfélaginu.  Ljóst er að Sandgerðisbær hefur mikla sérstöðu og mörg tækifæri vegna staðsetningar alþjóðaflugvallarins í landi bæjarfélagsins. Sigurður Valur sagði í samtali við Víkurfréttir að enn væru tvö spennandi verkefni á döfinni hjá þeim, en þau væru á trúnaðarstigi enn sem komið er. 

Þessi frétt byrtiast á vf.is

Sol Squire, sagði íslenskt samfélag hafa upp á mikið að bjóða. Staðsetning Sandgerðis við alþjóðaflugvöllinn sé kjörin þar sem stærri gangaflutningar muni eiga sér stað með því að gögn séu flutt flugleiðina til landsins og afrituð inn á netþjóna hér. Viðskiptavinir erlendis muni þó nýtast við sæstrengstengingu til að fylgjast með gögnum sínum og hlaða inn í takmörkuðu magni. Alls mun fullbúin geymslan geta haldið utan um 30 milljón gígabæt.

Á fundinum voru sýnd líkön og myndir af fyrirhuguðum byggingum. Arkitektinn, Robert Örn Arnarson hjá Hoff & Jørgensen Arkitekter í Kaupmannahöfn, sótti innblástur í íslensku torfbæina og hannaði byggingarnar fyrir gagnageymslur Data Íslandia með það fyrir augum að þær féllu eins vel og hægt er inn í umhverfi staðarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

224 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband