Vísna gáta dagsins.

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Hefur það bæði vinstri og hægri

hentar best greitt og skorið

víst getur skeð að hægri sé lægri

svo einnig það hverfi um vorið.

 

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir mig og hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

mark?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Hrönn, ekki nálægt rétta svarinu.

Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 00:39

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Bæti hér einni nýrri við.:

Hótel jöfur grætur grimmt

get ég, vel skilið hana

kemur þá líka ferlega flatt

frekjan í þessum Kana

Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 01:52

4 Smámynd: Róbert Tómasson

Þegar missir minnkar trú

oft þá magnast fárið

skoðun mín hún er því sú

þú sért að tala um HÁRIÐ

Róbert Tómasson, 9.6.2007 kl. 09:48

5 Smámynd: Róbert Tómasson

Við athugasemd númer 3

Lífinu lifir hún hátt bæði og hratt                                                                                                                                      

heimurinn háll eins og skarís

Stúlkan sem kemur svo ferlega flatt

er fegurðardísin hún París

Róbert Tómasson, 9.6.2007 kl. 09:56

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Glæsilegt hjá þér Róbert, þú hefur rétt svar við ATHS 3

Hárið er hinsvegar ekki það orð sem ég er að leita eftir vegna aðal gátunnar.

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 3 kl.09,56

Rétt svar er:  Paris Hilton

Rétt svar gaf: Róbert Tómasson. 

Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 11:23

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

flottur

Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2007 kl. 16:26

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

En ennþá vantar lausnina á aðalgátunni.

Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 16:37

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei, ekki nálægt rétta orðinu. Þetta hefur líf, en eru ekki neinar lífverur, það er að segja menn, dýr eða þessháttar.

Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 19:47

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei kappi, ekki er það rétt, og ekkert skylt því.

Hefur það bæði vinstri og hægri

hentar best greitt og skorið

víst getur skeð að hægri sé lægri

svo einnig það hverfi um vorið.

 -

Það sem hefur komið hér næst rétta orðinu er það sem kom hjá Róberti Tómassyni í ATHS 4

Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 20:55

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já einmitt, ég var einmitt að hugsa um hann, hahahaha.

Sigfús Sigurþórsson., 9.6.2007 kl. 20:56

12 Smámynd: Róbert Tómasson

Kappar oft á kinnum hér

klárlega þessu skarta

einsýnt orðið sýnist mér

þú sért að tala um barta

Róbert Tómasson, 9.6.2007 kl. 23:34

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Loksins kemst maður í  tölvu.

Skegg var orðið, reyndar yfirvaraskegg sem ég hafði í huga, og skal því Gunnar Þór hljóta þann heyður að hafa komið með rétta svarið, en ég bara verð að viðurkenna að ég einhvernveginn bara mundi ekki eftir börtum, en svo líka er annað sem styður svar Gunnars, og það er að ég tel að skegg sé meyra að far á vorin af mönnum en bartar. En Róbert á skilið * fyrir sitt svar.

-

Rétt svar barst við gátu dagsins  kl.21,56

Rétt svar er:  Yfirvaraskegg.

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 10.6.2007 kl. 01:41

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Takk fyrir frábært svar og uppfærsluna á því Róbert Tómasson.

Sigfús Sigurþórsson., 10.6.2007 kl. 01:42

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Lyftir hann upp og hár-togar

Hefst síðan niður-skurður

Á eru settir stál-bogar

Svo verði betri burður

Sigfús Sigurþórsson., 10.6.2007 kl. 02:17

16 Smámynd: Róbert Tómasson

við ath.#20 verð ég að segja.

Alveg tómur er minn haus

allt er þar í pati

ég er eins og fótalaus

kona, og stend á GATI

Róbert Tómasson, 10.6.2007 kl. 11:01

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheheeh

Ég er ekki fótalaus

og stend því ekki á gati

legg ég því á og mæli svo um

að þetta sé brú?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 12:01

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvað?

Ekki geta allir heitað Róbert

 

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 12:02

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

eða kannski göng?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 12:03

20 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei kæru gátubrjótar, ekkert er rétt af þess. En þið eru algert æði, hreinir gullmolar.

Þetta er ákveðin aðgerð, afar algeng, bæði til sveita og bæja, til sveita er þetta stundað meyra af nauðsin, en í borg og bæjum kannski meyra til gamans, en ef gamanið er ástunda, er þetta bráðnauðsinlegt.

Sigfús Sigurþórsson., 10.6.2007 kl. 13:09

21 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

En Hrönn, hvað með ATHS 23 - þú verður að koma með útskýringu, þú segir ekki geta allir heytið Róbert, hér hafa nefnilega ekki verið margir með því nafni.

Sigfús Sigurþórsson., 10.6.2007 kl. 13:12

22 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

ATH: þessi aðgerð er auðvelt og oft nefnd í einu orði, svarið er því eitt orð en má alveg vera seetning.

Sigfús Sigurþórsson., 10.6.2007 kl. 13:14

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

sko.....

....þetta rímar alls ekki hjá mér

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 13:15

24 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta rímar bara á þinn hátt, bara glæsilegt hjá þér Hrönn.

Sigfús Sigurþórsson., 10.6.2007 kl. 13:42

25 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

-

Ég færi gátuna hér niður:

Lyftir hann upp og hár-togar

Hefst síðan niður-skurður

Á eru settir stál-bogar

Svo verði betri burður

Sigfús Sigurþórsson., 10.6.2007 kl. 13:44

26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

braggi?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 14:45

27 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er ákveðin aðgerð, afar algeng, bæði til sveita og bæja, til sveita er þetta stundað meyra af nauðsin, en í borg og bæjum kannski meyra til gamans, en ef gamanið er ástunda, er þetta bráðnauðsinlegt.

Þetta viðkemur ákveðnum dýrum.

Sigfús Sigurþórsson., 10.6.2007 kl. 22:15

28 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

gelding?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 22:25

29 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hvaða kvikindisskapur er þetta í þér Hrönn

Nei ekki er það gelding, en samt aðgerð við dýr.

Sigfús Sigurþórsson., 10.6.2007 kl. 22:30

30 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

beisla?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 22:31

31 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Hrönn, ekki er það rétt.

 -

 -

-

Lyftir hann upp og hár-togar

Hefst síðan niður-skurður

Á eru settir stál-bogar

Svo verði betri burður

Sigfús Sigurþórsson., 10.6.2007 kl. 22:59

32 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hnakkur?

Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 00:17

33 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

annars held ég enn að gelding passi bezt við.....

Lyftir hann upp og hártogar - svæfa

hefst síðan niðurskurður - lagður niður

á eru settir stálbogar - skærin  

svo verði betri burður - eftir geldinu hleypur hann ekki út undan sér....

Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 00:20

34 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já þú villt endilega gelda veslings skeppnuna Hrönn, er ekki eitthvað meyra á mak við það

Sigfús Sigurþórsson., 11.6.2007 kl. 00:31

35 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

auðvitað...

að járna

Liggur í augum uppi

Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 06:12

36 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ps

góðar vísbendingar hjá þér

tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 06:12

37 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ooooog það var hárrétt Hrönn gátubrjótur Sigurðardóttir.

-

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 20 kl.06,12. 11/6

Rétt svar er:  Járningar

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Sigfús Sigurþórsson., 11.6.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 159084

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

223 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband