Vísna gáta dagsins.

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is

 

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is

 

TeningurGatur

  

Litaðir hringir raðast á rós

raðast af hugmyndum barna

þessir englar og litlu ljós

leika með það, að tarna.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Rétt svar er: Að perla.

Rétt svar barst kl.: 11:16

 

Rétt svar gáfu tvær prinsessur: 

 

Auður Skarphéðinsdóttir  

og

 

Vigdís Skarphéðinsdóttir

Höfundur gátu: Sigfús Sigurþórsson

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is

Hugsuðurin

 

Þrautin reynir á huga minn

hrakandi er góður siður

lifa við látum enn um sinn

lifir ef bloggarinn biður.

 

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir mig og hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega hjá mér að vísnagátur sem ég hef sett inn en hef ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svöum við athugasemdum.

 

 Öllum eru velkomið að þreyta Vísnagáturnar, og koma með svör og svar tillögur í gátur þær sem birtast hér á partners.blog.is

Aðal vísnagátan mun birtast að kvöldi dags, fyrir hvern dag hér á partners.blog.is en undanfarna mánuði hafa þær verið settar inn á ýmsum tímum sólahringsins, undantekning getur þó komið fyrir.

 

Einnig eru aukagátur settar inn í Athugasemdir eins fljótt og auðið er, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.

Vísbendingar koma á eftir svartilraunum eins fljótt og auðið er.

Vísnagátur - SigfúsSigurþórsson  Iceland@Internet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Eru þetta blómálfar

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.6.2007 kl. 02:25

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ Ester, thjaaaaaa,,,, mér reyndar finnst það, og veit að þér finnst það líka, en samt svarið er nei.

Ekki er verið að spyrja um gerandann, það ætti að lyggja ljóst fyrir,>Raðast af hugmyndum barna.

Spurningin er,,, hvað er þarna verið að gera?

Sigfús Sigurþórsson., 22.6.2007 kl. 02:46

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ hæ, þar sem ég er að fara í sumarbústað, akkvurat núna, ætla ég að setja hér inn auka vísnagátur ef ské kinni að einhver hafi áhuga á því, ég veit nefnilega ekki hversu títt ég verð í netsambandi, en verð það öðru hverju samt.

Eitthvað virðist þessi vísnagáta dagsins torræð, sennilega bara illa gerð af höfundi, ellegar vel gerð.

Þetta sem um ræðir er afar algengt á leikskólum, jafnt sem heimilum þar sem börn eru.

Sigfús Sigurþórsson., 22.6.2007 kl. 18:50

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Tekur líf og tætir í spað

títt er það hér á landi

Hitlers merki merkir það

minni er samt, okkar vandi.

Sigfús Sigurþórsson., 22.6.2007 kl. 19:34

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hraustur í nefi hefur það

Hundunum er gefið það

Skammyrði í bræði beitt

Borgun, helst í laumi veitt.

Sigfús Sigurþórsson., 22.6.2007 kl. 19:42

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

#5 = bein?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2007 kl. 02:13

7 identicon

# - Eimskip??

Edda 24.6.2007 kl. 00:30

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Fyrsta gátan:  Kubbar, að kubba? legokubbar kannski

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.6.2007 kl. 00:39

9 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Nr. 4.   SS? (sbr. sláturfélag Suðurlands vs. Stormsveitirnar hjá nasistum)?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.6.2007 kl. 00:42

10 identicon

# 4 - Flott hja ther M.St.H. 

Edda 24.6.2007 kl. 01:01

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hvar er Sigfús eiginlega? ennþá í sumarbústaðnum?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.6.2007 kl. 22:11

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hæ hæ hæ hæ, já var að koma núna fyrst úr sumarbústaðinum, komst ekki í netfær fyrr, þetta var sem sagt alger afslöppunar ferð frá tölvum, þótt é gþurfi þess nú ekki, verið var allan tíman að sinna maganum á sér og slappa af.

Og sný ég mér nú í að svara commentum.

Sigfús Sigurþórsson., 24.6.2007 kl. 23:22

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 5 

Rétt svar er:  Bein.

Rétt svar gaf: Hrönn Sigurðardóttir. 

Höf: Sveinn Víkingur.

Sigfús Sigurþórsson., 25.6.2007 kl. 00:11

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar barst við auka gátu í ATHS 4

Rétt svar er:  Sláturfélag Suðurlands

Rétt svar gaf: Margrét St. Hafsteinsdóttir. 

Höf: Sigfús Sigurþórsson.

Sigfús Sigurþórsson., 25.6.2007 kl. 00:17

15 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já var það ekki,,, hvað eru þær gamlar? Krökkum þykir mikið gaman að þessu dundi, og er það bara hið besta mál, að perla með þessum litlu perlum og raða svo á spjöldin litunum eftuir hugarflugi hvers og eins, þetta æfir líka samhæfinguna hjá börnum.

Sigfús Sigurþórsson., 25.6.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 158942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband