Vísna gáta dagsins.

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir mig og hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda mun það klárlega koma fyrir hjá mér að ég viti ekki höfundarnafnið á öllum gátum sem hér birtast.

Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum né svörum við athugasemdum.

Hugsuðurinn

Þrautir reyna á huga þinn

það er jú gamall siður

látum hann lifa hér um sinn

lifir ef bloggarinn biður.

TeningurGatur

Brúnleitur er mjöður einn

en svo á hann að vera

í veislum skal ei vera seinn

skal í könnu bera.

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

-

Rétt svar er: Kakó

Rétt svar barst kl.: 19.57

Rétt svar gaf: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Höfundur gátu:

 

 

Öllum eru velkomið að þreyta Vísnagáturnar, og koma með svör og svar tillögur í gátur þær sem birtast hér á partners.blog.is

Aðal vísnagátan mun birtast að kvöldi dags, fyrir hvern dag hér á partners.blog.is en undanfarna mánuði hafa þær verið settar inn á ýmsum tímum sólahringsins, undantekning getur þó komið fyrir.

 

Einnig eru líkur á að aukagátur verði settar inn í Athugasemdir, eftir að rétt svar hefur borist í síðustu gátu hverju sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

ekki er það rétt svar kappi.

Sigfús Sigurþórsson., 30.8.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Tja... Jólaglögg??

Aðalheiður Ámundadóttir, 30.8.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Malt

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 30.8.2007 kl. 12:32

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Allt eru þetta brúnleitir mjöðir, og sjálfsagt oft bornir fram í veislum, en ekki er það svar komið sem ég óska eftri.

Tilvísun: algengast haft í barna afmælum. og ávallt borið fram í könnu.

Sigfús Sigurþórsson., 30.8.2007 kl. 17:19

5 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

súkkulaði :-) í postulínskönnu

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 30.8.2007 kl. 19:49

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og það er rétt, kakó var orðið sem leitað var eftir.

Sigfús Sigurþórsson., 30.8.2007 kl. 19:57

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

 

 

TeningurGatur

Á sléttlendi stelpa stóð,

stundar lista menni,

ýmsir kúga aular blóð

alt í burt úr henni.

Sigfús Sigurþórsson., 30.8.2007 kl. 20:08

8 identicon

Ein lítil vísnagáta. Ráðning er eitt orð með fjórum merkingum.

Margir gera í léttum leik

líka þangað vilja ná.

trúa því sem kemst á kreik. krubba ein með neti á.

hamros 31.8.2007 kl. 17:34

9 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Svar við ath. 9 held ég sé Mark

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 31.8.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 158962

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband