Miðvikudagur, 25. apríl 2007
French and Saunders grínast með Björk.
Björk Guðmundsdóttir er klárlega eftirsóttur skemmtikraftur, líka hjá grínurum og nú í Saturday Night Live sem er einn vinsælasti og lífseigasti skemmtiþáttur í bandarísku sjónvarpi og hefur verið sýndur á NBC sjónvarpsstöðinni frá árinu 1975.
Flutningur Bjarkar í Saturday Night Live
Björk ræðst á ágengan fréttamann.
Bjork - Drawing Restraint 9 (2005)
French and Saunders grínast með Björk
Góðir listamenn og skemmtikraftar eiga sjaldan neitt einkalíf, sama hverra þjóðar þeir eru og það á lóka við þessa stjörnu okkar íslendinga.
![]() |
Björk í Saturday Night Live á YouTube |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Hversu margir fangar skildu sleppa núna.
Það er ábyggilega ekki vandalaust að berjast við svo mikinn eld við þessar aðstæður, fullt hús miskunarlausum morðingjum. Sjá myndbönd.
Svonalagað er ekkert nýtt, og ávallt gert af föngum, og alltoft sleppa fangar á flótta í svona hasar.
![]() |
Fangauppreisn í Indiana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Fyrri gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Fyrri gáta dagsins er svohljóðandi:.
.
Þótt úti sértu virkar það
Þráttað stíft á-stundum
seigja stundum rugl eitt-hvað
stundum fjör á fundum
Rétt svar barst við fyrri gátu dagsinn kl.15.12
Rétt svar er: Bloggsíður
Höf: Sigfús Sigurþórsson
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Fóstureyðinagar eru hryðjuverk!
Það er nú aldeilis ekkert fátt sem hér má setja útá.
Næst æðsti embættismaður kenningakerfis í Vatíkaninu (1) fór í dag hörðum orðum um hjónaband samkynhneigðra, (2) sem hann sagði af hinu illa, og (3) sagði fóstureyðingar vera persónugert hryðjuverk. (4) Fordæmdi hann illvirki sem eru næstum ósýnileg vegna þess að fjölmiðlar matreiði þau sem dæmi um framfarir í mannlífinu.
Angelo Amato erkibiskup, sem er ritari Trúarkenninganefndar kardínála, sagði að fréttir blaða og sjónvarps minntu í mörgum tilvikum helst á öfugsnúna mynd um hið illa. (5) Læknamiðstöðvar er framkvæma fóstureyðingar kallaði hann sláturhús fyrir fólk.
Vatíkanið og rómversk-kaþólska kirkjan á Ítalíu gagnrýna nú harkalega lagafrumvarp sem kveður á um (6) að ógift pör, bæði af sama kyni og af sitthvoru kyninu, fái að einhverju leyti lögbundin réttindi. Hafa bæði kirkjan og ýmsir kaþólskir stjórnmálamenn gagnrýnt frumvarpið og sagt (7) að það muni leiða til þess að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd.
Bara hér við þessa stuttu grein hef ég margt við aðal höggstaðina, og það 7 talsins sem Vatikanið er að gefa á sér.
![]() |
Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 25.4.2007 kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Dönsk svín koma til íslands!
Nú er bara alveg loku fyrir það skotið að landbúnaðar styrkjakerfið víki á íslandi, með innflutningi á svínakjöti þýðir það klárlega enn meyra basl hjá íslenskum svínabændum.
Þótt sagt sé að innflutningur eigi að vera bundinn við vörur sem íslenskir svínabændur eru ekki að bjóða neytendum nú, er klárt mál að Danskurinn lætur nú ekkert þar við sitja.
Hvaða þjóð ætli verði fyrst í að flytja inn kindakjöt, nautakjöt, hrossakjöt osfrv.?
Hvenar verður íslenska bændastéttin bara lögð niður?
Í fréttinni segir að Danskir svínakjötsframleiðendur ætla inn á íslenskan markað
Danska stórfyrirtækið Danish Crown undirbýr nú innrás á íslenskan markað með svínakjöt. Þetta hefur Bændablaðið eftir hinu danska Landbrugsavisen. Þar segir að fulltrúar fyrirtækisins hafi átt góðan fund með fólk úr íslenskum matvælaiðnaði og hafi þeir komið af honum fullir bjartsýni.
Landbrugsavisen segir eftir forsvarsmönnum Danish Crown að útflutningur til Íslands hafi verið erfiðleikum bundinn vegna flókinna tollkvóta en nú stefni Danish Crown að því að verða fyrsta fyrirtækið sem selur svínakjöt til Íslands. Haft er eftir Henrik Rosbjerg talsmanni fyrirtækisins að góðir möguleikar séu á að selja vörur úr svínakjöti sem Íslendingar framleiði ekki sjálfir og nefnir þar einkum afurð sem á ensku nefnist Tender Pork.
Hvenar verður íslenska bændastéttin bara lögð niður?
![]() |
Danskir svínakjötsframleiðendur ætla inn á íslenskan markað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Seinni gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Seinni gáta dagsins er svohljóðandi:.
Hver er sú með sætan són,
seg mér hennar heiti,
gerir bæði gagn og tjón
garða yzt við reiti?
Rétt svar barst við síðari gátu dagsinn kl.17.00
Rétt svar er: Tunga
Rétt svar gaf: Dúa Dásamlega (Sigþrúður Þorfinnsdóttir)
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Aðeins tilfinngalaust og illgjarnt fólk framkvæmir svona illvirki.
Amur eru leikfélagar barna í dýragörðum og geysilega falleg dýr.
Skoðaðu myndbönd með Amur hlébörðum,
Fréttin á Mbl: Veiðimenn í Rússlandi hafa fellt eitt síðasta amur-hlébarðakvendýrið í heiminum, að því er náttúruverndarsamtökin WWF greindu frá í dag. Aðeins sjö kvendýr af þessari tegund voru eftir. Eykur þetta enn á hættuna á að tegundin deyi út. Alls munu vera eftir 25-37 amur-hlébarðar sem lifa villtir í heiminum.
Í frétt frá WWF segir að fleiri karldýr tegundarinnar lifi villt en kvendýr vegna þess að þegar kattardýr séu undir álagi eignist þau fremur karlkyns afkvæmi.
Dýrið var skotið í bakið og síðan barið í höfuðið uns það dó, segir WWF. Engin dæmi eru um, svo vitað sé, að amur-hlébarðar hafi ráðist á menn. Dýraeftirlitssamtök á svæðinu fengu ábendingu um að hlébarði hefði verið felldur, og fannst það eftir nokkra leit.
Pavel Fomenko, fulltrúi WWF í Austur-Rússlandi, sagði: Einungis hugleysi eða heimska getur fengið menn til að myrða hlébarða. Sennilega var um hvort tveggja að ræða í þessu tilviki.
![]() |
Veiðimenn felldu fágætan hlébarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Við hverju býst hún eiginlega? þið sjáið þetta að sjálfsögðu bara í kortunu hennar.
Er það ekki?
Þú sérð alveg hvernig þetta átti eftir að fara. er það ekki ? og eins hvernig þetta verður hjá kerlingar greyinu, skoðaðu vel bláu og rauðu strikin.
Séðu þetta ekki allt saman núna ljóslifandi?
Einmitt.
![]() |
Fékk ekki vinnu í ár eftir að hún kyssti Ellen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Fyrri gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Fyrri gáta dagsins er svohljóðandi:.
,Líkama og sálarlaus ég er,
líkama og sál þó fangi,
endurnærast allir á mér,
ekki þó á gangi.
Rétt svar barst við fyrri gátu dagsinn kl.02.52
Rétt svar er: Svefn
Rétt svar gaf: Margrét St. Hafsteinsdóttir.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 23. apríl 2007
20 milljón grömm af fíkniefnum.
Hér er sko alsekki verið að tala um nokkrar hjólbörur af dópi, 20 tonn eru 20 þúsund kíló hvorki meyra né minna og neytendur og salar tala um grömm, þannig að við ættum að segja að þetta séu 20 milljónir gramma, það er nú í nokkrar nasirnar.
Þónokkuð blogguðum við um eiturlyf, læknadóp ofl. hér, og hér fyrir stuttu síðan.
>Fundu 20 tonn af kókaíni í flutningaskipi<
![]() |
Fundu 20 tonn af kókaíni í flutningaskipi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 24.4.2007 kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Síðari gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Seinni gáta dagsins er svohljóðandi:.
Auðþöll býr sig opt til vegs,
með augu tvö og fætur sex,
hörkulega hún fer að,
en heggur þó í sama stað.
Rétt svar barst við síðari gátu dagsinn kl.21.57
Rétt svar er: Vagga
Rétt svar gaf: Már Högnason
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Ætli það séu nokkuð kamrar á víð og dreif uppá Kárahnjúkum?

Helga segir hreinlæti ábótavant þar sem menn vinni í göngum. Þeir geti ekki þvegið sér áður en þeir borði og skammti sér sjálfir á pappadiska úr opnum ílátum. Hún hafi óskað eftir úrbótum, til dæmis að skammtað sé fyrir fram. Spurð um salernisaðstöðu sagðist hún hafa séð ferðaklósett 200 metra frá þeim stað þar sem maturinn var framreiddur.
Helga tekur fram að hún hafi ekki getað tekið sýni úr matnum sem menn borðuðu því búið hafi verið að henda afgöngum. Vatnssýni voru send í rannsókn.
Portúgali sem fór til síns heima í gær hafði samband við Fréttablaðið og lýsti aðstæðum í göngunum þegar mennirnir veiktust. Á fimmtudeginum höfðu þeir verið djúpt

Þorvaldur P. Hjarðar, aðstoðarumdæmisstjóri Vinnueftirlitsins á Austurlandi, segist ætla á vettvang strax í dag og kanna aðstæður. Svo virðist sem mennirnir hafi veikst vegna lélegs frágangs á mat sem heilbrigðiseftirlitið væri búið að gera athugasemdir við. Ekkert sé að því að mennirnir séu í göngunum í yfir tíu tíma ef salernis-, þvotta- og kaffiaðstaða sé fyrir hendi.
![]() |
Tugir starfsmanna við Kárahnjúka veiktust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Britney Spears - allt hinum að kenna.
Hér er bara allur sannleikurinn um nútíð og framtíð Britney Spears.
Og hér eru viðbrögðin í lagi.
![]() |
Spears segir karlmenn ekki getað þegið ást raunverulegrar konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Afmælisveislan tókst alveg meiriháttar vel.
Ég hélt upp á 7 ára afmæli dóttur minnar í dag og hélt afmælið í Fjölskildu og Húsdýragarðinum, ég óskaði hér fyrir stuttu síðan eftir tillögum frá Bloggfélögum og benti einn slíkur á Húsdýragarðinn, og fær Bloggfélaginn þakkir fyrir hér með.
Það var fjölmennt í veislunni og tókst hún í alla staði vel,að mínu mati og afmælisbarnsins, mér skilst að gestirnir hafi verið eitthvað ríflega 40 talsins og ekki gat ég séð betur en allir væru hæstánægðir og eins og áður sagði var bæði ég afmælisbarnið í skýjunum.
Þeir sem hafa ekki prufað að halda upp á barnaafmæli þarna ættu hiklaust að prufa það.
Afmælisbarnið Guðbjörg Sól með taglið að gefa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Fyrri gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Fyrri gáta dagsins er svohljóðandi:.
.
Fuglum vorsins finnst ég grænn
Fjörlega snýst ef einhver smyr.
Í spilastokknum var ég vænn
Og vinsæll guð hér áður fyrr.
Rétt svar barst við fyrri gátu dagsinn kl.06.24
Rétt svar er: Ásinn
Rétt svar gaf: Már Högnason
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Síðari gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..
-
Seinni gáta dagsins er svohljóðandi:.
, Hringastreymi H2O
Hámar vænann sopann
Vegableyta brýst um sko
Vætla sá ég dropann
Rétt svar barst við síðari gátu dagsinn kl.22.23
Rétt svar er: Svelgur
Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Hann er vel að þessum verðlaunum kominn kallinn.
Og ábyggilega löngu búinn að eyða margföldu verðlaunafénu í þessa hugsjón sína.
Orr er athafnamaður og lætur hendur standa frrmaúr ermum, ekki er nú langt síðan Orri stóð í síma hugleiðingum.
Ýmislegt hefur verið umdeilt hjá Orra Vigfússyni í laxa rannsóknum sínum og yfirlýsingum.
Orri er öllum stundum í Vötn og Veiði og segja þeir að Orri Vigfússon fari á stundum ekki hefðbundnar leiðir í fjáröflun til uppkaupa á sjávarnetum. En ekki hefðbundnar leiðir eru einfaldlega hans leiðir og nú hefur hann samið við fyrirtækið Salmon Reel Ltd sem hefur látið framleiða nokkra hringitóna sem hver og einn er af þekktu fluguhjóli frá Hardys eða Farlow!
Forstjóri Salmon Reel Ltd heitir Richard Hewitt og hefur lengi verið einn af ötulum stuðningsmönnum NASF, verndarsjóðs Orra. Allir þeir er panta sér hringitón borga gjald fyrir og rennur ríflegur hlutur þar af til NASF, til fjármögnunar á uppkaupum neta í sjó.
Á þingi hafa rannsóknir Orra oft komið til meðferðar og set ég hér smá dæmi um slíkt::
Frú forseti. Ég ætlaði að koma í ræðustól til að taka hæstv. ráðherra til bæna fyrir ræðu hans áðan en er hættur við það. Mér finnast það söguleg tíðindi þegar hæstv. ráðherra kemur og gleður þingheim og gott fólk með því að lýsa því yfir að hann sé kominn í hóp þeirra sem vilja með einhverjum hætti reyna að opna fyrir göngu urriðans niður í Efra-Sog og þar með að taka hugsanlega upp Steingrímsstöð. Þetta er reyndar það sama og kollegi hans, hæstv. dómsmálaráðherra, hefur lýst yfir í framtíðarstefnu Þingvallaþjóðgarðsins. Fyrir þetta þakka ég, mér þykja þetta ákaflega merk tíðindi.
Ég ætla þess vegna að spara það við mig að benda þingheimi á að mér finnst kannski hæstv. ráðherra vera full hörundssár. Þetta er nú karlmenni eins og við þekkjum, bóndasonur úr Árnessýslu, að vísu brúnaþungur stundum. En þó ég nefni það í ræðustól, sem ekki bara öll þjóðin veit heldur ákaflega margir sem hafa stundað stangveiði á alþjóðlega vísu og verndun laxastofnsins, að Orri Vigfússon hafi sannarlega staðið sig vel í þeim efnum að kaupa upp laxveiði í hafi má hæstv. ráðherra ekki koma hingað og smækka sjálfan sig á því að halda fram eigin ráðuneytisstjóra í þeim efnum. Vissulega og vafalítið hefur sá ágæti ráðuneytisstjóri staðið sig vel en forgöngumaðurinn var Orri Vigfússon, það vitum við öll.
Sömuleiðis verður það að koma fram, frú forseti, að líklegt er að hæstv. landbúnaðarráðherra hafi ekki nennt að lesa þá tillögu sem hér liggur fyrir því það er af og frá að Veiðimálastofnun sé búin að hrinda í framkvæmd því sem þar er lagt til. Hitt er rétt að eftir að við, nokkrir þingmenn, höfum klifað á nauðsyn þessara rannsókna árum saman hefur Veiðimálastofnun tekið sig á með góðum stuðningi hæstv. ráðherra og fjárlagavaldsins og ráðist í upphaf á ýmsum þeim rannsóknum sem verið er að tala um hér. Meyra hér.
Tilvitnun lokið.
En hefðu verðlaunin samt ekki allt eins geta verið vel varið og jafnvel betur varið til annarra aðila, eða samtaka??
Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Orri Vigfússon hlýtur helstu verðlaun baráttufólks fyrir verndun umhverfissins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
halkatla
-
Ari Guðmar Hallgrímsson
-
Baldvin Jónsson
-
Birgir Leifur Hafþórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyþór Jónsson
-
Fannar frá Rifi
-
Fararstjórinn
-
Friðjón R. Friðjónsson
-
Gestur Halldórsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Gylfi Björgvinsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Hallur Guðmundsson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Nikulásson
-
Hrannar Baldursson
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Jens Guð
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kolgrima
-
Kristján Jónsson
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Sigurðarson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigurjón Benediktsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Traustadóttir
-
gudni.is
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf Nordal
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Örvar Þór Kristjánsson
-
Þóra Hermannsdóttir Passauer
-
Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar