Föstudagur, 2. mars 2007
Glæsilegt útbú í Hafnarfirði, glæsileg þjónusta.
Ég verð eiginlega að byrja á atburðarrásinni frá byrjun til að lýsa þessari eins og mig langar til.(Ég ætla að segja/skrifa þessa romsu eins og enginn þekki mig né Guðbjörgu Sól.)
Þannig var mál með vexti að dóttir mín 7 ára (18 apríl) sá í skólanum sínum einhver barmerki eða merki til að hengja á sig svo börnin sjáist í myrkri, þetta var í fyrradag og ég sagðist skildi fara í bankann og leita hvaða banki þetta væri sem væri að dreifa þessu eða væri með þessi merki, og ég skildi vera með það tilbúið þegar hún kæmi heim úr skólanum daginn eftir, eyddi hún miklum tíma í að útskýra fyrir mér og með miklum tilþrifum og mikilli nákvæmni hvernig merkið ætti að vera.
Í gær fór ég svo að þræða bankana, tók bara röðina eins og leið mín lá, byrjaði á landsbankanum og þeir könnuðust ekki við að hafa verið með neitt, en bent mér á annað landsbankaútibú og fór ég í það, en nei þeir hvorki áttu neinskonar glitmerki og höfðu ekki verið með neitt sem átti við þessa lýsingu Guðbjargar Sólar, næst fór ég þá í eitt Sparisjóðs útibú og þar var heldur ekkert í gangi svo ég var snöggur þar, lá leiðin þá inn í Kbbanka í Hafnarfirði og leist nú ekki á blikuna því þar var dálítið að fólki svo ég sá fram á einhverja bið, en ég var búin að lofa prinsessunni minn merki svo að ég tók biðmiða og fór að rölta um og settist svo niður í æðislegan stól, Kbbanki í Hafnarfirði er nýbúinn að gera stórskemmtilegar breytingar á útibúinu þar, ég heillaðist að þessum breytingum, en það sem vakti mesta athygli mína var að þarna gekk gullfalleg dama á milli gesta og tók á móti nýju fólki í dyrunum um leið og það gekk inn, hún bauð fólk velkomið og innti það eftir hvort hún gæti aðstoðað á einhvern hátt, reif meyra segja biðmiðana og rétti fólkinu oa bauð því sæti, hún sinnti þessu með þvílíkum áhuga að það var einna helst að hún væri að taka á móti fólki í 30 ára afmælið sitt.
Ég sat þarna og dáðist að breytingunum og að sjálfsögðu dömunni fallegu og sýndist mér fleiri gera það en ég, reyndar allir ef ekki við öll sem þarna biðum, eftir þó nokkra bið KVIKNAÐI á minni handónýtu peru, auðvitað mundi hún kanna þetta fyrir mig með merkið aðtarna, ég sagði henni frá vanda mínum og reyndi að lýsa merkinu með eins mikilli nákvæmni og Guðbjörg mín gerði (sem var vonlaust hjá mér, en komst nálægt því) hún fattaði strax hvað ég átti við og bað mig að hinkra augnablik sem ég og gerði, ég sá hana bregða við öðruhverju þar sem hún skaust á milli þjónustu horna og herbergja, eftir smá stund kom hún aftur, opnaði skáp sem var rétt hjá mér og tók út litabók og liti í plastpoka, ójú þarna var myndin sem Guðbjörg lýsti svo nákvæmlega, það sá ég undireins, en þetta var ekki merki til að láta hanga á sér og ég vissi alveg að þetta kæmi ekki í staðin fyrir það, sagði daman að það hefði einmitt verið merki með þessari mynd en því miður eru þau öll búin, hún bauðst til að kanna í öðrum útibúum og fór í það verk, nú leið þónokkur stund, kom hún svo til baka og sagðist vera búin að finna merki og það væri verið að pakka því niður og yrði sent, hvort sem ég vildi heim til mín eða hingað í Kb útibúið, jahérna, ég vildi fá merkið í útibúið, bara til að koma aftur og sjá breytingarnar aftur og kannski pínulítið fallegu dömuna.
Þetta endaði ekki bara svona, hún óskaði eftir GSM símanúmerinu mínu til að tilkynna mér þegar merkið væri komið, jahérna og þetta var bara eitt merki.
Klikkað flott útibú (og dömur) klikkað flott þjónusta, mér skildist á þessari dömu að þetta væri stefnan í Kbbanka.
Og nú segir þú, já já og við borgum brúsann, þá segi ég So what.
En Guðbjörg fær merkið sitt og mér líður alveg svakalega vel.
SigfúsSig.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Guðmundur, þetta könnumst við ábyggilega mörg við, það er að segja aðrétt heilsast.
En þú mátt ekki taka skrif mín þannig að ég sé að akitera fyrir Kbbanka, ég á reykninga þarna, en það eru algerir aukareykningar sem nánast ekkert eru notaðir.
Þetta var eingöngu skrifað vegna þes að mér leið svo óskaplega vel þegar ég fór útúr bankanum og ekki síst vegna þess að ég hafði það af að standa við gefið loforð við dóttur mína.
Kæra þakki fyrir gott innlegg Guðmundur.
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 2.3.2007 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.