Fimmtudagur, 8. mars 2007
ÓGEÐSLEGT og illa innrætt fólk, ég bara á ekki orð.
Hvað er eiginleg að ské? hvað er hlaupið í fólk? sér það KLÁM í öllum skapaðans hlutum?
Mig undrar að svona lagað skuli vera að gerast og skammast mín fyrir þessa íslendinga.
Mikið er bloggað og skrifað um Smáralindarbæklinginn, ég var nú orðin alvarlega forvitinn um þessar myndir í honum, sem ég hafði ekki séð vegna þess að einhverra hluta vegna fékk ég hann ekki, og það get ég sagt ykkur að mér leið nú ekki par vel með það, því ég náttúrulega var öruggur á að það væri vegna þess að svona einfeldningur eins og ég ætti alsekki að sjá svona sorprit.
Td. skrifar bloggarinn Guðbjörg H. Kolbeinsdóttir kennari við Háskóla íslands:Auglýsingabæklingur frá Smáralind var borinn í hús í dag. Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.
Forsíðumyndin blandar saman sakleysi barnæskunnar (stúlkan erumkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning. Er slík notkun á táknum, sem eru flestum fullorðnum vel kunnug, viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum?
Á öðrum stað í auglýsingablaðinu eru myndir af þekktri söngkonu sem máluð er eins og Barbie-dúkka. Í texta segir: Barbie loves MAC er ný litalína sem kemur aðeins í takmarkaðan tíma sérstaklega hönnuð fyrir allar lifandi dúkkur. Eru stúlkurnar, sem eru um það bil að fara að fermast, aðeins lifandi dúkkur?
Skilaboðin sem auglýsingablað Smáralindar sendir ungum stúlkum eru þessi: Verið undirgefnar kynlífsdúkkur.
Tilvitnun lokið. >>>Blogg síða ruddans.<<< (Viðbót, greinilega búið að fjarlægja bloggið.)
Ég nenni ekki að leita að fleyrum sem tóku undir þetta með henni, nokkrir bloggarar tóku undir þetta með henni..
Ég varð já VARÐ að útvega mér þennan bækling, og fyrst pósturinn var að verja mig fyrir ósómanum dröslaði ég mér inní bíl og ók tugi kílómetra til að berja þennan ósama augum, var samt dálítið smeykur við þetta skrímsli.
Bæklingnum náði ég, og vonaði að eingin tæki eftir því að ég væri að eltast við svona ógeðslegt sorprit.
Ég þorði einganvegin að kíkja á eða í bæklinginn atarna, hafði hann bara í vel lokuðum pokanum alla leiðina heim, hljóp upp stigann, rauk inn og reyf blaðið upp úr pokanum og fór að rína í með hræðslublendinni forvitni,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
Hvernig segir maður þetta aftur,,,, eða skrifar DÍSÚS KRÆST, eða Jesús Kristur, hvar er klámið, fékk ég vitlausan bækling?
Klámið fann ég hvergi, og þetta var með þeim flottustu bæklingum og myndum sem ég séð, bæklingurinn hinn myndarlegasti og fallegt fólk með föt eða annað í kringum sig eða bara það sem verið er að auglýsa.
Ég lýsi því hér með yfir að margir íslendingar eru ógeðslega þenkjandi og ég vona að ég þurfi aldrei að berja þetta fólk augum, en ef það á eftir mér að liggja vona ég að ég missi mig ekki.
Enn og aftur, aðrar konur en soðnar í klámhugsanir, til hamingju með daginn.
Kv. SigfúsSig.
Ps. myndinni bætt inn í færslu síðar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt 9.3.2007 kl. 12:47 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eg verð að segja um þessar konu sem hneikslast á engvu/Margur heldur mig sig!!!Halli Gamli/
Haraldur Haraldsson, 8.3.2007 kl. 10:30
Eins og ég skrifaði á aðra bloggsíðu hérna þá get ég ekki annað en vorkennt stelpunni á myndinni og tela að Guðbjörg sem skrifaði fyrst um þetta, eða annar nátengdur, hafi tapað samkeppni um að fá að vera á myndinni eða vinna við verkefni í kringum hana.
Egill Andrés Sveinsson, 8.3.2007 kl. 11:15
Já stundum er það þannig Haraldur.
Ohhhh. það gæti verið skýring Egill, en ekki er það afsökun, það er alveg á hreinu.
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 8.3.2007 kl. 11:38
úff veistu ég var svo sjokkeruð þegar ég fór að lesa um þetta blogg í gær að ég rétt gat kommentað aðeins hjá nokkrum sem voru að hneykslast, svo sá ég bæklinginn og þá var mér allri lokið. Þetta er bara hið skelfilegasta mál að öllu leiti og ég ætla ekki að blogga um það neitt heldur reyna að gleyma. En það er um að gera að reyna að auglýsa hvað manni finnst um svona hugsunarhátt og orðbragð einsog hjá klámperranum - ÉG VAR BARA SLEGIN!
halkatla, 8.3.2007 kl. 18:36
einmitt sko, það er ekkert hægt að segja um þennan bækling nema fallega hluti.
halkatla, 8.3.2007 kl. 18:36
Sammála er ég þér í að ekki er vit í að vera að tönglast á þessu, en ef þetta hefði nú verið karlamaður, hvað þá? það er nú íhugunarefni.
Ég er þér Anna virkilega sammála að það er lítið annað um þennan bækling að segja nema það að hann er hinn snyrtilegasti, en já við skulum grafa þetta svo KLÁM verði ekki aðalefnið á bloggsíðum allt árið.
Kveðja og takk fyrir kommentið.
SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 8.3.2007 kl. 19:01
Æiiiii Kristinn, veistu það að ég er hreinlega farin að vorkenna henni, get bara ekki að því gert.
Sigfús Sigurþórsson., 9.3.2007 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.