Vantar samt ekki afsökunarbeyðnina??

Þjóðin hefur dæmt í Smáralindarmáli

Úr Fréttablaðinu 14 mars

 

getFile.phpÁgúst Þórðarson, faðir fyrirsætu á fermingarbæklingi Smáralindar er ósáttur við skrif Guðbjargar Hildar Kolbeins og skilur ekki af hverju hún biðst ekki afsökunar.

"Ég hef ekki fengið neitt erindi frá umboðsmanni barna vegna þessa. Og hvað okkur varðar þá er þjóðin eiginlega búin að dæma í þessu máli. Og það er sá dómur sem Guðbjörg Hildur Kolbeins fær. Eins og málin standa í dag munum við ekki sækja málið fyrir dómstólum," segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar.

Í síðustu viku varð uppi fótur og fit, ekki síst í netheimum, vegna afar harkalegra ummæla doktors Guðbjargar Hildar, stundakennara í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, á bloggsíðu sinni. Guðbjörg las argasta klám út úr forsíðu fermingarbæklings sem Smáralind sendi frá sér og sendi í kjölfarið umboðsmanni barna erindi vegna málsins. Túlkun hennar á meintum klámstellingum hinnar ungu fyrirsætu sem var á forsíðunni fóru mjög fyrir brjóstið á mörgum. Viðbrögðin voru ofsafengin á netinu þar sem mest bar á þeim sem fordæmdu harðlega túlkunarfræði Guðbjargar Hildar.

Eva Dögg segir orð Guðbjargar Hildar þeim mun alvarlegri í ljósi stöðu hennar við Háskólann og skjóta skökku við ekki síst í ljósi þess að nýverið var hrundið af stað herferð sem beint er að börnum með þau skilaboð að þeim beri að gæta orða sinna á netinu.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins hefur Guðbjörg Hildur reynst ófáanleg til að tjá sig um málið. Þá hefur hún ekki birt staf á frægu bloggi sínu eftir að hin umdeilda færsla hvarf fyrir um viku. Faðir fyrirsætunnar ungu er Ágúst Þórðarson rekstrarhagfræðingur. Hann tekur mjög í sama streng og Eva Dögg. Og honum þykir furðu sæta að Guðbjörg Hildur hafi ekki beðist afsökunar né sent frá sér eitt né neitt í þá veru.

"Hún sér ekki sóma sinn í því. Við höfum leitað til lögfróðra aðila í samvinnu við forstöðumenn Smáralindar sem hafa höndlað þetta mál af miklum sóma. Engum æsingi eða ofstopa fyrir að fara á þeim bæ."

Ágúst fer ekki í launkofa með að allt þetta mál hefur tekið á fjölskylduna en sem betur fer hafa öll viðbrögð í umhverfi dóttur hans verið jákvæð. Skólasystkini hennar hafa staðið þétt að baki henni sem og skólayfirvöld. Ágúst segir að menn geti rétt ímyndað sér hvort fjölskyldan hafi ekki verið slegin út af laginu með þessum ummælum.

"Maður veit ekki annað en barnið sitt sé að gera hina eðlilegustu og rétta hluti. Allt sem hún hefur gert í samvinnu við þetta fólk hefur verið til fyrirmyndar og allir grandalausir gagnvart svona túlkun. En guð minn almáttugur, þetta er bara 14 ára barn. Og menn geta ímyndað sér hvernig hún þarf að taka á þessu gagnvart umhverfi sínu. Algerlega hömlulaust þetta blogg og þar virðist fólk geta sagt hvað sem er," segir Ágúst.

jakob@frettabladid.is

 

SigfúysSig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

kvitt

Kristberg Snjólfsson, 15.3.2007 kl. 15:06

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki verið að tala um hvað sagt var, heldur hið skrítna að ekki skuli koma afsökunarbeiðni til barnsins.

Sigfús Sigurþórsson., 15.3.2007 kl. 19:18

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Mér finst að Guðbjörg ætti að biðjast afsökunar.

Georg Eiður Arnarson, 15.3.2007 kl. 20:34

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er akkvurat það,og þar er ég þér hjartanlega sammála,,,,,, Varðandi mynd af Bakkafjöru Georg þá fann ég slatta af þeim og svo um nátturlega þessi líkön sem gerð voru,,,,,,, skil ekki þetta mál til hlýtar, hef ekki fylgst nógu vel með þessu máli en skilst ða ansi margir eyjamenn séu þessari staðsetningu mótfallnir.

Sigfús Sigurþórsson., 15.3.2007 kl. 21:37

5 Smámynd: halkatla

hún ætti að sjálfsögðu að biðjast afsökunar, þetta er allt svo öfugsnúið og fáránlegt og hún gleymdi alveg að hugsa um að á bakvið framsetninguna var raunveruleg stúlka! verra getur það ekki orðið, en afsökunarbeiðni myndi laga margt...

halkatla, 15.3.2007 kl. 23:50

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er einmitt það Anna Karen, það mundi breyta öllu (ef svo mætti segja) fyrir stúlkuna og aðstandendur hennar, og svo Guðbjargar sjálfrar, en mér finnst það sína samviskuleysi að byðjast ekki afsökunar.

Sigfús Sigurþórsson., 16.3.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband