Sunnudagur, 25. mars 2007
Hvernig myndast ský?
Í náttúrunni streymir loftið upp á við af ýmsum ástæðum. Þannig myndast ólík ský.
Ef litlir blettir á jörðinni hlýna af sólskini, myndast einstök ský, þegar hlýja loftið streymir upp og rakinn þéttist. Við köllum þetta HITAUPPSTREYMI, og skýin eru þá oftast slétt að neðan, en alþakin keppum eða kúlum að ofan, líkt og blómkálshaus. Þau líkjast þá bólstruðu sæti, og við köllum þessi ský BÓLSTRASKÝ. Þau eru algeng, sérstaklega á hlýjum sumardögum. Þau myndast þá yfir þeim stöðum á landi, sem sólin hitar mest, til dæmis suðurhlíðum fjalla. Á sama tíma getur verið heiðríkt yfir sjónum, sem hlýnar ekki eins mikið. Sandar hitna líka meira en mýrar. þegar þessi bólstraský eru orðin til, oftast rétt yfir fjöllum, fara þau að hreyfast með vindinum, sem þar er, og hann er oft annar en vindurinn niðri við jörð.
Við skil streymir loft líka upp á við. Það er hlýja loftið, sem lyftist yfir það kalda og kólnar þá og þéttist og myndar ský. En þetta gerist á belti sem er oft eins breitt og Ísland. Þessi ský ná þess vegna yfir geysistór svæði og þekja allan himininn. Við köllum þau SKÝJABREIÐUR.
Þegar loft streymir í áttina að fjalli og verður að blása upp eftir hlíðum þess, myndast oft ský þeim megin ofan til á fjallinu. Við köllum þau VINDSKAFIN SKÝ, af því að þau eru stundum aflöng og mjókka til endanna. Hinum megin við fjallið streymir loftið niður, og þar er þá oft heiðskýrt, eða þá minni vindskafin ský. Loft getur kólnað án þess að streyma upp á við. Það getur stundum blásið yfir kaldari sjó eða land, sem kælir það. Þá myndast skýin alveg niðri við jörð, en það köllum við ÞOKU. Þoka er sem sagt ekki annað en ský niðri á jörðinni.
Ský myndast á mismunandi hátt (bólstraský, skýjabreiður) og útlit þeirra er ólíkt því. Þau myndast líka í mismunandi hæð. Eftir þessu tvennu, útliti og hæð, er skýjum skipt í tíu tegundir.
LÁGSKÝ eru lægst allra skýja, og neðra borð þeirra er aldrei meira en í 2000 metra hæð yfir jörð. Til lágskýja teljast ÞOKUSKÝ, FLÁKASKÝ, BÓLSTRASKÝ OG SKÚRASKÝ.
MIÐSKÝ eru á hæðarbilinu 2000 - 5000 metrar. Þau skiptast í NETJUSKÝ, GRÁBLIKU OG REGNÞYKKNI.
HÁSKÝ eru í meira en 5000 metra hæð yfir jörðu. Þau skiptast í KLÓSIGA, BLIKU og MARÍUTÁSU.
Lýsing skýjategunda:
Þokuský Ýmis jöfn og gráleit hula eða gráar skýjadreifar, sem berast fremur hratt yfir loftið. Stundum lyftir þoka sér frá jörðu og verður að þokuskýjum. | Netjuský Öldóttar skýjabreiður, stórar eða smáar. Oft eins og litlar hvítar öldur með heiðríkjubletti á milli, en stundum stærri gráir og skuggalegir keppir. |
Flákaský Öldóttar skýjabreiður, með stórum gráum hnoðrum eða löngum skýjagöndlum, ná stundum yfir allt loftið. Algeng haust og vetur. | Gráblika Ljósgrá og jöfn skýjabreiða, sem nær oftast yfir allt loftið. Gegnum þau sést sólin eins og lítill hvítur hnöttur með óskýrum útlínum. |
Bólstraský Ljósleit á efra borði með sléttu neðra borði. Geta líkst bómullarhnoðrum (góðviðrisský) eða verið háreistari og hnyklast þá líkt og reykjarstrókar. | Regnþykkni Dökk eða grá skýjabreiða sem nær oftast yfir allt loftið, með langvinnri rigningu eða snjókomu (ekki skammvinnar skúrir eða él, þá væru þetta skúraský). |
Skúraský (stundum þrumuský) Þau myndast, þegar bólstraský verða mjög háreyst. Minna oft á hrikaleg fjöll eða fjallgarða. Þeim fylgir skúrir eða snjóél, en stundum þrumuveður eða hagl. | Klósigar Þunnar, fíngerðar og hvítar trefjar eða fjaðrir hátt í lofti. Stundum líkt og komma í laginu (vatnsklær). |
Blika Ljósleit þunn skýjaslæða, ýmist á öllu loftinu eða hluta þess. Sól skín í gegnum blikuna, svo að hlutir varpa skuggum. Oft er stór hvítur hringur í kringum sólina (rosabaugur). | Maríutása Hvítir og smáir skýjagárar hátt í lofti (ullin hennar Maríu guðsmóður!). Fremur sjaldgæf ský. |
Skýjahöll yfir Vík í Mýrdal valin mynd ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Falleg mynd og flott samantekt hjá þér. Ég er alin upp undir Eyjafjöllum og mér var kennt að netjuský og maríutása væru samheiti, ég skrifaði um veðurspá og ský hér fyrr í vetur. Netjuský og klósigar.
Ester Sveinbjarnardóttir, 25.3.2007 kl. 07:58
Flott og fræðandi síða.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.3.2007 kl. 08:07
Ég verð því miður að gera játningu fyrir ykkur dönur, ég á ekki þennan skýja fróðleik, tók eingöngu saman og setti hér inn vegna þess að ég fór að leita fyrir mér um þetta vegna myndarinnar í fréttinni. En það er gaman að þessum fróðleik, því við erum alltaf að tala um skýin sí og æ, spá og spegulera. Það alltjent er hægt að segja að þetta eru skemmtileg fyrirbæri.
Sigfús Sigurþórsson., 25.3.2007 kl. 11:13
Hva bara orðinn veðurfræðingur
Kristberg Snjólfsson, 25.3.2007 kl. 11:41
Já skýin eru áhugaverð. Samantektin er góð þó hún sé fengin annars staðar frá. Skemmtilegt og áhugavert lestrar.
Ragnar Bjarnason, 25.3.2007 kl. 11:43
Já Kristberg, en ekki samt segja neinum frá.
Já Ragnar, þetta eru afar áhugaverð fyrirbæri, maður spáir bara lítið í þau svona dags daglega, þetta eru fyrirbæri sem alltatíð hafa verið (held ég) svo lítið er spáð í þetta, það er ekki fyrr en maður sér svona sérstakt eins og myndina Skýjahöllin yfir Vík.
Sigfús Sigurþórsson., 25.3.2007 kl. 12:07
Flott samantekt hjá þér, þá er maður kominn með skýringar á "skrítna" Víkurskýinu sem vann til verðlauna.
Óttarr Makuch, 26.3.2007 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.