Mánudagur, 26. mars 2007
Fer klárlega ver með einstaklinga en klámið.
Við erum alveg einstök þjóð, bönnum klám ein leifum spilavíti.
Það er ekki hægt að segja fyrir um með neinni vissu hver getur orðið sjúkur spilafíkill og hver ekki. Spilafíkn er falin sjúkdómur. Spilafíkn er ekki einungis slæmur ávani, heldur mjög erfiður og skæður sjúkdómur. Á svipaðan hátt og fólk verður háð áfengi eða fíkniefnum verða spilafíklar haldnir óstjórnlegri löngun til að leggja undir fé í ýmis konar fjárhættuspilum. Fjárhættuspil snúast um spennuna og hasarinn sem fylgir fjárhættuspilum er eins og að taka róandi lyf eða örvandi til að koma spilaranum í rétta stuðið og líðanina. Þessi áhrif hverfa svo aftur þegar fjárhættuspilarinn þarf að horfast í augu við raunveruleikann, tapaða peninga og tíma. Eftir sem stressið og álagið eykst finnst fjárhættuspilaranum að hann verði að leita sér fróunar í enn meiri spilamennsku. Afleiðingin verður stigversnandi tilfinningalegt og fjárhagslegt öngþveiti sem getur leitt til hruns bæði fjárhættuspilarans og fjölskyldu hans. Spilafíkn getur þjakað fólk á öllum aldri jafnt unga sem aldna af báðum kynnum, sama hver staða þeirra er eða fjárhagsgeta vefsíðu Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Ég þekki persónulega til nokkurra aðila sem hafa lent í þeirri óhamingju að spila frá sér fjölskildu, hús og heilsu.
Hefur fólk ekkert orðið vart við þetta vandamál eða hvað?
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kaldhæðnislegt að spilakassarnir eru frá Rauðakrossinum og Háskólanum til að styrkja æsku og illa staddar fjölskyldur.
Ester Sveinbjarnardóttir, 26.3.2007 kl. 23:02
Ég veit ekki betur en sá aðili sem er að þjónusta spilafíkla samkvæmt samningi við Heilbrigðisráðuneytið þe SÁÁ sé einnig með spilakassa á sínum snærum.... Ég bara spyr hve kaldhæðnislegt er það!
En hinsvegar er ég alveg sammála þér hvað varðar klámið og spilavítin, skil ekki alveg öll lætin útaf einum eða tveimur strippurum á hestamannagleði, hefur þetta ekki alltaf verið við líði á þeim bænum?
Óttarr Makuch, 26.3.2007 kl. 23:09
Já einmitt Ester, þetta er algjörlegaí andstöðu við alla stefnu okkar í þjóðfélaginu. Það er ekki eins og spilafíkn sé eitthvað að uppgötvast núna, þetta er búið að eyðileggja líf tugi ef ekki hundruði manna, það er líka stór hópur fólks sem þetta bitnar á í kringum hvern einstakling.
Sigfús Sigurþórsson., 26.3.2007 kl. 23:11
Ég hef eingan áhuga á að verja SÁÁ Óttarr eða neinn sem kemur að þessum spilakössum, fjárhættuspil er fjárhættuspil og þessir spilakassar hafa ekkert sýnt gott (nema peningagróða til einhverra félagasamtaka) en hafa þess í stað sett margar fjölskildur í rjúkandi rúst.
Sigfús Sigurþórsson., 26.3.2007 kl. 23:15
Þetta er raunverulegur ógnvaldur en hefur að mestu leyti verið óumfjallaður.
Ragnar Bjarnason, 27.3.2007 kl. 00:05
Nú hittir þú sko naglann kirfilega á höfuðið Ragnar, það er nefnielga málið, lítið átak eða allavega ekki sýnilegt átak hefur verið gert í þessum málum, þessu þarf að breyta, og þá e rþetta ekki rétta leiðin.
Sigfús Sigurþórsson., 27.3.2007 kl. 00:11
Látum bara byggja spilavíti uppá hálendi, eitthvað flott einsog í Vegas, í staðinn fyrir að hafa þetta útum allt innanum fólk sem er fíklar í fjárhættuspil, það finnst mér bara synd og skömm og hananú. Ég er algerlega sammála þér sko.
halkatla, 27.3.2007 kl. 00:46
Loksins erum við ósammál eg við að frelsi einstklingsins se virt i hvivettna,þessi boð og bönn þjona ekki alltaf tilgangi synum,vijið þið þetta bara neðajarðar eða hvað,þetta vantraust eylifa blifar ekki á mig/Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 27.3.2007 kl. 00:46
Ég vara fyrir stuttu síðan hjá hjónum þar sem ég veit að eiginmaðurinn er húkkt í þessum spilakössum. Og er núna líka byrjaður á að spila póker,enn þeim finnst þetta bara allt í lagi því að það er bara borgað eitthvað keppnisgjald og svo veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Enn ekki vinnur hann alltaf og þá er bara að fara oftar að spila til að ná keppnisgjaldinu til baka og er þetta kallað? fíkn er það ekki ?
Svo sat ég inn í stofu hjá þeim þegar að ég sá einhvern ungling koma á hjóli og fór beint inn í bílskúr hjá þeim hjónum og ég horfði út um gluggann, þá sagði eiginkonan að krakkarnir væru bara út í skúr að spila PÓKER og ég sagði HA PÓKER ? já en þau nota ekki peninga sko ? ok sagði ég enn sagði við eiginmaninn "bara verið að æfa börnin þar til að þau fá að nota peninga? ? og ég fékk bara póker-face glott. Er Ísland svona í dag og börnin þarna voru á aldrinum 13-15 ára ,,,,,jahérna
Eyþór Jónsson 27.3.2007 kl. 01:17
Þú veist vel Halli að þetta er hjal, hvernig í óskupunum dettur þér í hug að ef spilakassar eru útum allta að spilaveikt fólk standist þá þótt einhverir eða einhver samtök eða bara hver sem sé búinn að ver að básúna hættuna við þessu, ég er alveg sammálá því að við eigum að vera með eins fá bönn og vit getum, en verðum samt að passa okkur á að missa ekki tökin á atburðarrásinni (höfum engin tök sem stendur)´Ég tek því hiklaust undir með henni Önnu Karen að ef þetta á að vera í landinu væri fínt að leisa málið með því að búa til bara einhverskonar Country bæ eða Spilabæ uppá fjöllum eða eitthvað álíka, núna er ástandið þannig að þetta er við nefið á börnum og þau auðvitað freistast þegar enginn sér til, og meyra að segja þegar fólk sér til (sjá Athugasemd Eyþórs Jónssonar) Það er alveg í góðu lagi hjá okkur Halli að vera ósammála, við erum nú búnir að lifa tímana tvenna og látum það ekkert skemma bloggvináttu okkar.
Já meistari Eyþór, hvað segir þú? mig hefur nú grunað að svoanlagað væri til á íslandi, bara ekki viljað trúa því, væri ekki hissa þó þannig sé hjá fleyrum, þetta er með eindæmum mikið hugsunarleysi, finnst mér allavega. Já svo setti húsbóndinn bara upp Pókersvipinn hahaha, góður. Það verður munur fyrir hann þegar við Anna Karen erum búin að reysa Spilasukkbæinn okkar, þá getur kallinn bara sent krakkana til okkar.
Sigfús Sigurþórsson., 27.3.2007 kl. 01:38
Það er meira um það að spilafíklar svipti sig lífi en aðrir fíklar, þetta er þvílíkt böl sem leikur margar íslenskar fjölskyldur hart. Eftir því sem aðgengið er betra þess fleirri verða spilafíklarnir, en svo eru líka margir sem spila á netinu.
Ester Sveinbjarnardóttir, 27.3.2007 kl. 05:21
Það er einmitt málið, og þá spyr maður sig af hverju í óskupunum er þetta leift? er það vegna þess að góðgerðasamtök eiga í hlut? GÓÐGERÐARSAMTÖK!
Varðandi netið, ég hef ekki eins miklar áhyggjur þar sem td. börn eru ekki að spila fjárhættuspil þar, en auðvitað getur það verið að þar byrji vandamálið, börn eru að spila alskonar veðmálaleiki sem geta gert það að verkum að þau verða spilafíklar þegar þau eldast, kannski er það einmitt tilfellið. Ég hef einhvernvegin ekki trú á að það sé svo stór hópur fólks sem er í þessum netfjárhættuspilum (þekki ekki nógu vel til þeirra mála) en við allavega stýrum því heima hjá okkur hvað börnin varðar.
En telur þú Ester að hægt væri að gera eitthvað í þeim dúr sem Anna Karen stakk uppá? ég segi fyrir mitt leiti, af hverju ekki?
Éitthvað þarf að gera, það er ljóst, spurningin er bara, hvað er hægt að gera.
Sigfús Sigurþórsson., 27.3.2007 kl. 11:15
Ég held að fræðsla sé það sem þarf, það er hægt að fara í próf og sjá hvort þú ert í áhættu hópi spilafíkils. En ég vil að spilakassarnir fari, eiga ekki að vera aðgenilegir fólki undir 18 árum.
Ester Sveinbjarnardóttir, 27.3.2007 kl. 12:37
Tek heilshugar undir það Ester að fræðsla er númer eitt tvö og þrjú, en spurning hversu mikið hún gerir gagn þegar þetta er svona aðgengilegt. Eiga ekki að vera aðgengilegir fyrir yngri en 18 ára, sammála, og þá er helst að leifa þeim að vera í sér spilavítum bönnuðum yngri en 18 og svo inn á veitingastðum, það gæti verið einvher lausn.
Sigfús Sigurþórsson., 27.3.2007 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.