Byggðalögin þola ekki lækkun á aflareglu.

Bolungarvík

Guðmundur Halldórsson, fyrrverandi formaður smábátafélagsins Eldingar, segir í samtali við fréttavefinn bb.is að smærri byggðalög á Vestfjörðum muni ekki þola að aflaregla á þorski verði færð niður úr 25% í 22%, líkt og Hafrannsóknastofnun lagði til síðasta sumar.

Að sögn Guðmundar myndi þessi breyting jafngilda ríflega 50 þúsund tonna niðurskurði á landsvísu að verðmæti 130 milljarða króna. Þá reiknast honum til að í Bolungarvík einni saman jafngildi þetta niðurskurði um 1.150 tonn af þorski að verðmæti tæplega þriggja milljarða króna. Tapað aflaverðmæti á ári væri þá um 230 milljónir. „Byggðalögin þola þetta ekki“, segir Guðmundur.

Til hvers niðurskurð?

Það er hreinlega sama hvar sjómenn ætla að bera niður veiðarfæri eftir öðrum fisktegundum er þorskurinn undantekningalaust "fyrir"

Er ekki lag núna? að aðstoða smábátaútgerðina? sífellt er verið að blaðra um að rétta hlut hennar en ekkert er gert. Mikill hluti landsbyggðarinnar stendur og fellur með þessum smábátum og því ekki að gera eitthvað núna, það mundi svo sem ekkert laga kvótakerfið, en það gæti gert það að verkum að fólk á landsbyggðinni sem ekki getur tekið sér neitt annað fyrir hendur mundi kannski skrimta þar til lausn finnst á kvótakerfinu sem gjörsamlega er að þurrka út sjávarplássin.

Venus HF-519

Sumir hafa nú heldur ekki efni á að missa af kvóta sínum.

38 skip fá þorskkvóta í rússnesku lögsögunni í Barentshafi

24.3.2007 Búið er að úthluta þorskkvótanum sem Íslendingar hafa leyfi til að veiða í rússnesku lögsögunni í Barentshafi á þessu ári. Kvótinn er 2008 tonn og skiptist hann á milli 38 skipa.

 

 

 

Og loðnuskipin, sem enn leita að loðnu eftir að kvótinn var aukinn, finna ekkert nema síld, og línubátar, sem eru að verða búnir með þorskkvóta sína og leita nú dauðaleit að öðrum tegundum, fá ekkert nema þorsk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, þú ert einstakur, er ekki hgt að kenna Hafró þetta, hvað heldur þú að þeir séu að spá í veldi? þeir náttúrulega spá með LÍÚ í VELDI/VÖLD.

Sigfús Sigurþórsson., 27.3.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband