Fimmtudagur, 29. mars 2007
Hógværir og kurteisir hjá Alcan.
Það sannast enn betur fyrir mér það sem ég hef áður lýst yfir í fyrri færslum.
Ég fékk upphringingu frá Alcan starfsmanni um sjöleitið í gærkvöldi og ætla ég að fara orðrétt með það hér:
Síminn hringir:
Ég: Sigfús hér.
Alcan starfsmaður: Já góðan daginn, ég er starfsmaður hjá Alcan og er að hringja vegna kosninganna á laugardaginn, og er bara að kann hvort þú vitir hvar kjörstaðirnir eru.?
Ég: já ég er með það á hreinu.
Alcan starfsmaður: Ljómandi gott, eigðu gott kvöld.
Ég: Bíddu bíddu bíddu, ætlar þú ekkert að pretika yfir mér? viltu ekki vita hvað ég muni kjósa?
Alcan Starfsmaður: Nei nei, ég er bara að hringja út í íbúa Hafnarfjarðar til að minna á að kjósa.
Og þar með kvaddi hann.
Ég átti bara ekki til eitt einasta orð, maðurinn reyndi ekki einusinni að leiðbeina mér um að kjósa með stækkun.
Það sannast enn betur fyrir mér það sem ég hef áður lýst yfir í fyrri færslum að þeir sem standa með stækkun eru kurteisin uppmáluð en atferli þeirra (flestra) sem eru á móti er harkaleg, oft með fyrirlitnagar svip og allt að því svívirðingar í gangi.
Nú eru á sjöunda hundrað utankjörstaða atkvæði komin en hátt í 17000 Hafnfirðingar eru á kjörskrá.
Eins og flestir vita stend ég með stækkun, en það er hinsvegar sama á hvorn veginn þetta fer mun ég verða sáttur Hafnfirðingur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann hefur verið búinn að lesa bloggið þitt ...
Berglind Steinsdóttir, 29.3.2007 kl. 08:14
Hahahaha, já heldur þú það? Nei, því miður er bloggið mitt ekki svo þekkt, hann var bara að hringja uppúr gagnagrunninum umtalaða.
Sigfús Sigurþórsson., 29.3.2007 kl. 08:19
Ég vill stækkun.
Georg Eiður Arnarson, 29.3.2007 kl. 08:54
Sæll
Þetta verður meira og meira spennandi með hverjum degi sem líður. Sem utanaðkomandi þá er spennan ekki síðri og manni svíður fyrir að fá ekki að kjósa. Í þessu tilfelli er ég með stækkun enda engin ástæða til annars. Hvet fólk til þess að kynna sér málin ígrundað og taka sjálfstæða afstöðu.
Ég lenti i karpi við manneskju um daginn sem var á móti Álversstækkun. Þar var rætt vel og lengi um kosti og galla. Við vorum sammála um að vera ósammála en allt fór fram í góðu og rólegheitum. Þessi manneskja tók eigi að síður undir með mér að ýmis samtök sem væru á móti stækkuninni færu offari í öfgum og ómálefnanlegum málflutningi. Það eru slíkir hópar sem setja svartan blett á alla svona umræðu. Eins og ég sagði hér í fyrri athugasemd þá virðist það vera í tísku hjá mörgum að mótmæla öllu og oftar en ekki án raka. Þetta er hvimleitt tískufyrirbrigði og væri nú ekki til staðar ef atvinnuástand væri bágborið.
En óska Hafnfirðingum velgengni og velmegunar í framtíðinni. Ekki síst góðrar skemmtunar á laugardagskvöld enda alltaf líf og fjör á kosningarnótt
Örvar Þór Kristjánsson, 29.3.2007 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.