Sunnudagur, 1. apríl 2007
Þó það nú væri.
Stjórn sveitarstjórnaráðs Samfylkingarinnar óskar Hafnfirðingum til hamingju með glæsilega þátttöku og trausta framkvæmd á kosningum um stækkun álversins í Straumsvík.
Ekki geta þeir óskað Samfylkingunni í Hafnarfirði til hamingju með kosningarnar og úrslitin.
Sveitastjórnarráð Samfylkingarinnar óskar Hafnfirðingum til hamingju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta mál er strax farið að draga dilk á eftir sér. Nú hefur hagur Hafnarfjarðar óskað eftir rannsókn á rúmlega 700 nýjum kjósendum, telja að það sé maðkur í mysunni. Miðað við öfgar sumra umhverfisverndarsinna þá kæmi manni ekki á óvart ef eitthvað gruggugt kæmi uppúr krafsinu.
Til hamingju Samfylkingarmenn í Hafnarfirði, kljúfa heilan bæ.
Örvar Þór Kristjánsson, 1.4.2007 kl. 19:57
Ja, vorum við viðbúnir því Örvar að þetta mundi draga dilk á eftir sér? burt séð frá atkvæðamuninum. Já það verður gaman að sjá póitískt framhald í bænum okkar, ég er ekkert smeikur um að bæjarfélagið hljóti skaða af, nema þá af höfnun álversins.
Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 20:06
Framkvæmdin á þessari kosningu er ekkert til þess að hrósa sérstaklega fyrir. Ef markmið Samfylkingarinnar var að kljúfa bæinn herðar niður þá tókst þeim það og fyrir það mætti svo sem hrósa þeim fyrir. En ef marmiðið var að ná fram vilja meirihluta hafnfirðinga og ná samstöðu um málið þá mistókst þeim hraplega. Það hefði þurft að vera búið að ákveða hvaða og hvernig ferli færi í gang ef svo mjótt væri á mununum eins og ljóst er orðið. Ég hefði haldið að í svona kosningum þyrfi meirihluti að þýða ca 60% en ekki 0,% - Þetta gæti alveg eins flokkast undir jafntefli og hvað gera bændur þá?
Óttarr Makuch, 1.4.2007 kl. 21:51
Algerlega sammála Óttarr, eðlilegt getur ekki verið að nokkur atkvæði ráði úrslitum, en þar sem reglur voru ekki gerðar á þann veg er ekkert við því að segja. en varðandi Samfylkingarmálin grunar mig og veit að þeir eru ekki búnir að bíta úr nálinni þar. Ekki væri ég hissa þótt aðrir stjórnmálaflokkar séu eftir að nýta sér þessi hrapalegu mistök þeirra sér í hag.
Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 22:04
Ég var svo sem búinn að segja að alveg sama hvernig þessar kosningar færu þá myndi Sf. sitja uppi með vandamál. Ég sé ekki að það hafi breyst neitt. Þetta virðist einhvernveginn ekki hafa verið sérstakt skipulag á þessu verð ég að segja.
En er þetta ekki eins og í bikarnum ef það er jafntefli, bara replay?
Ragnar Bjarnason, 1.4.2007 kl. 22:56
Verið ekki svona tapsárir piltar, svona er lýðræðið! Einhver verður að láta í minni pokann! Hvort munurinn er 5 eða 80 atkvæði skiptir nákvæmlega engu máli, meirihlutinn ræður. Finnst sem ég ég finni fyrir andlýðræðislegum viðhorfum hjá sumum í tengslum við þessa umræðu.
Egill Rúnar Sigurðsson, 1.4.2007 kl. 23:16
Sammála síðasta ræðumanni. Ég hef ekki tekið eftir að umhverfisverndarsinnar séu eitthvað meira öfgafullir en virkjunar- og álverssinnar. Allavega virðast þær öfgar sífellt ná lengra. Eru það öfgar að vera ósammála því að byggja hér um þriðja heims iðnað? - og það á þessum tímum þegar næga atvinnu er að fá allstaðar! Fyrir utan að það eru algjörlega gild rök að vilja ekki álver í bakgarðinn hjá sér. Erlendar rannsóknir sýna ennfremur fram á fylgni krabbameins við nálægð við álver. Það er greinilegt að sumum er meira annt um eyrinn er börnin! Og með þessa meintu 700 kjósendur. Er ekki líklegra að Alcan hafi borgað þessum 700 kjósendum fyrir að skipta um lögheimili og kjósa með stækkun?
Og varðandi að Samfylkingin hafi klofið bæinn (tek fram að ég er ekki Samfylkingarmaður): Var það ekki Alcan sem klauf bæinn?
Það er greinilegt að þeir sem hér skrifa geta bara séð eina hlið á málunum og hana gagnrýnislausa.
Jóhann Sigurðsson 2.4.2007 kl. 00:41
Andlýðræðislegt viðhorf?
Hafnfirðingar kusu yfir sig meirihluta sem er með þeirra umboð til þess að taka stórar ákvarðannir. Samfylkingin gat ekki tekið þessa stóru ákvörðun og ákváðu að fela sig og setja þetta viðkvæma mál í hendur bæjarbúa. Eftir stendur gjörsamlega klofinn bær og meirihluti með buxurnar á hælunum. Ég vil ekki horfa á Ál framleiðslu sem 3 heims iðnað, það er frásinna að segja svo. Ég er ekki tapsár en ég finn til með Hafnfirðingum. Sem Suðurnesjamaður þá veit ég að þessi niðurstaða verður til þess að flýta framkvæmdum við Helguvík.
Svo er annað, það er ótrúlegt að fylgjast með VG stæra sig af sigri Sólar í Straumi. Þetta eru nú meiri ræflarnir ( afsakið orðbragð ) og neita ég að trúa íslensku þjóðinni að kjósa þessa "tækifærissinna" yfir sig.
Örvar Þór Kristjánsson, 2.4.2007 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.