Var að missa fjórðu tönnina sína.

Ég sat í makindum mínum inn í stofu og var að horfa á sjónvarpið, og Guðbjörg Sól (7 ára dóttir mín) lá steinsofandi í sófanum við hliðina á mér.   (Hér er mynd af henni)

Pabbi viltu geyma hana fyrir mig.

Ha sagði ég, geyma hvað? ertu ekki sofandi Guðbjörg spyr ég eins og a--------

Tönnina, viltu geyma hana þangað til á morgun. Sagði hún.

Deciduous teethOg ég gat ekki annað en að fara að hlæja, kveikti ljósið og fór að skoða það sem hún hafði rétt mér, ó jú, það var tönn, ég snéri mér að henni aftur en,,,, hún bara var steinsofnuð aftur.

Jahérnahér, ekki mikið mál að missa tönn!

Nú er ég búinn að setja tönnina yndir koddann hennar og kannski kemur Tannálfurinn í nótt eins og hann hefur alltaf gert.

Guðbjörg Sól missti þessar 4 tennur í eftirfarandi röð:

Fyrsta tönnin: Neðri frammtönn h/megin 4 desember 2006 klukkan 19.30

Önnur tönnin: Neðri frammtönn v/megin 9 janúar 2007 kl.21.10

Þriðja tönnin: Efri frammtönn v/megin 20 mars 2007 í skólanum (kom heim með tönnina)

fjórða tönnin: Efri framtönn h/megin 2 apríl 2007 kl.0010

Þegar hún mysti fyrstu tvær tennurnar lagði ég mig allan fram um þetta væri alveg svakalega gott,nú fengi hú stórar og fallegar tennur í staðin, og hún svona sætti sig við það, með semingi samt.

Þegar þriðja tönnin fór kom hún hlaupandi til mín þegar skólinn var búinn og sagði, pabbi pabbi, sjáðu ég er búin að misa fleyri tennur, og rétti mér tönnina. Hún svo lýsti því yfir að fyrir þessa tönn ættlaði hún að fá alveg risa tönn, ég sýndi henni þá þessar tennur sem hér sjást, eeeen nei þetta var heldur stórt.

Allt er þetta eftir kontrol miðað við það sem Lýðheilsustöðin gefur upp:

Börn fá venjulega sína fyrstu tönn í kringum 6 - 9 mánaða aldur. Sum börn fá hana fyrr, önnur seinna. Tennurnar brjótast síðan fram hver á eftir annarri og um 2 - 3 ára aldur eru þær allar komnar, 20 talsins. Þetta eru barnatennurnar.

Um 6 ára aldurinn fara barnatennurnar að detta hver af annarri og fullorðinstennurnar koma í staðinn. Um 12 ára aldur ættu flestar fullorðinstennurnar að vera komnar. Þær verða 32 talsins.

Þessar upplýsingar liggja hjá lýðheilsustöðinni.

Og nú þarf ég að athuga hvort ég finni ekki eitthvað klink til að setja undir koddann hjá henni fyrir tönnina sem Tannálfurinn tekur. Tannálfurinn kemur alltaf eftir 1 til 2 daga með tönnina og biður pabba að geyma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Yndislegt . Mér þykir þú aldeilis duglegur að skrásetja. Eða er þetta allt í harða disknum í höfðinu á þér?

Jóna Á. Gísladóttir, 2.4.2007 kl. 02:19

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei nei nei Jóna, hann er bæði gamall, rispaður og brotinn, og ekki einu sinni nothæfur sem bacup diskur. Allt skráð, hver tönn í sínum liltla glæra plastpoka og allt merkt með óleysanlegu bleki, og fest með kennara tyggjói á eldhúskáp hjá mér.  ATH: myndir ekki heiman frá mér.

Sigfús Sigurþórsson., 2.4.2007 kl. 03:16

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 2.4.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 159232

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband