Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Vísnagáta dagsins.
Eins og komið hefur fram hjá mér mun ein gáta birtast á dag í einhvern tíma. Vísnagáturnar eru eftir ýmsa höfunda.
Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.
Kennt við hrogn til háðungar.
Haft um báðar mjaltirnar.
Klæðskerinn það tekur títt.
Töluvert er um það kýtt.
Svar: Mál.
Svar og höfundarnafn óskast.
Rétt svar gaf: Óskráður Veigar Freyr Jökulsson.
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Bloggar, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hlýtur að vera orðið mál.
- Hrognamál - dönsku til háðungar.
- Missa máls - missa úr mjaltir
- Klæðskerinn tekur mál.
- Og sem betur fer kýtum við ennþá um málið :)
--
Veigar
Veigar Freyr Jökulsson 4.4.2007 kl. 10:44
Það er að sjálfsögðu rétt svar Óskráður Veigar Freyr Jökulsson.
Mál er svarið, en hefur þú höfundarnafnið?
Sigfús Sigurþórsson., 4.4.2007 kl. 11:34
Nei, ég þekki það ekki, rak bara augun í þetta hjá þér og datt niður á svarið.., en þetta er mjög skemmtilegt framtak, ef þú hefur gaman af þessu þá vil ég benda þér á vikublaðið Dagskráin sem er gefið út á Selfossi þar hefur vísnagáta verið fastur liður, blaðið má nálgast á slóðinni:
http://www.sudurland.net
Ég vona að ég sé ekki að brjóta nein höfundarréttarlög með því að gauka að þér vísunni í nýjasta blaðinu:
Fínust þetta flíkin ber.
Fara strákar í hann hér.
Gamlir þetta gjarnan fá.
Girnilegt á eldhúsrá.
--
Veigar
Veigar Freyr Jökulsson 4.4.2007 kl. 12:45
Sæll Veigar, hahaha nei þú ert ekki að því, já ég hef gaman af þessu og ég kíki alltaf reglulega á Dagskrána.
Og nú gáum við bara hvort einhver sem les Athugasemdirnar hefur svarið fyrir kvldið við þessari nýju gátu Annars birtum við það í kvöldm hvernig lýst þér á það?
Sigfús Sigurþórsson., 4.4.2007 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.