Framsókn á aðeins 300 atkvæði.

Álvers umræður aldrei harðari.

Í Fréttablaðinu í gær var mikið um álvers málin.

 

Álverskosningin víst bindandi.

„Það vekur furðu að ráðherra og formaður Framsóknarflokksins sé ekki betur að sér í sveitarstjórnarlögum en þetta,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um orð Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra um að Straumsvíkurkosning í Hafnarfirði hefði ekkert lagalegt gildi. Lúðvík bendir á 104. grein sveitarstjórnarlaga. Í henni sé sérstaklega vikið að rétti sveitarfélaga til að fara með íbúakosningar. „Í þeim er kveðið á um að sveitarfélög verði að taka ákvörðun um í upphafi hvort kosningin eigi að vera bindandi eða ekki. Við tókum ákvörðun um að hún yrði bindandi og var um það full samstaða í málsmeðferð hér í Hafnarfirði. Hér hefur í einu og öllu verið farið að lögum og auðvitað hefur kosningin því bindandi áhrif eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Lúðvík. Í sama streng tekur Haraldur Ólason, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Ákveðið hafi verið að virða útkomu íbúakosninganna og við það verði staðið. „Framsóknarflokkurinn á nú ekki nema 300 atkvæði hér í Hafnarfirði og því ósköp eðlilegt að hann þekki lítið til hér,“ segir Lúðvík.

 

 

Samtök Iðnaðarins:

Alcan var sett í slæma stöðu

„Það er mjög slæm staða sem fyrirtækið er sett í að fara að heyja kosningabaráttu upp á líf og dauða þegar stækkunarferlinu er í raun að ljúka,“ segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um íbúakosninguna um stækkun álversins í Straumsvík. Alcan hafi unnið að stækkun í átta ár í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ en tillaga um íbúakosninguna ekki komið fram í bæjarráði fyrr en í janúar á þessu ári. „Bæjarstjórinn segir þetta mikilvægan áfanga í þróun íbúalýðræðis. Þá er ástæða til að velta fyrir sér hver verði næsti áfangi í þróun íbúalýðræðis í Hafnarfirði. Hvernig ætlar bæjarstjórinn að beita íbúakosningum í framtíðinni í tengslum við uppbyggingu atvinnurekstrar?“

 

Hagfræðingur Glitnis

Mjúk lending eftir úrslit álverskosningar

Krónan veiktist um hálft prósent í gær. „Við áttum von á einhverri veikingu en þetta er eins og hver annar dagur. Áhrif á krónuna eru alveg glettilega lítil. Markaðurinn virðist taka þessum fréttum með ró,“ segir Jón sem útilokar þó ekki að einhver áhrif á krónuna komi fram síðar: „Gengið er náttúrlega ólíkindatól. Það er ekki ólíklegt að þegar menn sjá að þetta eykur líkurnar á lækkun stýrivaxta seinna á árinu að það leiði til einhverrar lækkunar á gengi krónunnar.“

Víða er komið við í greininni Mjúk lending eftir úrslit álverskosningar


mbl.is Upplýsingaöflun starfsmanna Alcan enn til athugunar hjá Persónuvernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Var það ekki Lúðvík sjálfur sem sagði þetta á laugardagskvöldið með að Þetta væri frá þetta kjörtímabilið?

Ragnar Bjarnason, 4.4.2007 kl. 14:25

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Stór spurning um framhaldið??????

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.4.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 159233

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband