Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Framsókn á aðeins 300 atkvæði.
Álvers umræður aldrei harðari.
Í Fréttablaðinu í gær var mikið um álvers málin.
Álverskosningin víst bindandi.
Það vekur furðu að ráðherra og formaður Framsóknarflokksins sé ekki betur að sér í sveitarstjórnarlögum en þetta, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um orð Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra um að Straumsvíkurkosning í Hafnarfirði hefði ekkert lagalegt gildi. Lúðvík bendir á 104. grein sveitarstjórnarlaga. Í henni sé sérstaklega vikið að rétti sveitarfélaga til að fara með íbúakosningar. Í þeim er kveðið á um að sveitarfélög verði að taka ákvörðun um í upphafi hvort kosningin eigi að vera bindandi eða ekki. Við tókum ákvörðun um að hún yrði bindandi og var um það full samstaða í málsmeðferð hér í Hafnarfirði. Hér hefur í einu og öllu verið farið að lögum og auðvitað hefur kosningin því bindandi áhrif eins og lög gera ráð fyrir, segir Lúðvík. Í sama streng tekur Haraldur Ólason, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Ákveðið hafi verið að virða útkomu íbúakosninganna og við það verði staðið. Framsóknarflokkurinn á nú ekki nema 300 atkvæði hér í Hafnarfirði og því ósköp eðlilegt að hann þekki lítið til hér, segir Lúðvík.
Alcan var sett í slæma stöðu
Það er mjög slæm staða sem fyrirtækið er sett í að fara að heyja kosningabaráttu upp á líf og dauða þegar stækkunarferlinu er í raun að ljúka, segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um íbúakosninguna um stækkun álversins í Straumsvík. Alcan hafi unnið að stækkun í átta ár í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ en tillaga um íbúakosninguna ekki komið fram í bæjarráði fyrr en í janúar á þessu ári. Bæjarstjórinn segir þetta mikilvægan áfanga í þróun íbúalýðræðis. Þá er ástæða til að velta fyrir sér hver verði næsti áfangi í þróun íbúalýðræðis í Hafnarfirði. Hvernig ætlar bæjarstjórinn að beita íbúakosningum í framtíðinni í tengslum við uppbyggingu atvinnurekstrar?
Mjúk lending eftir úrslit álverskosningar
Krónan veiktist um hálft prósent í gær. Við áttum von á einhverri veikingu en þetta er eins og hver annar dagur. Áhrif á krónuna eru alveg glettilega lítil. Markaðurinn virðist taka þessum fréttum með ró, segir Jón sem útilokar þó ekki að einhver áhrif á krónuna komi fram síðar: Gengið er náttúrlega ólíkindatól. Það er ekki ólíklegt að þegar menn sjá að þetta eykur líkurnar á lækkun stýrivaxta seinna á árinu að það leiði til einhverrar lækkunar á gengi krónunnar.
Víða er komið við í greininni Mjúk lending eftir úrslit álverskosningar
![]() |
Upplýsingaöflun starfsmanna Alcan enn til athugunar hjá Persónuvernd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
halkatla
-
Ari Guðmar Hallgrímsson
-
Baldvin Jónsson
-
Birgir Leifur Hafþórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyþór Jónsson
-
Fannar frá Rifi
-
Fararstjórinn
-
Friðjón R. Friðjónsson
-
Gestur Halldórsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Svava frá Strandbergi
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Gylfi Björgvinsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Hallur Guðmundsson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Nikulásson
-
Hrannar Baldursson
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Jens Guð
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kolgrima
-
Kristján Jónsson
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Sigurðarson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigurjón Benediktsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Traustadóttir
-
gudni.is
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf Nordal
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Örvar Þór Kristjánsson
-
Þóra Hermannsdóttir Passauer
-
Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var það ekki Lúðvík sjálfur sem sagði þetta á laugardagskvöldið með að Þetta væri frá þetta kjörtímabilið?
Ragnar Bjarnason, 4.4.2007 kl. 14:25
Stór spurning um framhaldið??????
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.4.2007 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.