Ég bara skil þetta alsekki.

Kallinn heitir fullu nafni George Timothy Clooney fæddur 6 maí 1961.

George Clooney Drinks The Most Expensive LemonadeVið Clooney eigum nú ekki margt sameiginlegt, en þetta eigum sameiginlegt, það er að segja að ég hefi keypt lítinn vasa af krökkum sem voru með tómbólu til styrktar einhverju (sögðu þau) og vasinn átti að kosta 50 kall og borgaði ég 1000 kall fyrir hann og sagði þeim einmitt að eiga afganginn.

Clooney hefur hinsvegar verið valinn kynþokkafyllsti maður-það hefur mér aldrei hlotnast (veit ekki af hverju)

Clooney er talinn vera einn af þægilegustu nútíma kvikmyndastjörnunum-það hefur ekki gengið upp hjá mér (veit ekki af hverju)

Clooney er marg milljóneri og á kokkur hundruð fermetra kofa um allar trissur-það hefur ekki tekist hjá mér (veit ekki af hverju)

Kallin er vinur Hilary Clinton-það hefur mér aldrei tekist (veit ekki af hverju)

Hann hefur hlotið Óskars verðlaun-það hefur alveg klikkað hjá mér (veit ekki af hverju)

Clooney hefur lent í stórhættum-það hefur mér aldrei tekist að verða frægur fyrir (veit ekki af hverju)

 

Ég bara skil þetta alsekki, en hvað með þig? grunar þig eitthvað hvað er eiginlega í gangi, hvar er jafnréttisstofnunin núna?


mbl.is Clooney greiddi 1.300 krónur fyrir glas af límonaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Iss. Þetta er allt of flókið lík hjá þessum stjörnum. Við öfundum þær ekki neitt

Jóna Á. Gísladóttir, 7.4.2007 kl. 15:17

2 identicon

Þú verður að fara eftir handbók frægðarinnar, villtu láta mig vita ef þú finnur hana? Frábær bloggsíða hjá þér.

Þorfinnur G 7.4.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Manstu eftir Cary Grant? Kallinn er lifandi eftirmynd hans og ennþá meira sjarmerandi. Ekki furða að honum gangi vel að koma sér áfram á útlitinu. Annars ert þú nú ansi myndarlegur líka á myndinni af þér.

Svava frá Strandbergi , 7.4.2007 kl. 16:25

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þetta kemur hjá þér bara ekki verða frægur fyrir eitthvað óhæfuverk 

Kristberg Snjólfsson, 7.4.2007 kl. 16:51

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei nei Guðný, EKKI NOKKURN SKAPAÐAN HLUT,

Handbók Óskráður Þorfinnur, já ok, ég læt þig vita, fer strax að leita.

Guðný þú ert agaleg, nú hríslast um mann grobbið sem ekki á rétt á sér, Gary var og er í uppháldi hjá mér, myndin já ok, nú verður sko EKKI skipt um, það er alveg á kristaltæru. Þú ert æði.

Sigfús Sigurþórsson., 7.4.2007 kl. 16:53

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sko, það er sko ómetanlegt að eiga bloggvini sem vilja manni vel, takk Kristberg, góður.

Sigfús Sigurþórsson., 7.4.2007 kl. 16:55

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég held að Clooney, komist seint eða aldrei með tærnar þar sem þú hefur hælanna í blogginu.

Georg Eiður Arnarson, 7.4.2007 kl. 20:47

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hól eða ??? Georg??? Nei segi bara svona, ég er eins og þú Georg við eignumst góða bloggvini og það er nú ekkert lítið, meyra að segja fullt af líka þessum flottu bloggvinum. Skrítið með þessa bloggvini, manni finnst orðið eins og maður þekki þá suma persónulega þótt maður hafi aldri fengið að sjá þá, allavega ekki svo maður viti. Mér finnst ALLT fólk hér á Mbl blogginu frábært, að vísu misfrábært en allt frábært. Og aldrei gæti nú Clonney komið veiðarfæri í sjó og verið fisksæll líkt og þú.

Sigfús Sigurþórsson., 7.4.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband