Gáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á.

 

SSvisnagaturVísnagáta dagsins er eftirfarandi.

 

Laðar og dregur hugann hátt.

Harðlega sótt en varið af öðrum.

Tekið á þeim, sem talar fátt.

Tvístýft, sneitt með bitum og fjöðrum.

-

Rétt svar barst kl.20.20

Rétt svar er: Kríu hreiður

Rétt svar gaf bloggarinn: Dúa Dásamlega (Sigþrúður Þorfinnsdóttir.)

 

 

Svar og höfundarnafn óskast.

 

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Takk Dúa Dásamlega, en nei svarið er ekki mark. Betur má ef duga skal.

Sigfús Sigurþórsson., 10.4.2007 kl. 13:05

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Dúa, þú ert langflottust, reynir sem er meyra en margur nennir að gera.

Hér er vísbending: Hlítt og mjúkt að innan, algerlega náttúrulegt og að mestu af eiganda.

Sigfús Sigurþórsson., 10.4.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ooooooog það var rétt.

Rétt svar er: Hreiður

Sigfús Sigurþórsson., 10.4.2007 kl. 20:36

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki deili ég við um það hvað þér finnst um það nema ég kem því ekki við sérstaklega í síðustu hendingunni.

Sigfús Sigurþórsson., 10.4.2007 kl. 20:46

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og svona til að hafa þetta enn nánara, þá er hér átt náhvæmlega við Kríu hreiður --- (Tvístýft, sneitt með bitum og fjöðrum)

Sigfús Sigurþórsson., 10.4.2007 kl. 20:57

6 identicon

Svarið við þessu getur ekki verið neitt annað en mark.
Hreiður passar engan veginn, þú hefur eitthvað misskilið síðuna sem þetta er tekið af:
http://blog.central.is/happykriss

Laðar og dregur hugann hátt. -> Ég kem þessari ekki fyrir mig.

Harðlega sótt en varið af öðrum. -> Mark í boltaleik er harðlega sótt og varið af hinu liðinu.

Tekið á þeim, sem talar fátt. -> Mark er tekið á þeim sem tala fátt.

Tvístýft, sneitt með bitum og fjöðrum.-> Hér er auðvitað verið að vísa í fjármark á búpeningi, tvístíft, með bitum og fjöðrum eru allt tilvísanir í fjármörk.

 

Ef einhver getur bent á tengsl við hreiður væri gaman að heyra þá skýringu...

--

Veigar 

Veigar Freyr Jökulsson 10.4.2007 kl. 21:00

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Tók þetta upp úr handskrifaðari gamalli minnisbók en ekki af vefsíðu Veigar.

Laðar og dregur hugann hátt.> Hreiður dregur athygli fólks og dýra upp í hreiðrið.

Harðlega sótt en varið af öðrum.> Ásókn í hreiðrið bæði af öðrum dýrum og mönnum, harðlega varið af móður/Kríunni.

Tekið á þeim, sem talar fátt. -> Ungarnir í hreiðrinu.

Tvístýft, sneitt með bitum og fjöðrum.-> Kríu stélið.

---- Svo er það nú eins og þú veist, að hægt er oft að fá út fleyri en eitt svar, en ég get ekki verið sammála því að mark eigi betur við en svarið í bókinni.

Sigfús Sigurþórsson., 10.4.2007 kl. 21:18

8 identicon

En hver var höfundurinn ?

--

Veigar 

Veigar Freyr Jökulsson 10.4.2007 kl. 21:27

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það kemur ekki fram í minni bók, stendur að vísu D

Veit ekki fyrir hvað það stendur, en get nú kannski komist að því.

Sigfús Sigurþórsson., 10.4.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

88 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband