Er Nýbúa útvarp jákvætt eða neikvætt?

SSradioNybuaSumir halda því fram að ekki ætti að styðja við þetta útvarp og að það ætti hreinlega að leggja það niður.

Til stuðnings máli sínu segja þeir að þetta komi í veg fyrir að nýbúinn læri tungumálið og samlagist síður menningu okkar.

 

Aðrir vilja meina þver öfugt, að það einmitt fræði Nýbúa um ísland og íslenska menningu.

 

Hvað finnst þér?

 

Í fréttinni segir:

Hafnarfjarðarbær hyggst stækka útsendingarsvæði nýbúaútvarps og mun það framvegis nást á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Nýbúaútvarp hefur verið starfrækt í Hafnarfirði frá því í nóvember 2006 með útsendingarstyrk sem nær einungis Hafnarfirði.

Hafnarfjarðarbær hefur átt í viðræðum við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu með mögulegt samstarf í huga vegna þessa verkefnis.

Nýbúaútvarpið hefur sent út á FM 96,2 frá fjölmiðladeild Flensborgarskóla en að svo stöddu er ekki ljóst hvort sú tíðni mun haldast óbreytt né heldur hvenær útsendingasvæðið mun stækka. Nýbúaútvarpið sendir út á fjórum tungumálum, pólsku, rússnesku, ensku og tagalog sem er tungumálið sem talað er á Filipseyjum.

 

Lítil umræða hefur farið fram um þessi mál og nánast ekkert hér á blogginu, eða lítil allavega.


mbl.is Nýbúaútvarp mun nást á öllu höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Paul Nikolov

Jákvætt.

Í stutt máli, þættinir snúast um frétt á Íslandi - stjórnmál, menning, tónlist, íþróttir - og líka reglugerðir varðandi innflytjendmál. Fjölmiðill í móðurmál nýkomið fólksins sem segir frá upplýsingum sem þarf er að vita hjálpar fólk til að samþættast.

Varðandi tungumál - ég get nú sagt ykkur af mín eigin reynslu, að vonin til að fá betri starf með hærri laun hvetur maður nóg til að læra íslensku.

Þannig að, fólk sem er nýkomið getur lært allt sem þarf er til að samþættast, og fólk myndir læra íslensku bara til þess að fá betri lífskjör.

Paul Nikolov, 12.4.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Paul, já þetta er einmitt í líkingu annarar kenningarinnar sem ég hefi heyrt.

Síðan hef ég heyrt þá kenningu að innflytjendur reyni SÍÐUR að læra tungumálið eftir því sem þeir þurfa minna á því að halda, það er að segja að ef þeir heyra fréttir og megnið af samskiptum þeirra fer fram á þeirra eigin tungumáli að þá leggur innflytjandinn minn á sig til að læra íslenskuna, maður svo sem þekkir alveg til slíkra dæma, þar sem íslendingar hafa flutt erlendis og það hefur svo ekki lagt sig fram um að tala tungumálið neitt á heimilinu að þá hefur heimilisfólkið illa náð tungumáli þess lands sem það var flutt til.

Það eru ábyggilega margar hliðar og margvíslegar skoðanir á þessu máli.

Sigfús Sigurþórsson., 12.4.2007 kl. 00:59

3 identicon

Fyrst og fremst jákvætt.

Sumir geta verið áratug eða lengur að ná almennilegum tökum á tungumálinu okkar. Ef útvarpið fjallar um innlendar fréttir á öðrum tungumálum þá mun það örugglega draga innflytjendur nær okkur frekar en öfugt. Finnst verra þegar innflytjendur fá sér gervihnattasjónvarp og horfa öll kvöld á sjónvarpsefni frá heimalandinu, er víst algengt hjá pólverjum. Finnst það þó skárra ef við erum að ræða um tímabundið vinnuafl sem ætlar sér ekki að læra tungumálið, en þeir sem ætla að setjast hér að verða að passa sig á því að einangrast ekki.

Geiri 12.4.2007 kl. 03:55

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Spurning hvort ekki mætti bjóða upp á Islensku kenslu í nýbúaútvarpi ?

Georg Eiður Arnarson, 12.4.2007 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband