Fiskveiðiheimildir á Vestfjörðum ofl.

Fiskveiðiheimildir á Vestfjörðum hafa nær tvöfaldast í tonnum talið síðan um aldamótin.

 

Þó sé hæpið að tala um að kvótinn sé aftur kominn vestur því hlutirnir geti breyst á skömmum tíma.

 

Fiskveiðiheimildir á Vestfjörðum hafa nær tvöfaldast í tonnum talið síðan um aldamótin. Þá höfðu þær lækkað um rúman helming frá árinu 1991, þegar lög um kaup og sölu á kvóta gengu í gildi. Samkvæmt upplýsingum um veiðiheimildir, sem Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hefur tekið saman, var Vestfirðingum heimilt að veiða um 54 þúsund þorskígildistonn árið 1991. Það voru tæp 15,5 prósent af heildarafla fiskveiðiflotans. Þetta og fleira kemur fram í frétt í Fréttablaðinu 11 apríl 07.

 

Agnar Ebenesersson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Bakkavíkur hf. í Bolungarvík, segist vissulega hafa tekið eftir því að fyrirtæki á svæðinu hafi verið að kaupa til sín kvóta. Þó sé hæpið að tala um að kvótinn sé aftur kominn vestur því hlutirnir geti breyst á skömmum tíma. „Það er margt sem veldur þessari aukningu undanfarin ár. Menn koma inn á markaðinn og reyna að byggja sig upp, en svo gengur það kannski ekki og þeir koma sér út aftur. Þetta er sveiflukennt.“

 

Meir er svo um sjávarútvegsmálin.

Neðar á síðunni er svo viðtal við Sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins:

 

Fiskveiðieftirliti er enn ábótavant

Eftirliti með fiskveiðum í lögsögu Evrópusambandsríkjanna er enn ábótavant og það á sinn þátt í ofveiði fiskistofnanna. Þetta sagði Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í gær. „Virkara fiskveiðieftirlit krefst meiri ákveðni og elju,“ sagði Borg. Vegna ófullnægjandi eftirlits væru þess of mörg dæmi að notuð væru óleyfileg veiðarfæri og að skip stælust til að veiða á miðum sem hefur verið lokað í verndarskyni við hætt komna fiskistofna.

 

 

 

Fréttablaðið og Visir.is er nokk dugleg með sjávarútvegsmála fréttir.

 

Fréttablaðið, 12. apr. 2007 00:45
Veiðar Íslands til fyrirmyndar

Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið kemur í veg fyrir ofveiði helstu nytjastofna sjávar, að því er fram kemur í nýjasta hefti hins virta tímarits National Geographic. Í ítarlegri úttekt tímaritsins um ástand fiskistofna í heiminum eru fiskimið Íslands tiltekin sem undantekning frá bágri stöðu helstu fiskimiða heims þar sem fiskgengd sé aðeins brot af því sem áður var.

„Heimshöfin eru aðeins skugginn af því sem áður var. Með fáum undantekningum, til dæmis vel heppnuðum fiskveiðistjórnunum í Alaska, á Íslandi og Nýja-Sjálandi, er fiskgengd aðeins brot af því sem var fyrir um öld síðan", segir í grein National Geographic þar sem álits er leitað hjá fjölda sérfræðinga auk manna sem koma að veiðum og rannsóknum á margvíslegum sviðum. Ástæðan fyrir góðu ástandi íslenskra fiskistofna er sögð vera takmörkun á fjölda þeirra skipa sem leyft er að veiða á hverjum tíma. Meginástæða ofveiði sé of mörg skip, sem stundi veiðar á ofveiddum fiskistofnum.

Framtíðarsýnin sem dregin er upp í greininni er dökk og þar er kallað eftir hugarfarsbreytingu í heiminum. Þar segir að lausnin á ofveiði felist ekki í lagasetningu heldur því að heimsbyggðin taki að líta á dýrastofna sjávar sömu augum og landdýr sem eru í hættu vegna veiða.

 

 

Fréttablaðið 12 apríl:

Tímaritið National Geographic segir fiskveiðistjórnun íslendinga árangursríka:

Veiðar Íslands til fyrirmyndar.

Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið kemur í veg fyrir ofveiði helstu nytjastofna sjávar, að því er fram kemur í nýjasta hefti hins virta tímarits National Geographic.

Í ítarlegri úttekt tímaritsins um ástand fiskistofna í heiminum eru fiskimið Íslands tiltekin sem undantekning frá bágri stöðu helstu fiskimiða heims þar sem fiskgengd sé aðeins brot af því sem áður var. „Heimshöfin eru aðeins skugginn af því sem áður var.

Með fáum undantekningum, til dæmis vel heppnuðum fiskveiðistjórnunum í Alaska, á Íslandi og Nýja- Sjálandi, er fiskgengd aðeins brot af því sem var fyrir um öld síðan“, segir í grein National Geographic þar sem álits er leitað hjá fjölda sérfræðinga auk manna sem koma að veiðum og rannsóknum á margvíslegum sviðum.

Ástæðan fyrir góðu ástandi íslenskra fiskistofna er sögð vera takmörkun á fjölda þeirra skipa sem leyft er að veiða á hverjum tíma. Meginástæða ofveiði sé of mörg skip, sem stundi veiðar á ofveiddum fiskistofnum.

Framtíðarsýnin sem dregin er upp í greininni er dökk og þar er kallað eftir hugarfarsbreytingu í heiminum. Þar segir að lausnin á ofveiði felist ekki í lagasetningu heldur því að heimsbyggðin taki að líta á dýrastofna sjávar sömu augum og landdýr sem eru í hættu vegna veiða. -shá

 

Eldri fréttir:

Mokveiði í veðurblíðunni

28.3.2007

ÞorskurNú er skollið á mokfiskirí hjá bátum á vertíðarsvæðinu sunnan og vestanlands og allt til Vestfjarða. Að sögn hafnarvarða í Grindavík, Sandgerði og Bolungarvík hefur veturinn verið smábátum erfiður og því kominn tími til að vel viðri til veiða.

Sverrir Vilbergsson hafnarvörður í Grindavík sagði í samtali við Skip.is að veiðin hefði verið góð síðustu þrjá daga enda veður gott til róðra. ,,Það hefur verið mokveiði og minni bátarnir að gera það mjög gott. Fimmtán tonna bátar hafa verið að koma með allt upp í 17 tonn í land eftir túrinn. Veiðin hefur verið jöfn en mest hjá Gísla Súrssyni GK og Auði Vésteins GK og uppistaðan í aflanum er vænn og góður þorskur,” segir Sverrir Vilbergsson. Svipaða sögu er að segja frá Sandgerði. Björn Arason hafnarstjóri sagði að fiskiríið hafi verið prýðilegt síðustu daga. ,,Aflabrögð hafa verið góð bæði hjá línu- og snurvoðarbátunum. Línu- og handfærabáturinn Muggur GK kom í land með 8 tonn og snurvoðarbáturinn Margrét HF fékk um 15 tonn fyrr í vikunni. Aflinn er blanda af þorski, ufsa og ýsu og ágætur fiskur,” segir Björn Arason. Ólafur Svanur Gestsson yfirhafnarvörður á Bolungarvík sagði að steinbítsfiskiríið hafi verið mjög gott undanfarið. ,,Veðrið hefur verið gott og steinbíturinn er vanur að gefa sig á þessum tíma. Þeir sem mest hafa fengið hafa komist upp í 17 tonn af mjög góðum steinbít. Guðmundur Einarsson ÍS, Sirrý ÍS og Hrólfur Einarsson ÍS eru allir á svipuðum nótum hvað veiðar varðar og hafa landað mest,” segir Ólafur Svanur Gestsson.

 

 

Stöð 2, 28. mar. 2007 13:15  Visir.is

Mokveiði í Grindavík

Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel

Hátt í 20 Línubátar komu drekkhlaðnir eftir veiðar fyrir sunnan og suðaustan af Grindavík í gær. Mikil bræla hefur verið undanfarnar vikur en síðustu daga hafa menn mokveitt. Rafn Arnarson skipstjóri á línubátnum Óla á stað kom til hafnar í gær með hátt í 16 tonn. Hann segist aldrei hafa veitt yfir 15 tonn.

Um kvöldmatarleytið í gærkvöld höfðu sextán línubátar landað og nokkrir biðu í röðum eftir að komast að. Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri í Grindavík segir þessa miklu veiði síðustu daga heldur óvenjulega. Það hljóti að vera mikill fiskur á miðunum því ekki sé algengt að línubátar veiði svona mikið í einum túr. Sumir hafi fengið fullfermi og þurft að snúa á miðin aftur til að ná í allan aflann.

 

Þorskstofninn í Barentshafi 70% stærri en talið hefur verið?

30.11.2006 Skip.is

Nýjar mælingar rússneskra fiskifræðinga við VNIRO hafrannsóknastofnunina í Rússlandi benda til þess að þorskstofninn í Barentshafi sé einni milljón tonnum stærri en fiskifræðingar hafa hingað til haldið. Sé það rétt er stofninn 70% stærri en Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur haldið fram.

 

Þetta kemur fram í frétt Fishing News International en þar segir að fiskifræðingar við stofnunina hafi þróað nýjar og óhefðbundnar aðferðir við mat á stofnstærðinni.

 

Dimitri Klochkov hjá VNIRO segir í samtali við blaðið að niðurstöður hans og félaga hans hafi gert þá varkárari gagnvart hefðbundnari rannsóknum og varúðarnálgunum sem ekki taki mið af ýmsum vistfræðilegum þáttum í hafinu. Aðferð VNIRO byggi hins vegar á því að fylgst sé með fiskiskipunum með hjálp gervitungla og lagt sé mat á gögn sem fáist úr einstaka togum skipanna, yfirborðshita og ástand sjávar hverju sinni. Rannsóknirnar, sem byggt sé á við umrætt mat, nái til tímabilsins maí til nóvember í fyrra og því hafi verið skipt í 15 daga skeið sem sýni stofnstærðina á hafsvæðum sem hvert um sig sé 10 fermílur að stærð. Tekið sé tillit til þess hvernig skip hafi verið á veiðum á hverjum stað, gerðar togveiðarfæra, toghraða og afla á togtíma. Niðurstaða mælinganna gefi til kynna að stofnstærð þorsksins í Barentshafi sé 2,56 milljónir tonna. Á þeim og mati fiskifræðinga Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sé gríðarlegur munur því ICES hafi metið hámarksstofnstærðina á 1,50 milljónir tonna.

 

Sem sagt allt í tómu tjóni þótt þoskurinn sé nógur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Hver skrifar þessa vitleisu. Það er ekki takmörk á því hversu mörg skip geta róið. Gallarnir á þessu kerfi eru svo margir að það tæki mig allan daginn telja þá upp.

Georg Eiður Arnarson, 12.4.2007 kl. 07:31

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, þetta er bara beint uppúr Fréttablaðinu eins og þú getur séð ef þú smellir á linkinn eða ferð inn á visir.is. Lesefnið í fréttablaðinu sem stakk mig mest var hvað þetta stangaðist allt á, ætlar þú Georg að segja mér það að þú skiljir þetta ekki útgerðarmaðurinn sjálfur.

Sigfús Sigurþórsson., 12.4.2007 kl. 07:38

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Jújú, spurninginn er hver samdi neðri greinina ?

Georg Eiður Arnarson, 12.4.2007 kl. 07:41

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er sennilega þessi a.a, einnig gæti það verið E.Ól. En hún er náttúrulega viðtal við Joe Borg sem fer með fiskveiðimál ESB

Sigfús Sigurþórsson., 12.4.2007 kl. 07:55

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Fyrir nokkrum árum síðan skrifaði ungur maður grein þar sem hann lofaði kerfið í bak og fyrir. Stuttu seinna var honum boðinn vinna hjá stór útgerð. Ég skil svona vinnubrögð en greininn var þvæla.

Georg Eiður Arnarson, 12.4.2007 kl. 08:11

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Farin í loftið.

Sigfús Sigurþórsson., 12.4.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband