Hvaða flokk á ég eiginlega að kjósa?

SShugsi21Nú þarf maður að fara að ákveða sig, hvaða flokk maður á að kjósa?

Ég hef verið með ýmiskonar þreifingar hér á blogginu, sett inn færslur um hina og þessa flokka sem mislítið vit var í, einhverskonar þreifingar.

Ég er búinn að liggja að undanförnu, en þó mest síðustu daga yfir stefnumálum flokkana (nema nýja flokksins, Baráttu-eitthvað) og er alsekki sáttur, alsekki sannfærður. Allir flokkarnir kynna eitthvað frábært í stefnuskrá sinni bæði í blöðum og sjónvarpi. Með miklum tilþrifum og röggsemi útskýra stjórnmálamenn það sem flokkurinn ætlar að standa fyrir, síðan benda hinir og þessir stjórnmálamenn á að ekkert sé að marka það sem þessi eða hinn stjórnmálamaðurinn segir, og svo vel gera þeir það að maður veit ekki hvort maður á að trúa þessum eða hinum stjórnmálamanninum.

 

Hvað er það sem ég vil að "minn" flokkur framkvæmi, eða standi fyrir, fyrir utan utanríkismálin? (skipti þessu aðeins niður)

Hér stikla ég á stóru og fer ekki ítarlega í hvern lið, enda eru stundum margir flokkar með jafnvel sama lið en þá er bara að sjá á hverja mér lýst best..

   

Hvað og hverju vill ég að "minn" flokkur standi fyrir:

  • Laga launakjör þeirra lægst launuðu.

  • Leifa öldruðum að vinna fyrir tekjum án tekjuskerðingar ellilífeyris.

  • Gjörbreyta sjávarútvegsstefnunni.

  • Skóla og leikskólamál, jafnvel frýja leikskóla (ekki hinn almenn skóla)

  • Átak svo um munar í stuðningi við fötluð og langveik börn.

  • Menntunarmálin endurskipulögð, gefa öllum landsmönnum jafnan rétt og getu til að stunda nám.

  • Vera "vilhallur" virkjunum-stóriðjum, ríkisstjórn gæti haft flokk vísindamanna sem mundi rannsaka kosti og galla hvers verkefnis fyrir sig hvar sem er á landinu virkjunar hugmynd væri í gangi.

  • Gjörbreyta landbúnaðarstefnunni, allavega gera miklar breytingar á mörgum sviðum.

  • Kanna möguleika á hátekjuskatti.

  • Setja sérstakar reglur um innflytjendur inn í landið, ekki hefta, heldur að strangt sé metinn bakgrunnur viðkomandi einstaklings.

  • Umtalsvert átak/herferð gert í fíkniefnamálum.

  • Endurskoða tolla löggjöfina.

  • Niðurgreiðslur margra tolla afnumdir.

  • Halda áfram niðurgreiðslu skulda ríkisins.

  • Hækka skattleysismörkin.

  • Meyra aðhald í ríkisrekstri.

  • Átak í umhverfismálum og skírari stefnu.

Ekki er ég nú að tíunda það sem ég tel að sé í góðum eða þokkalegum farvegi nú þegar og klárlega gleymi ég einhverju hér, en hér er heldur ekki neinn ítarlegur list.

 

Jæja og hvað flokk á ég þá að kjósa?, þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þakka fyrir þitt athvæði.

Georg Eiður Arnarson, 12.4.2007 kl. 20:32

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Mér bara dettur ekki í hug að segja þér fyrir verkum. Þetta verður þú að ákveða sjálfur og mér sýnist þú reyndar fara ákaflega faglega að því.

Ragnar Bjarnason, 12.4.2007 kl. 20:38

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fyrst verður þú að svara þeirri grundvallarspurningu hvort þú viljir núverandi
ríkisstjórnarflokka áfram við völd eða ekki! Allt  sem þú telur upp þarf jú mikla
peninga til að framkvæma, sem þýðir áframhaldandi hagvöxt en ekkert STOPP!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.4.2007 kl. 21:18

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ekki veit ég það! Ég er ekki enn búin að ákveða fyrir sjálfa mig. ÚFF....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.4.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þakka fyrir comment drengir.

Guðmundur Jónas, ekki ætla ég að svara spurningu þinni með jái eða neii, því jú ég er að skoða þá möguleika sem eru/verða. Það er gott að þú kemur inn á kostnaðinn, ég geri mér talsverða grein fyrir að breytingar og framfarir muni kosta peninga, en ekki þarf það að þýða neinn sérlegan áframhaldandi hagvöxt ef hægt er að snúa einhverjum öðrum liðum við, er það Guðmundur?

Einnig geri ég mér alveg grein fyrir, eða hef ekki trú á að ég finni flokk sem hefur allt á sinni stefnuskrá sem ég óska eftir, það bara er ekki hægt, allavega ekki allt hægt að gera á sama tíma, á einu bretti.

Ég hefi oft gluggað inn á bloggið þitt Guðmundur Jónas, eins og jú hinna hér, og oft lesið skemmtilega pistla hjá þér og comment, þakka fyrir mig fyrir það.

Sigfús Sigurþórsson., 12.4.2007 kl. 21:46

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þakka fyrir comment drengir og dömur/dama. Sóldís, þitt comment datt inn akkvurat þegar ég var að svara þeim sem komin voru.

Sigfús Sigurþórsson., 12.4.2007 kl. 21:48

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Drífðu þig á þing maður!

Jóna Á. Gísladóttir, 12.4.2007 kl. 22:34

8 Smámynd: halkatla

ég var einmitt að skrifa upp svipaðan lista, það sem ég er að vonast eftir... nú halda allir að ég sé að herma ef ég set hann inn

en allavega, þú veist alveg hvað ég myndi ráðleggja ekki satt? Það passar flestum atriðunum á listanum en ekki öllum... 

halkatla, 12.4.2007 kl. 23:13

9 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sigfús, af hverju klárarðu ekki að skrifa upp stefnuskrá Frjálslynda Flokksinns fyrst þú ert birjaður.

Georg Eiður Arnarson, 12.4.2007 kl. 23:30

10 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Það er þetta með landbúnaðarstefnuna ... Tóku ekki allir flokkar þátt í 16 milljarða samningnum? Ég held að enginn flokkur vilji umbyltingar þar, sniff. Og hvað sagði ekki einhver í kappræðum í vikunni, að vegna niðurgreiðslunnar/styrkjanna fengjum við landbúnaðarvörur á svo góðu verði? Alveg hefur þetta góða verð farið framhjá mér.

Berglind Steinsdóttir, 12.4.2007 kl. 23:32

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Vinstri grænir eru vænir.

Svava frá Strandbergi , 13.4.2007 kl. 00:01

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Kanski maður liti bara hárið grænt og fari svo í framboð. Virðist duga hjá sumum .

Georg Eiður Arnarson, 13.4.2007 kl. 00:08

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það vill mig enginn á þing Jóna, enda yrði ég þar bara fyrir þar rífandi kjaft.

 Jú jú Anna Karen víst þykist ég vita það, en vantar samt staðfestingu á að þar verði mínum væntingum fullnægt, reyndar geri ég mér fulla grein fyrir að EINGINN flokkur mun fullnægja þeim á einu bretti, en hversu vel getur maður treyst því að flokkur standi við gefin loforð?

Georg, þú ert hreinlega ómissandi, vantar eitthvað upp á hjá mér?

Berglind, samningar eru gerðir og farið eftir þeim, en þegar reynsla er komin á hvernig samningurinn reynist á að sjálfsögðu að breyta honum og laga.  Ég vill ekki trúa þér með að enginn vilji gera breytingu í landbúnaðarmálunum, sér í lagi hvað varðar niðurgreiðslukerfið, é ger sammála því að þetta íslenska lamb til dæmis er klárlega úr gulli, ja allavega miðað við verðið á því. Ef tollalögjöfin breytist gagnvart því sem bændastéttina varðar, grunar mig að skjálfti fari um margan.

Því trúi ég vel Guðný, mér finnst alveg hellingur af afar áhugaverðu fólki í öllum flokkum sem eru í gangi, mismikið að vísu en allir eru þeir með eitthvað af vænlegum og áhugaverðum einstaklingum.

Sigfús Sigurþórsson., 13.4.2007 kl. 00:08

14 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Samgöngumálinn.

Georg Eiður Arnarson, 13.4.2007 kl. 00:14

15 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hefði verið til í að kjósa þig ef þú værir í framboði, en það er orðið of seint fyrir þessar kosningar, en það kemur dagur eftir þennan dag.  Held að þú værir fínn á þingi.

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.4.2007 kl. 00:15

16 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég hefði viljað sjá Ester á þingi. (veit Magga sverriss af ykkur)

Georg Eiður Arnarson, 13.4.2007 kl. 00:20

17 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Verst að það er ekki hægt að skipta sínu atkvæði í tvennt. Þú gætir greitt Vinstri grænum hálft og Sjálfstæðisflokknum hálft

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.4.2007 kl. 01:40

18 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hæ. Ég sá að þú skrifaðir athugasemd við pistil á síðunni minni. Takk fyrir hrósið! Ég er ekki kjarklaus frekar en þú Þú getur líka lesið það sem ég skrifaði 29. mars, væri gaman að heyra álit þitt á því. Ég er ný hérna á blogginu og vil skapa umræður um þessi mál sem ég fjalla um á blogginu mínu. Hvernig gerist maður bloggvinur? Var að spá í hvort þú vilt vera bloggvinur minn? Fá heiðurinn af því að vera sá fyrsti? Ég hef líka gaman að þínum skrifum.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.4.2007 kl. 02:00

19 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Alveg hárrétt hjá þér meistari Georg, að sjálfsögðu og skil ekkert í mér að gleima þeim, ég nefnilega vill td, g0ng tilEyja, göng í gegnum Holtavörðuheiðina og í gegnum Hellisheiðina svo fátt eitt af gangna málum sé nefnt. einnig vill ég láta vera betra eftirlit með þeim vegum útá landsbyggðinni sem búið er að malbika en fara hægar í að malbika einhverja vegaspotta sem máské liggja að einhverjum vita eða eitthvað slíkt, já sem jafnvel liggur bara að einvherjum hálvita. margt má tína til í samgöngumálum en ekki er allt gert í einu og tel upp fleyra síðar.

Já Ester á þing, það er að segja ef hún hefur mínar væntingar í farteskinu.

Takk Margrét. 

Sigfús Sigurþórsson., 13.4.2007 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband