Laugardagur, 14. apríl 2007
Gáta dagsins.
Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á.
Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.
Ég er ilfat af ýmsum gráðum
Einnig nýttur á veiðitólum.
Oft er ég þrykktur á enda á þráðum
Þarflegur talinn á báðum pólum.
Rétt svar barst kl.09.11 og aftur 21.17
Rétt svar er: Skór
Höf: Líni Hannes Sigurðsson
Rétt svar gaf bloggarinn: Gunnar Þór Jónsson
Vegna mistaka eða einvherra annara ástæðna var svarið Talía/blökk við gátuna sem ég hafði í farteski mínu, en eins og kemur fram hér í Athugasemdum komu ábendingar um annað svar (sem sagt skór) væri rétta svarið og kom það strax í morgun. Ps. lesið Athugasemdir.
Svar óskast (og helst höfundarnafn)
Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Íþróttir, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er það ílát kappi
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 11:58
Sæll Sigfús, er það flotholt?
Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 12:28
Segull?
Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 12:36
Byrja á að afsaka eina Athugasemd sem kom inn, einhverra hluta vegna sést hún ekki hér, en þar var orðið ílát reint.
Nei hvorugt orðið er það nú Ester, og ekki skór.
Smá vísbending: Ílát gæti oft á tíðum tengst þessu.
Fleyri vísbendingar uppúr síðar, ef lausnin verður ekki komin.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 12:59
Hvað með skip (Nökkvi)
Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 13:05
Þrúga
Dúa 14.4.2007 kl. 13:22
Nei stelpur, hvorugt er það.
Takið eftir vísbendingunni: Getur oft á tíðum tengst ílátum, svo er líka ekkert að því að minna á línu 2: Einnig nýttur á veiðitólum.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 13:38
Er þetta ormur, ánamaðkur
Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 13:49
eða er þetta lína
Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 13:52
Eingin skeppna og eingin lifandi vera.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 13:52
Ekki er það hnútur Ester mín, kem með eina vísbendingu enn.
Þetta er verkfæri, notað bæði til sjós og lands, bæði nafnið og eins verkfærið var meyra áberandi hér áður fyrr á landi, en er jafnmikið notað til sjós í dag og áður fyrr, áður fyrr var beitt handafli við þetta verkfæri en síðustu áratugina sjá vélar meyra um þetta verkfæri, en mikið af þessu er enn þann dag í dag beitt handafli og mun svo verða alla tíð.
Þetta kallast nú slatti af vísbendingum og getið nú.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 15:12
Sæll Gunnar og aðrir góðir gestir, Ekki er það lóð, ég hefi ekkert gert neinar breytingar á gátunni á neinn hátt síðan hún var sett inn í nótt. Ilfat á þetta að vera.
Nú gefum við bara enn nánari vísbendingar.
Hífa, slaka, færa til.
Ekki hefi ég nú trú á að meira þurfi
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 16:53
Nei kappi.
Krókur er samt yfirleitt notaður við þetta verkfæri.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 17:09
Sleði
Júnómí 14.4.2007 kl. 18:43
Höfundur þessarar gátu er Líni Hannes Sigurðsson og svarið er skór.
Þú verður að passa þetta betur, þetta er í annað skiptið sem þú hafnar réttu svari, síðast var það svarið Mark.
Veigar Freyr Jökulsson 14.4.2007 kl. 19:12
Þessa gátu og fleiri eftir Lína og aðra má lesa á Þineyrarvefnum:
http://www.thingeyri.is/spurning/skoda_meira.asp
Veigar Freyr Jökulsson 14.4.2007 kl. 19:20
Góður vefur þarna Óskráður Veigar Freyr, og margt smellið með Líni Hannesi, þennan vef hef ég ekki áður séð en vísur og gátur eftir Lín eru víðar.
Mér er ekki sama þegar þú berð upp á mig að ég sé að gera ranga hluti, enda var svarið sem þú bendir til einfaldlega rangt hjá þér, allavega ekki það svar sem ég leitaði eftir, og þetta er sem sagt annað skiptið sem þú berð á mig sagir, og þakka ég þér penntfyrir það Óskráður Veigar Freyr.
Svarið sem ég leitaði eftir og hef undir höndum og er tileinkað Líni Hannesi Sigurðssyni er Spil - Talía
Nú ætla ég ekki að staðhæfa neitt um hvort er rétta svarið fyrr en ég hefi kannað þetta frekar, það er ekkert ósjaldgjaft að maður rekist á fleyri enn eitt svar við gátu, Það vita flestir, og mun ég nota einhvern tíma á morgun til þeirra gjörða.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 21:19
Ég myndi gjarnan vilja heyra skýringu a þessu, ég er að reyna að sjá fyrir mér hvernig maður notar spil/talíu sem skótau eða hvernig ég gæti nýtt það í pólferðum...
Það væri gaman að heyra þinn skilning á lausninni.
--
Veigar
Veigar Freyr Jökulsson 14.4.2007 kl. 21:28
Heil og sæl allir gátusnillingar hér. Ég var rétt í þessu að tala við höfund þessarar gátu sem í dag byrtist á venum hjá mér, eins og sést höfum við allavega tveir aðilar, ég og Veigar Freyr verið með sitthvurt svarið við þessari gátu.
Þessi gáta var ort fyrir margt löngu af Líni Hannesi Sigurðssyni og var hann á leið frá Reykjavík á Vestfyriðina er hann setti þessa gátu saman.
Líni Hannes sagði að þetta væri nú ekki fyrsta skiptið þar sem þessi gáta illi vandræðum. en rétta svarið væri Skór og verður það að sjálfsögðu sett þannig upp. Þannig að Guunar þór svaraði rétt í Athugasemd númer 25.
Kærar þakkir fyrir þáttökuna og reini ég að ritskoða gátur og svör áður en þær verða byrtar hér.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 22:05
Jú einmitt og þú sérð það á vefnum -- skáði báðar á þig, báð tímana, kíktu á gátuna og svarið.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 22:17
Svona til að reina að loka þessari gátu og byrja nýtt líf, ætla ég bara að endurtaka afsökun mína á því að ég skuli vera með annað svar í skruddunni og vona að bloggvinir virði það. Þetta er gaman, en að sjálfsögðu þurfa gátur og svör að vera á hreinu áður en inn eru settar, þakka ég öllum og sér í lagi Gunnari Þór og Veigari Freyr fyrir þeirra innlegg og aðstoð.
Kveðja Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 22:22
Ég hefði samt ennþá gaman af því að heyra hvernig þú gast tengt vísuna við spil/talíu...
--
Veigar
Veigar Freyr Jökulsson 14.4.2007 kl. 22:33
Ég skal reyna að sval þessum þorsta Veigar. Ég hefi einfallt svar við þessu, ég las gátuna, pældi ekkert í svarinu því það var skrifað neðan við gátuna og þurfti ég því ekki að ráða hana (að ég taldi) og smellti henni síðan á vefinn, vona að þetta nægi. Með kærri þökk Veigar Freyr. Kveðja Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 22:38
Ég hvet þig til að vanda betur til verksins, það eru greinilega margir sem hafa áhuga á þessu, ég er hér með hættur að lesa þessa síðu, ég missti eiginlega álitið á þessu framtaki eftir stél/mark vitleysuna um daginn.
En gangi þér vel með þetta og passaðu betur upp á réttu svörin :)
--
Veigar
Veigar Freyr Jökulsson 14.4.2007 kl. 22:56
Þakka þér Veigar Freyr.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 23:02
Kærar þakki Gunnar Þór, þú gefur mér styrk, það er ekkert gaman að veravaldur að miskilningi, af hvaða völdum sem hann verður, svo lengi sem ekki er um vilja verk að ræða.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 23:29
Ég ætlaði að orða þetta öðruvísi Gunnar: þótt ekki sé um viljaverk að ræða.
Sigfús Sigurþórsson., 14.4.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.