Gáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu gátu,en í verstafalli eigi síðar en að morgni dags.

 

Vísnagáta dagsins er eftirfarandi.

 SSvisnagatur

Gefið getur kul og hita

Heyrist stundum í

Frá er rifinn fer að smita

Fær á vetrum sjaldan frí

 

Rétt svar barst kl.07.16

Rétt svar er: Ofn

Höf: Sigfús Sigurþórsson

Rétt svar gaf bloggarinn: Gunnar Þór Jónsson 

 

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

 

 

ATH: 2 Bloggvinir eru búnir að stinga upp á að ef gáta er ráðin frá miðnætti til hádegis muni ég setja inn nýja eftir hádegið. Þetta hefur verið samþykkt.

 

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Kvef?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.4.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki er það Kvef Margrét, en margt passar við kvef, haha, nema kannski 3ja línan. Betur má ef duga skal.

Sigfús Sigurþórsson., 16.4.2007 kl. 00:37

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já þessi þriðja lína var eitthvað að veltast fyrir mér og er enn

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.4.2007 kl. 01:21

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Svo heyrist sennilega ekki í kvefi, það frekar heyrist í manni sjálfum vegna kvefs.

Sigfús Sigurþórsson., 16.4.2007 kl. 01:40

5 identicon

Hósti ?

Eyþór Jónsson 16.4.2007 kl. 02:07

6 identicon

Nei ekki hósti  heldur inflíensa(flensa)

Eyþór Jónsson 16.4.2007 kl. 02:17

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Eyþór, takk fyrir síðast, nei hvorki er það hósti né flensa eða inflúensa.   Betur má ef duga skal eins maðurinn sagði.

Sigfús Sigurþórsson., 16.4.2007 kl. 06:42

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er hárrétt, Góóóður Gunnar Þór

Svarið er: Ofn og gátan er frumsamin.

Sigfús Sigurþórsson., 16.4.2007 kl. 07:42

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þú hefur tekið eftir nýju reglunum og aðrir bloggarar, að nú fer inn ný gáta eftir hádegið, fyrst þessi er afgreydd fyrir hádegi.

Sigfús Sigurþórsson., 16.4.2007 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband