Gáta dagsins II

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum.

 

SSvisnagatur

Gáta dagsins II er svohljóðandi:.

 

Reyni að grunda rökin snjöll.
Rauf ég læsta kælinn.
Vann á högum hlutum spjöll.
Hlýða læt ég þrælinn.

Svar: Brjóta

Brjóta til mergjar
Brjóta upp
Brjóta
Brjóta niður

 

Ég ætla að gefa Ester Sveinbjarnardóttir rétt fyrir sitt svar

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Er vilji fyrir vísbendingu hér?

Sigfús Sigurþórsson., 18.4.2007 kl. 20:15

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já, það var annað með mig,, þessi er ekki eftir mig, fyrsta þvældist fyrir mér, en ég var samt með rétt, fattaði þá bara ekki hvernig ég gat tengt það fyrstu línunni,,,maður getur stundum lokast fyrir einfaldari hlutnum.

Sigfús Sigurþórsson., 18.4.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sennilega ertu með rangt í huga fyrst það er aðeins kælirinn sem þvælist fyrir.

Hvað skildi þriðja línan merkja?

Sigfús Sigurþórsson., 18.4.2007 kl. 21:07

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Vindkviða segi ég og stend og fell með því

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.4.2007 kl. 22:17

5 identicon

Hæ hæ ALLIR bloggarar hér hjá Sigfúsi.

Sigfús sendi þetta á mig í e-maili því eitthvað er bilað hjá honum og hann skilur ekki neitt í neinu ? :)

ATH ATH , eithvað er að hjá mér, get ekki skráð í svarað commentum og hvergi skráð mig inn nema á mbl.blog.is::::::::: Vísbending: Hvernig fái þið grjótþrjóskan þræl til að gefa sig?

 

 

Hvað þarf að gera við þrjóskuna í honum? hvernig komist þið inn í óoppnanlegan kæli?     HVAÐ KEMUR "STUNDUM" FYRIR GLAS

Eyþór Jónsson 18.4.2007 kl. 23:02

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Jú ég var einmitt að hugsa um svipu í þessu samhengi. Gæti líka verið hönd eða hnefi  svo er þetta kannski út í hött

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:03

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ok Svipa!!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:04

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:05

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Prufa

Sigfús Sigurþórsson., 18.4.2007 kl. 23:20

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

ok, komið í lag hjámér,allavega í bili

Sigfús Sigurþórsson., 18.4.2007 kl. 23:21

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hvað þarf að gera við þrjóskuna í honum?

hvernig komist þið inn í óopnanlegan kæli?    

HVAÐ KEMUR "STUNDUM" FYRIR GLAS

Sigfús Sigurþórsson., 18.4.2007 kl. 23:22

12 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Brjóta á bak aftur, brjóta upp

Ester Sveinbjarnardóttir, 19.4.2007 kl. 00:22

13 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

barefli  

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.4.2007 kl. 00:38

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæl öll sömul, þessi var smá snúin þótt einföld hafi verið.

Ég að sjálfsögðu biðs fyrirgefningar á því að ég gat ekki einhverra hluta loggað mig inn.

Ester ég vona að þú hafir og sért að RÁÐA gáturnar, ekki að fiska þær upp af síðunni góðu.

Jæja ég er allavega búinn að setja inn nýja gátu og færslu svo þetta virðist vera komið í lag hvað sem að var.

Gleðilegt sumar GOTT FÓLK.

Sigfús Sigurþórsson., 19.4.2007 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband