Skondnar þessar stjörnuspár.

Fréttamynd 426386Það eiga nú fleiri afmæli í dag, eða réttara sagt í gær þann 18 apríl en Viktoría Beckham og það er til dæmis prinsessan mín Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir, og það fer nú ekkert á milli mála hvor er yndislegri, ja, allavega að mínu áliti.

Ég var að lesa stjörnuspá þessara fegurðardísa og fannst mér ég kannast við ansi margt, við mína prinsessu alla vega, veit ekki um Becham prinsessuna.

 

 

En svo segir í stjörnuspá þeirra hér á Mbl:

Hrúturinn

Hrúturinn er vormerki. Á vorin fer birta vaxandi og veður batnandi. Mesti athafnatími ársins er fyrir höndum. Eðli Hrútsins endurspeglar þetta og birtist meðal annars í þörf fyrir athafnasemi og innri vissu um að lífið bjóði uppá ótal tækifæri. Hrúturinn er fyrir vikið drífandi og fljótur að framkvæma ætlunarverk sín. Að sama skapi er honum illa við alla bið. Hann vill gera það strax sem hann fær áhuga á.
 

Frumkvöðull

Hrúturinn þolir illa reglur, kerfi og vanabindingu, en hefur gaman af nýjum áskorunum. Það má líkja honum við landnema. Hann tendrast upp þegar ný mál eru á dagskrá hans, lifnar við og smitar út frá sér með ákafa sínum, en dofnar og verður leiður ef hann þarf að fást of lengi við það sama. Hann er góður í upphafi, sæmilegur þegar verk er hálfnað en verður oft að beita sig aga til að ljúka verkum. Hann er fæddur brautryðjandi og frumkvöðull, en er síðri í rekstri og vanaverkum.
 

Keppni og áskoranir

Hrúturinn kappsfullur og baráttuglaður að upplagi. Hann er því uppá sitt besta þegar honum er stillt upp við vegg, eða þegar þarf að drífa af ákveðin verk fyrir tilsettan tíma. Þá magnast hann upp. Hann er eldsmerki og þarf því að hafa líf í kringum sig og líður best þegar hann er að keppa eða fást við nýja áskorun. Hann þarf sömuleiðis á hreyfingu og líkamlegri útrás að halda, annað hvort með því að stunda líkamlega vinnu eða í íþróttum, líkamsrækt og útivist. Ef umhverfi hans er líflaust og kallar á vanabindingu og endurtekningar þá tapar hann orku.
 

Fram á veginn

Hrúturinn er lítið gefinn fyrir að horfa um öxl. Hann vill lifa fyrir daginn í dag og horfa fram á veginn. Hann veltir sér því sjaldan upp úr vandamálum, að minnsta kosti ekki til langframa. Ef erfiðleikar steðja að er hann fljótur að hrista þá af sér. Lífið býður alltaf upp á ný tækifæri, nýjar áskoranir og ný verkefni til að keppa að.
 

Fljótfær og uppstökkur

Hinn dæmigerði Hrútur er fljótfær og á til að vera uppstökkur. Hann er tilfinningaríkur og skapstór. Þetta kemur sérstaklega fram ef einhver ætlar að stöðva hann eða hindra hann í að gera það sem hann hefur ætlað sér. Hann þolir ekki tafir. Þá er hætt við að hann rjúki skyndilega upp. Á móti kemur að hann er fljótur að róast og fyrirgefa.
 

Einlægur

Dags daglega, og þegar allt er í lagi, þá er Hrúturinn einlægur og vingjarnlegur í fasi, og yfirleitt hress og jákvæður. Hann er að mörgu leyti það sem kalla má 'hrein sál', eða maður sem flækir hlutina ekki að óþörfu. Hann stundum svolítið barnalegur í einlægni sinni og hreinskilni, en oftast er honum fyrirgefið, því hann meinar í raun ekkert illt með því, þó að hann skjóti á fólk eða slái einstaka sinnum frá sér.
 

Snerpa og hraði

Segja má að Hrúturinn sé skorpumaður og spretthlaupari. Lífsorka hans er hröð og hann starfar einna best þegar mikið er um að vera og krafist er snerpu og skjótrar ákvarðanatöku. Um Hrútinn er sagt að hann eigi að treysta á fyrstu tilfinningu sína í hverju máli. Slíkt reynist honum best.

Þegar talað er um 'Hrútinn' og 'Hrúta', þá er átt við þá sem fæddust þegar Sólin var í Hrútsmerkinu. Þeir einstaklingar hafa 'hjartað' í þessu merki, eða grunneðlið og lífsorkuna.

Staða Tunglsins í merki segir til um tilfinningar, staða Merkúrs um hugsun, Venusar um ást og samskipti, Mars um framkvæmdir, Rísandi merkis um framkomu og staða Miðhimins um (þjóðfélags)markmið. Hver einstakur maður er í nokkrum stjörnumerkjum og þess vegna eru gerð stjörnukort, en ekki bara fjallað um stjörnumerkin.

 

En sú stutta vill ekki meina að hún sé í einhverju hrúta merki, það er svo ljótt nafn segir hún, hún segist vera í pabba merkinu, og segir að hrútarnir séu pabbar allra kinda,,,, og þess vegna er hún í pabba merkinu.

 

 

 


mbl.is Óvissuferð til Parísar í afmælisgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Skemmtilegt svar hjá Guðbjörgu sól. Pabba merki er allveg rétt hjá henni. Hrútarnir eru pabbar kindanna.

Birna Dis Vilbertsdóttir 19.4.2007 kl. 09:32

2 Smámynd: Ólafur fannberg

sumarkveðja

Ólafur fannberg, 19.4.2007 kl. 09:32

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Kærar Þakki meistari Kristinn.

Já Birna Dís, svona einfallt er þetta hjá börnum, ekkert að flækja málin.

Kærar þakkir Ólafur Kafari, og sömuleiðis.

Sigfús Sigurþórsson., 19.4.2007 kl. 09:56

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gleðilegt sumar og til hamingju með litlu prinssessuna þína sem á afmæli í pabbamerkinu.   Það segir mikið um pabbann.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.4.2007 kl. 09:57

5 identicon

Æislegt, flott síða eg anefnilega 2 straka i april.

Sigga Jons. 19.4.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband