Föstudagur, 20. apríl 2007
Lokaður inn á klósetti í tvo sólahringa inn á Landspítalanum!
Þetta er alveg með ólíkindum, að svo svívirðisleg meðferð skuli vera höfð við á Lanspítala sjúkrahúss, hvað er að eiginlega? Þunglyndissjúklingur í sjálfsvígshugleiðingum var læstur inni á klósetti á geðdeild Landspítalans í tvo sólarhringa í vikunni. Ekki fannst annað herbergi fyrr en aðstandendur mótmæltu. Þetta jaðrar við mannvonsku segir, frændi sjúklingsins segir í frétt á visir.is og síðan segir:
Þunglyndur piltur á þrítugsaldri var í vikunni lagður inn á deild 33 c á Landspítalanum. Þegar Heimir Jónsson, frændi hans og velgjörðarmaður, heimsótti hann á deildina varð hann fyrir áfalli við að sjá aðstæðurnar sem hann bjó við. Heimi brá svo mjög að hann myndaði með gemsa sínum sjúkrastofuna, eða baðherbergið, sem frændi hans var lagður inn á. Heimir segir ræstiefni hafa verið á vaskinum.
Tíu ára gamall varð ungi maðurinn fórnarlamb barnaníðings. Sá var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum drengjum og afplánaði sjö. Fórnarlömbin sitja hins vegar uppi með afleiðingar glæpsins, segja aðstandendur unga mannsins sem hefur átt í miklum erfiðleikum allar götur síðan.
Þegar Heimir kvartaði fékk hann þá skýringu að deildin væri yfirfull. Hann segir starfsfólkið hafa verið allt af vilja gert.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta gerir mig svo reiða. Svo öskuilla að ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga. Vanmátturinn sem maður finnur fyrir er gífurlegur. Ég er ekki að tala um aðstæðurnar sem aumingja strákurinn þarf að búa við þó nógu séu þær slæmar heldur akkúrat það sem þú segir um dóminn sem barnaníðingurinn fær og svo afplánunina. Er ekki beinlínis verið að hrækja í andlitið á fórnarblömbum barnaníðinga? Segja við þá: ''hei, þetta er ekkert big díl. Bara eins og hvert annað umferðarlagabrot eða þjófnaður. Get a grip.'' Skilaboðin til fórnarlambanna eru nákvæmlega þau að það sem gerðist fyrir þau er ekkert til að gera veður út af. Og vanlíðanin sem þau finna fyrir er þeirra eigin aumingjaskapur. Ekki skrýtið þó þetta fólk höndli ekki lífið. Sorry, ég bara missi mig þegar þessi mál eru annars vegar.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.4.2007 kl. 23:24
Já, svona fer nú niðurskurðurinn með heilbrigðiskerfið. Undirmannaðar deildir vegna peningaleysis. Þetta er nú ekki flóknara en það!
Auðun Gíslason, 20.4.2007 kl. 23:25
Siv Friðleifsdóttir talaði um sitt frábæra heilbriggðiskerfi á st 2 á miðvikudagskvöld ætli þetta sé hluti af því? Ég gæti sægt ykkur margar mjög ljótar sögur af geðdeild LSH sem við fjölskyldan gengum í gegnum frá 2001 til 2006 þegar við börðumst fyrir lífi sonar okkar. Þær eru af svipuðum toga og þetta. Í 3 ár reyndum við að fá fund með heilbrigðisráðherra og það hefur Ekki tekist enn. Fékk að vísu símtal úr þessu hrokaráðuneyti á síðasta miðvikudag en var NEITAÐ UM FUND,
Birna Dis Vilbertsdóttir 21.4.2007 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.