Ætli það séu nokkuð kamrar á víð og dreif uppá Kárahnjúkum?

Fréttablaðið, 23. apr. 2007 06:45 Fjörutíu veiktust: Fjörutíu starfsmenn sem vinna við gerð Kárahnjúkavirkjunar voru óvinnufærir á föstudag vegna niðurgangs og uppkasta, samkvæmt upplýsingum frá Helgu Hreinsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Hún telur sýkinguna sem olli veikindunum hafa verið staðbundna þar sem aðrir veiktust ekki sama dag. Aðeins einangraður hópur manna, sem fékk sendan mat og drykk til sín, veiktist.

Helga segir hreinlæti ábótavant þar sem menn vinni í göngum. Þeir geti ekki þvegið sér áður en þeir borði og skammti sér sjálfir á pappadiska úr opnum ílátum. Hún hafi óskað eftir úrbótum, til dæmis að skammtað sé fyrir fram. Spurð um salernisaðstöðu sagðist hún hafa séð ferðaklósett 200 metra frá þeim stað þar sem maturinn var framreiddur.

Helga tekur fram að hún hafi ekki getað tekið sýni úr matnum sem menn borðuðu því búið hafi verið að henda afgöngum. Vatnssýni voru send í rannsókn.

Portúgali sem fór til síns heima í gær hafði samband við Fréttablaðið og lýsti aðstæðum í göngunum þegar mennirnir veiktust. Á fimmtudeginum höfðu þeir verið djúpt niðri í jörðinni í tólf tíma án þess að fá mat eða drykk sendan til sín en sleiktu hellisveggina til að svala sárasta þorstanum. Þegar maturinn kom dýfðu þeir könnum sínum í eplasafa sem var í opinni fötu. Áður gátu þeir ekki þvegið sér um hendur enda hvorki salernis- né þvottaaðstaða fyrir hendi. Hann var ekki hissa að þeir veiktust að lokum við þessar aðstæður. Þetta væri ómanneskjuleg meðferð og jaðraði við mannvosku. Menn hefðu komið grátandi upp úr göngunum þennan dag.

Þorvaldur P. Hjarðar, aðstoðarumdæmisstjóri Vinnueftirlitsins á Austurlandi, segist ætla á vettvang strax í dag og kanna aðstæður. Svo virðist sem mennirnir hafi veikst vegna lélegs frágangs á mat sem heilbrigðiseftirlitið væri búið að gera athugasemdir við. Ekkert sé að því að mennirnir séu í göngunum í yfir tíu tíma ef salernis-, þvotta- og kaffiaðstaða sé fyrir hendi.
-
-
Það er ábyggilega ekkert auðvellt á stundum að "skreppa" á kamarinn þarna upp frá, fólk er að vinna við alskonar aðstæður og alsekki í nálægð "virðulegra" klósetta..
Eru kanski kammrar hingað og þangað á víð og dreif þarna uppfrá.

 

mbl.is Tugir starfsmanna við Kárahnjúka veiktust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

'Kamraborgin rís há og fögur
og minnir hnjúkanna gleymdu sögur.

Svava frá Strandbergi , 23.4.2007 kl. 14:12

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já ekki Hamra, þetta er nokkuð gott hjá þér Guðný, það gat verið að þú sæir útúr þessu bara eitthvað fallegt ljóð.

Sigfús Sigurþórsson., 23.4.2007 kl. 15:16

3 Smámynd: halkatla

þvílíkur horror sorrí, þetta er bara eitthvað svo hrikalegt.

halkatla, 24.4.2007 kl. 00:34

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já, maður svona brosir smá af þessu, en þetta er nefnilega háalvarlegt mál, að svonalagað skuli viðgangast á íslandi er bara horror eins og þú segir Anna Karen.

Sigfús Sigurþórsson., 24.4.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband