Síðari gáta dagsins.

Vísnagáturnar sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er nein sérstök tímasetning á innsetningu á gátum..

 

-

SSvisnagaturSeinni gáta dagsins er svohljóðandi:.

 

 Auðþöll býr sig opt til vegs,
 með augu tvö og fætur sex,
 hörkulega hún fer að,
 en heggur þó í sama stað.

Rétt svar barst við síðari gátu dagsinn kl.21.57

Rétt svar er: Vagga

Rétt svar gaf: Már Högnason 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið, ef ekki kemur rétt svar fyrir klukkan 22.00 sama dag mun bloggari birta svarið í færslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

Nei Gunnar Þór, ekki er það rétt.

Látum fljóta hér eina vísbendingu, þetta er hlutur, ekki dýr.

Sigfús Sigurþórsson., 23.4.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

veit ekki

Svava frá Strandbergi , 23.4.2007 kl. 18:28

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

þöll er samt tré

Svava frá Strandbergi , 23.4.2007 kl. 18:28

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

veit ekki

Svava frá Strandbergi , 23.4.2007 kl. 18:29

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei ekki er það tré Guðný, hinsvegar er þessu"hlutur" yfirleitt gerður úr tré.

Vísbending: Oftast úr tré, börn leika sér með "míní" eftirlíkingar.

Sigfús Sigurþórsson., 23.4.2007 kl. 19:17

6 identicon

Þetta blasir við. Gamalmenni með göngugrind sem hefur lent á einhverri hindrun á göngustígnum við Hrafnistu og kemst ekki áfram.

Már Högnason 23.4.2007 kl. 21:05

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha,,, neeeei, en ef eitthvað væri þá hefur þú komist næst því sem komið er,

(VÍSBENDING) en að vísur varðar þetta þveröfugt við gamalmenni,

og varða hvíldar verkfæri.

Sigfús Sigurþórsson., 23.4.2007 kl. 21:15

8 identicon

Af hverju margbirtist sama athugasemdin?

Már Högnason 23.4.2007 kl. 21:33

9 identicon

Best að giska á konu í ruggustól

Már Högnason 23.4.2007 kl. 21:35

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ef þú ert loggaður inn Már og td, Rerfessar, þá kemur gluggi upp á skjáinn og þú mátt ekki samþykkja hann, það er eina ástæða tvíinnsetninga sem ég þekki.

Sigfús Sigurþórsson., 23.4.2007 kl. 21:37

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei Már, ekki er það kona í ruggustól, það er samt voða kósí eitthvað-.

Vísbending: Nýburar

Sigfús Sigurþórsson., 23.4.2007 kl. 21:41

12 identicon

Síðasta giskið í kvöld. Þetta er vagga.

Már Högnason 23.4.2007 kl. 21:57

13 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ooooog það er hárrétt Már

Svarið er: Vagga

Sigfús Sigurþórsson., 23.4.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband