Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Af hverju hefur allt verið svona erfitt hjá Ingibjörgu Sólrúnu?
Ég hef oft velt fyrir mér hvað skeði, hvað gerði það að verkum að þessi leiðtogi sem var á hvínandi siglingu upp vinsældastigann hrapaði eins hratt niður vinsældarlistann og raunin ber vitni.
Hvað skeði? hver er ástæðan? hverjar eru ástæðurnar?
Ég var svo að lesa stjörnuspá Ingibjargar Sólrúnar þegar ég rakst á grein sem ég vill tileinka Gunnlaugi Péturssyni stjörnuspekingi og þar þykist ég sjá mörg svörin við vangaveltum mínum.
Ég hefur töluvert verið að hugsa um Ingibjörgu Sólrúnu undanfarið. Um feril hennar og þá stöðu sem hún er í um þessar mundir. Samfylkingin sem á að vera 30-40% flokkur er einungis að mælast með rúm 20% í skoðanakönnunum. Hvernig stendur á því að þessi fyrrum vinsæli og óumdeildi foringi á við slíkan mótbyr að stríða?
Ástæðurnar fyrir þessu eru nokkrar. Ingibjörg gerði mistök þegar hún yfirgaf borgarstjórastólinn. Tímasetningin var ekki rétt, ári eftir kosningar. Hún hefði átt að sitja út kjörtímabilið, hætta árið 2006, taka sér eins árs frí frá stjórnmálum og koma sem sigurvegari og 'frelsari' inní kosningabaráttuna 2007.
Það að fara burt í óþökk margra samstarfsmanna og veltast síðan um sem óbreyttur borgarfulltrúi og varaþingmaður og fara að lokum í stríð við Össur um formannsstólinn, allt þetta veikti stöðu hennar og um leið 'áru' hennar sem hins mikla stjórnmálaleiðtoga. Basl undanfarinna ára hefur dregið hana niður í 'svað' hins venjulega stjórnmálamanns.
Þetta er einungis hluti skýringarinnar, því margir hafa virt þá ákvörðun hennar að segja skilið við borgarstjórastólinn á þann hátt sem hún gerði. Fleira kemur til.
Tíminn og tíðarandinn skiptir máli í því sambandi. Ingibjörg Sólrún var forystumaður Kvennalistans á síðari hluta síðustu aldar. Hún var ótvíræður leiðtogi vinstri manna í borginni í kringum aldamótin. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Umræðan í þjóðfélaginu og þau mál sem brenna á þjóðinni hafa færst yfir á nýjar áherslur. Þessar nýju áherslur hafa sameinað vinstri menn undir nýju flaggi ef svo má að orði komast.
Stóriðjustefnan og náttúruverndin. Þetta eru mál sem brenna á mörgum. Ingibjörg er ekki leiðtogi í þessu máli. Aðrir hafa tekið upp þann sprota, fyrst og fremst Vinstri græn og nú síðast Íslandshreyfing Ómars Ragnarssonar.
Peningamálin. Auður, hagsæld, ójafnvægi í tekjuskiptingu, ímynduð eða raunveruleg. Hávaxtastefna og efnahagsstjórn. Þetta er annað mál sem miklu skiptir þegar horft er til landsstjórnar. Þar er Ingibjörg ekki leiðtogi. Sem fyrrverandi borgarstjóri hefur hún ágæta stjórnunarreynslu, en sem menntaður sagnfræðingur og kvenréttindabaráttumaður hefur hún ekkert umfram aðra þegar kemur að stjórn efnahagsmála.
Það má því með nokkrum rétti segja að málefni tíðarinnar hafi færst frá Ingibjörgu yfir á aðra. Hún fær ekki meira fylgi einfaldlega vegna þess að aðrir hafa tekið við kyndlum baráttunnar. Aðrir hafa farið þangað sem baráttan er hörðust. Þeir sem hafa barist á vígvelli náttúrunnar og peningamálanna, þeirra er fylgið. Tíminn bíður ekki eftir foringjanum. Foringinn verður að vera í fararbroddi. Annars verðskuldar hann ekki fylgi.
Að lokum vil ég beina athyglinni að persónuleika Ingibjargar. Mér finnst Ingibjörg Sólrún ekki hafa góða ímynd í fjölmiðlum þessa dagana. Hún er of hörð, köld og stíf. Í málrómi hennar birtist of oft skrækur og stríður ómur sem ekki er aðlaðandi. Það vantar mýkt og húmor í ásjóna hennar. Ef Ingibjörg ætlar sér að verða móðir þjóðarinnar, þjóðar sem er stöðugt að verða sjálfstæðari, hugrakkari og kraftmeiri í orðum og æði, þá þarf hún að gera sér grein fyrir því að slík þjóð vill milda móður, ekki grimma og stranga. Fátæk og einhæf þjóðfélög sækja sér oft harða leiðtoga. Auðug fjölmenningarþjóðfélög þurfa víðari faðm.
Ingibjörg var sterkust þegar Davíð Oddsson var á hátindi ferils síns. Bæði kunna þá list að fyrirlíta andstæðinga sína og brjóta þá niður með nokkrum meitluðum og kaldhæðnislegum orðum.
Spurningin er sú hvort hið nýja, frjálsa og auðuga Ísland vilji slíkt? Viljum við sterka leiðtogann eða fagmanninn?
Ég tel að þarna sé komið að einum kjarna málsins. Hið nýja Ísland hæfra fagmanna og sérfræðinga dáist ekki að leiðtoga sem lítillækkar andstæðinga sína, það dáist að Geir H. Haarde sem hefur lært til forsætisráðherra. Málefnalegir fagmenn njóta vaxandi virðingar.
Ekki má skilja við Ingibjörgu með því að horfa einungis á yfirborðið og tala um kalda ímynd. Hvað með vitsmuni og máltjáning?
Vinir Ingibjargar segja hana afburðagáfaða. Ég held að engin ástæða sé til að efast um það. En spyrja má þá, hvernig eru þessar gáfur að skila sér til kjósenda?
Ef sest er niður og hlustað á það sem Ingibjörg segir þá er augljóst að hún hefur sett sig vel inní flest öll mál. Og hún skoðar allar hliðar hvers máls. Ingibjörg er enginn George W. Bush sem átti eitt sinn að hafa sagt eitthvað á þá leið að í huga hans væru engin grá svæði.
Menn segja Bush heimskann, en staðreyndin er sú að hann kann að 'skera glerið'. Þegar hann talar þá vitum við hvað hann er að segja. Með öðrum orðum, í hinum hávaðasama nútíma þarf leiðtoginn að kunna þá list að láta rödd sína heyrast. Það gerir hann með því að orða boðskap sinn á meitlaðan hátt.
Ingibjörg Sólrún með áherslu sína á samræðustjórnmál hefur ekki náð tökum á þessu. Þegar hún fjallar um ákveðin málefni þá er hún gjörn á að ræða um það svarta, gráa, hvíta og allt þar á milli. Fréttamenn þurfa oft að ítreka spurningar sínar til að fá afgerandi, skiljanleg og meitluð svör.
Þarna er kannski kominn helsti veikleiki Ingibjargar Sólrúnar sem stjórnmálamanns. Hún er of klár, of mikill pælari. Við þessir venjulegu og lötu kjósendur, lötu í þeirri merkingu að við nennum ekki að kryfja til botns stefnumál 6 flokka og 100 frambjóðenda, við þurfum að fá meitluð og skýr skilaboð. Skattar verða ekki hækkaðir. Ekkert verður virkjað næstu 5 árin (íbúalýðræði breytir þar engu), verðtrygging verður afnumin, ellilífeyrir hækkaður o.s.frv.
Margir kjósendur skilja Ingibjörgu ekki nógu vel, vita ekki hvað hún er virkilega að meina og vita því ekki hvar þeir hafa hana.
Tilv. lokið
Hér er komið inn á það helsta sem ég tel að hafi "eyðilagt" feril og vinsældir Ingibjargar Sólrúnar, og meti svo hver fyrir sig, hve mikið er til í þessu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vísindi og fræði, Stjórnmál og samfélag, Bækur | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mikið til í þessum pælingum. Ég hugsa að fólk sé búið að fá nóg af grimmd og vilji mildan og staðfastan leiðtoga.
Vilborg Traustadóttir, 26.4.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.