Laugardagur, 28. apríl 2007
Þetta gæti orðið dýrt spaug.
MYND/Atli |
Spaugstofan kvaddi í bili með olíubaði og látum
Það er alltaf með ákveðinni tregablandinni ánægju sem maður fer í frí," segir Pálmi Gestsson, sérlegur blaðafulltrúi Spaugstofunnar.
Síðasti þáttur hinna dáðu Spaugstofumanna var sýndur í kvöld á Ríkissjónvarpinu.
Samningar Spaugstofunnar og Ríkissjónvarpsins ohf. eru lausir. Þórhallur Gunnarsson er yfirmaður innlends dagskrárefnis og við hann er að eiga hvað varðar framhaldið. Svo er að skilja á Pálma að Spaugstofumenn hafi á því áhuga að halda sínu striki.
þórhallur gunnarsson |
Og Þórhallur segir að menn hendi ekki af dagskrá svo hæglega þætti sem hefur að jafnaði yfir fimmtíu prósenta áhorf.
Samningar standa yfir og þeim verður vonandi lokið í næstu viku. Þá kemur í ljós hvað verður," segir Þórhallur og á þar af leiðandi erfitt með að upplýsa nákvæmlega hver niðurstaðan verður. Segir þó að verið sé að semja um mögulegar breytingar á þættinum og náist samningar þar um má búast við Spaugstofumönnum á skjánum næsta vetur en þá í breyttri mynd.
Aðspurður hvort ekki sé um óheyrilega dýrt efni að ræða þar sem hinir rándýru skemmtikraftar að sunnan eru segir Þórhallur það afstætt.
Hver mínúta í sjónvarpi er dýr. Hvort sem það er Spaugstofan eða aðrir. Og leggja verður allt til grundvallar. Þú getur verið með ódýrara efni sem gæti svo reynst þér talsvert dýrara þegar upp er staðið," segir Þórhallur.
Pálmi segir þáttinn í kvöld verða á léttu nótunum. Kemur kannski ekki á óvart en líkt og meðfylgjandi mynd ber með sér þá eru þeir með puttann á púlsinum og bregða sér í olíubað.
Fréttablaðið, 28. apr. 2007
Mbl frétt 28/4 2007
NFS með 23,6% áhorf
Samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun Gallup um sjónvarpsáhorf er uppsafnað áhorf á RÚV 92,7% í vikunni sem könnunin fór fram í mars sl. Áhorf á Stöð 2 reyndist vera 74,3% og áhorf á Skjá 1 64,4%. Sirkus mældist með 35,1% áhorf. Uppsafnað áhorf á NFS, sem er með í fyrsta skipti í Gallup fjölmiðlakönnun reyndist vera 23,6%.
Vinsælasti þátturinn í sjónvarpi er Spaugstofan en alls horfðu 50,6% þjóðarinnar á þáttinn á RÚV. 39,4% horfðu á fréttir Sjónvarpsins, 37,3% á Gettu betur og 33,4% á Kastljós.
Á Stöð 2 reyndust flestir horfa á Idol Stjörnuleit eða 37,5%, 31,5% fylgdust með úrslitum í Idolinu og 27,2% horfðu á fréttir.
Á Sirkus horfðu 10,9% á American Idol sem var vinsælasti þátturinn á þeirri stöð en á Skjá 1 var það CSI með 19,3% áhorf. Kvöldfréttir voru vinsælastar á NFS með 6,1% áhorf.
Mér sýnist því að það verði Ríkissjónvarpinu dýrt spaug að missa spaugið.
NFS með 23,6% áhorf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir eru nú orðnir ansi þreyttir. Eða????
Vilborg Traustadóttir, 28.4.2007 kl. 23:10
Já finnst þér það Vilborg? Mér finnst alltaf gaman að þeim, ekki öllum atriðum hjá þeim, en í heildina finnst mér þeir flottir.
Sigfús Sigurþórsson., 28.4.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.