Vísna gáta dagsins

Vísnagáturnar og gátur sem birtast á þessari bloggsíðu eru eftir hina og þessa höfunda, óskað er eftir svari og eins höfundanafni, Svar telst hinsvegar rétt þótt höfundarnafn vanti, enda getur komið hjá Bloggara vísnagáta eða gáta sem Bloggari hefur ekki höfundarnafnið á. Ekki er neinn sérstakur tímarammi á innsetningu á gátum..

-

 

Gáta dagsins er svohljóðandi:

 

Margur harður meiddi mig,

manna skiptir fæði,

síðan fer í sjálfan sig,

og sinni léttir mæði.

 

 

Svar óskast (og helst höfundarnafn)

Öllum eru velkomið að þreyta gátur þær sem birtast hér á www.partners.blog.is

Svar mun verða staðfest þegar rétt svar er komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og ekki var bloggarinn lengi að því.

Hárrétt svar Gunnar Þór: Vasahnífur.

Og vegna tilmæla verðu tilkynningin um rétt svar hér eftir eingöngu byrt í Athugasemdum (sumir vilja pæla í gátum sem búið er aðsvara og vilja því ekki sjá svarið nema oppna Athugasemdir) Eru ekki bloggarar sáttir við það?

Sigfús Sigurþórsson., 3.5.2007 kl. 10:38

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Rétt svar barst við gátu dagsinn kl.10.27

Rétt svar er: Vasahnífur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

Sigfús Sigurþórsson., 3.5.2007 kl. 10:39

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og hér kemur svo auka gatan fyrir þá bloggara sem vilja reyna enn frekar.

-

-

Sá mig á ekki,

synjast heims mæti;

örbirgð hlaðinn

er í heimi.

Sá, er mig hefir

sjá um það hlýtur,

af mér að hafa

ekki skapraun.

Sigfús Sigurþórsson., 3.5.2007 kl. 10:49

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

HVUR SKRAMBINN. Hárétt, svarið er: Peningur. Ég hélt nú að þessi mundi standa eitthvða í ykkur, ég læt þig nú ekki vaða svona uppi rúllandi yfir mig, set inn eina aukagátu enn hér neðar.

Rétt svar barst við auka gátu dagsinn kl.11.05

Rétt svar er: Peningur

Rétt svar gaf: Gunnar Þór Jónsson 

 

Aukagáta II

Ýtar mig finna en ekki sjá,

eldur og vatn mig einatt hýsa,

augnlausan voðir fleys mig prísa,

óþreifanlegur þreifa ég á.

Sigfús Sigurþórsson., 3.5.2007 kl. 11:35

5 Smámynd: Davíð Geirsson

Loft?

Davíð Geirsson, 3.5.2007 kl. 12:02

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góðan daginn Davíð.

Nei ekki er það loft, en það er á kláru að loft þarf til.

Sigfús Sigurþórsson., 3.5.2007 kl. 12:21

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Vindur?

Fannar frá Rifi, 3.5.2007 kl. 12:36

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þið eruð nú meyru ruddarnir, gáturnar fá bara ekki að standa nema nokkrar mínútur.

Hárrétt Fannar, svarið við aukagatu II er: Vindurinn.

Rétt svar barst við auka gátu II kl.12.36

Rétt svar er: Vindurinn

Rétt svar gaf: Fannar frá Rifi. 

Sigfús Sigurþórsson., 3.5.2007 kl. 12:49

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og þá bara skellum við einni enn hér.

Auka gáta III:

Tvíeggjaður, talinn limur.
Tugir nafni svara.
Deyðir mýs og fugla fimur.
Fyndinn í návíst Ara.

Sigfús Sigurþórsson., 3.5.2007 kl. 12:53

10 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ekki er Örn rétta svarið, en fuglsnafn getur komið úr einni hendingunni, og hluti þess nafns er orðið sem leitað er að.

Sigfús Sigurþórsson., 3.5.2007 kl. 13:37

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég verð ekki viðtölvur fyrr en seinnipartinn, og svara þá strax þeim orða tilgátum sem komnar verða.

Sigfús Sigurþórsson., 3.5.2007 kl. 13:42

12 Smámynd: Davíð Geirsson

Brandugla

Davíð Geirsson, 3.5.2007 kl. 14:14

13 Smámynd: Davíð Geirsson

Brandur meina ég

Davíð Geirsson, 3.5.2007 kl. 14:20

14 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hárrétt Davíð.

Rétt svar barst við auka gátu III kl.14.20

Rétt svar er: Brandur

Rétt svar gaf: Davíð Geirsson. 

Sigfús Sigurþórsson., 3.5.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson.
Sigfús Sigurþórsson.

 

 

Nýjustu myndir

  • ...s8000652
  • ...s7000479
  • ...s7000525
  • ...s7000530
  • ...s7000558
  • ...s7000463
  • ...s6000810
  • ...s7000409
  • ...s7000389
  • ...s7000347

Nýjustu myndböndin

Severum_ad_kissast

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband