Föstudagur, 4. maí 2007
Hvað nú? hvað á ég nú að kjósa?
Nú er sá flokkur hættur við að bjóða fram í kosningunum eftir aðeins eina viku, það var búið að telja mér trú um að eina vitið væri að kjósa Baráttusamtökin og var ég bara alveg að kaupa þá ráðleggingu "vina" minna.
Svo kemur þessi frétt eins og skrattinn úr sauðalæknum, hvað er eiginlega í gangi? Hvað gera vinir mínir nú?
Fimmtudaginn 3. maí, 2007 - Innlendar fréttir Baráttusamtök hætt við framboð
BARÁTTUSAMTÖK aldraðra og öryrkja eru hætt við að bjóða sig fram fyrir alþingiskosningar, sem fara fram eftir rúma viku. Þetta staðfesti María Óskarsdóttir, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær.
Þetta staðfesti María Óskarsdóttir, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær. María situr í efsta sæti framboðslista samtakanna í Norðausturkjördæmi en Baráttusamtökin skiluðu aðeins lista til yfirkjörstjórnar í því kjördæmi í tæka tíð. Hún segir meginástæðuna fyrir ákvörðuninni vera fjárskort.
Arndís Óskarsdóttir, formaður Baráttusamtaka aldraðra og öryrkja, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að það sé mun meira en vonbrigði að samtökin hafi ekki getað boðið fram á landsvísu, listar hafi verið fullmannaðir.
Hún telur að gróflega hafi verið brotið á samtökunum, meðal annars af fulltrúum yfirkjörstjórnar sem að hennar sögn gáfu ekki samtökunum nauðsynlegar upplýsingar.
"Mér finnst líka ansi einkennilegt að yfirkjörstjórn sé öll skipuð sjálfstæðismönnum" segir Arndís sem segir að það væri engu líkara en að fyrirfram hafi verið ákveðið að gera baráttusamtökunum lífið leitt. Þar hafi fjölmiðlar líka spilað stórt hlutverk og segir Arndís suma fjölmiðla varla hafa gefið samtökunum neitt vægi í umfjöllun sinni og nefnir þar Morgunblaðið sérstaklega. Tilv. lokið.
Nú er ég hræddur um að maður verði að bretta upp ermarnar og skoða hvað er næst best, eða hvað?
Þessi ríkistjórn sem hefur verið síðustu kjörtímabilin hefur máské ekki verið alvond, eitthvað hefur hún gert rétt, en þá er það spurningin hvað það er? og hvar hefur henni mistekist?
Nú verð ég bara að finna nýja vini, fá nýjar vísindalegar ráðleggingar, ekki þýðir að taka ákvörðun í svona viðamiklum málum bara eitthvað útí bláinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Bækur | Breytt s.d. kl. 16:05 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt áhugavert::
- Heimilissíðan Guðbjörg Sól Sigfúsdóttir
- Jólasíða Allt jóla
- Gestabókin Kveðjur
Nýjustu færslur
- Langt um liðið :)
- Vísnagáta 31 okt.
- Vísnagáta 28/10.
- Vísnagáta 26/10.
- Vísnagáta dagsins 25/10.
- Vísnagáta 19 okt.
- Vísnagátan 17 okt.
- Spurningaleikur Kalla Tomm!!
- Vísnagáta 14 okt.
- Vísnagáta 12 okt.
- Vísnagáta dagsins 8 okt.
- Vísnagáta dagsins 7 okt.
- Vísna gáta dagsins 6 okt.
- Vísnagáta dagsins 5 okt.
- Vísnagáta dagsins 4 okt.
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Baldvin Jónsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Bjarni Harðarson
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Jónsson
- Fannar frá Rifi
- Fararstjórinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Gestur Halldórsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gylfi Björgvinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Hallur Guðmundsson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Baldursson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Jens Guð
- Jón Axel Ólafsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolgrima
- Kristján Jónsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Sigurðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurður Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Traustadóttir
- gudni.is
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur fannberg
- Ólöf Nordal
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Örvar Þór Kristjánsson
- Þóra Hermannsdóttir Passauer
- Birgir R.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitthvað annað en stjórnarflokkana. Þeir mega núna sitja á varamannabekknum næstu fjögur árin. Notaðu bara tilfinninguna í kjörklefanum. Hafðu líka vit á að skila ekki auðu eða gera ógilt. Stjórnina verður að fella.
Haukur Nikulásson, 4.5.2007 kl. 08:33
Góðan daginn Haukur.
Ég hef nú aldrei skilað auðu, og ætla helst ekki að byrja á því núna.
Mikilvægast að fella stjórnina, mér sýndist á fæslu hjá þér í gær að mig minnir að þú værir að yfirgefa flokk sem þú hefur stutt í 20 eða 30 ár, ég einhvernveginn hef sett þig á lista með Framsókn, það er bara eitthvað sem ég ímyndaði mér einhverntíman er ég vara að lesa færslu hjá þér, sem ég geri þónokkuð af og hef gaman af að gera.
Já eitthvað þarf að kjósa, þetta er "hræðilegt" áfall með Baráttusamtökin.
Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 08:47
Iss Sigfús, Baráttusamtökin áttu ekki séns. Það eina sem hefur sést af þeim í fjölmiðlum er ágreiningur. Ég er samt á því að svona framboð eigi rétt á sér en það verður að undirbúa svona framboð mun betur, kynna það vel og byrja ekki á fumkenndum ágreiningi. Takk fyrir pistil. Þú kýst auðvitað VG þar á bæ er fullur skilningur á málum aldraðra og öryrkja. Smútsj.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 10:46
Takk fyrir pistilin Kjóstu það sem þér finns rétt.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.5.2007 kl. 11:47
Það var íhaldið sem ég var að kyssa bless í bili Sigfús.
Haukur Nikulásson, 4.5.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.